Ísland


Ísland - 29.08.1936, Blaðsíða 4

Ísland - 29.08.1936, Blaðsíða 4
Takmarkið er: Island dagblað! I5LAND III. ár. 33. tbl. Reykjavík 29. ágúst 1936 Kaupendur borgið blaðið! MMMMMMMMMMMMMNMMMMNMMMMM>>t«MM>it*<><)MMNMt><$«iMMt''JMNNMMMMt>jMMMMMfc Flokkur þjóðernissinna. Fund F. U. Þ.- Reykjavík. heldur F. U. Þ.-Reykjavík næstkomandi mánu- dag kl. 8Y2 e. h. í húsi Flokks þjóðernissinna, Tjarnargötu 3 B. DAGSKRA verður auglýst á fundarstaðnum áður en fund- urinn hefst. Félagsformaðurinn. Ofbeldið gegn Háskólanum. Prófessorembættið í lagadeild. Undanfarna viku hefir staðið all-mikill styrr út af veitingu prófessorsembættis þess, er laust hefir verið í lagadeild Há- skólans. Hafa háskólakennarar gefið ýtarlega skýrslu um málið og virðast kröfur þeirra vera mjög á rökum byggðar. Það er venja í öllum lýðræðislöndum, að háskólar ráði mestu um veit- ingu prófessorsembætta, en Haraldur vill ekkert lýðræði. Annars munu ekki öll kurl »era komin til grafar með þetta mál, og verða því gerð fyllri skil í næsta blaði. Flokksiundur verður haldinn í húsi F. Þ. fimtudaginn 3. sept., kl. 8x/2 síðdegis. Flokksmenn fjölmennið! Stjórn F. Þ. Happdrœtti W Hóskóla Islands. Endurnýjun til 7. ilokks er haiin. Endurnýjunarirestur til 4. sept. Líltryggingar með daglegum eða vikulegum iðgjaldagreiðslum. Líitryggingardeild Sjóvátryggingariél. Isfands M. »»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»>»»» millj. gulikróna). Sama ár nam útflutnmgurinn 960,8 milljónum peseta (342,2 millj. gullkróna). Óhagstæður verzlmiarjöfnuður þetta ár nam því 156,3 millón- um peseta (77,0 millj. gullkr.). Frá 1929—1932 hafði verzl- unarveltan minnkað um 65%. Samfara þessu hefur hið ó- stöðuga gengi pesetans truflað viðskiptalífið og skaðað landið mikið. Fjármálastjóm ríkisins hefur alla tíð verið slæm. Fyrir skömmu voru ríkisskuldirnar ca. 20 000 millj. pesetar eða 14 400 millj. gullkrónur, en hafa aukist mjög í seinni tíð, undir stjórn sócíalista. Spánska jörðin er víða frjó- söm, fjöllin geyma stjóra fjár- sjóði og landið gæti veitt þjóð- inni nægtir alls; samt er afkoma hennar slæm og flest lifir fólk- ið í örbirgð. Ómenntuð menningarþjóð. Spánverjar mega muna tím- ana tvenna. Nú eru þeir fámenn og fátæk smáþjóð, en um langt skeið voru þeir auðugasta og voldugasta þjóð heimsins og öndvegisþjóð þeirra tíma menn- ingar. Þegar undir stjórn Róm- verja ríkti á Spáni hin mesta blómaöld. Um langan aldur laut Spánn yfirráðum Mára og var þá á árunum 820—960 þar í landi miðstöð vísinda og lista og lagður drjúgur skerfur til nútímamenningar hinna vest- rænu þjóða. Með sameiningu Spánar í eitt ríki og fundi Ameríku 1492 hefst hin sannkallaða gullöld landsins, sem á skömmum tíma gerir Spán að öflugasta stór- veldi heimsins. Er það var stærst, náði það yfir alla Suð- ur- og Mið-Ameríku, Mexico og Vestur-Indíur, fjöldann allan af nýlendum í Afríku, Indlandi og Indlandseyjum, og í Evrópu, auk Spánar, Portúgal, Holland, Belgíu og ýms héruð á ítalíu og Frakklandi. Fólksf jöldinn á sjálfum Spáni var þá helmingi meiri en á Frakklandi og 5 sinnum meiri en á Englandi. Hin listræna .menning þessa tíma var svo að segja eingöngu spönsk; sama er að segja um siðu manna og háttu. Spánn var tízkulandið. En Spánverjar ávöxtuðu illa sitt pund. Aðallinn var latur og kærulaus og lifði aðeins fyrir líðandi stund. Frá ósigri flotans fyrir Englendingum 1588 fór ríkinu sí hnignandi og smám saman missti það allar nýlend- ur sínar. I tvær aldir hefur spánska þjóðin verið fátæk, lítilsvirt og lifað eingöngu á fornri frægð. Og svo grátt hafa örlögin leikið þessa þjóð, að marxisminn hefur nú keyrt hana í helgreipar sínar. Innanlandsstjórnin hefur alla tíð farið í mesta ólestri, enda skort allt lífrænt samband við landið og þjóðina og verið ger- sneydd allri þjóðlegri hugsun. Þess vegna er þessi gamla menningarþjóð nú einhver hin ómenntaðasta í álfunni. Almenn- ingur er fáfróður og helmingur allra landsmanna eldri en 6 ára er ólæs og óskrifandi. Þó var almenn skólaskylda lögleidd 1857, en lögum er illa framfylgt þar í landi. Tíminn liefur staðið kyrr. Það sem sérstaklega hefur einkennt þjóðfélagsástandið á Spáni, fram til síðustu ára, er, að þróunin hefur staðið þar alveg í stað, ef svo mætti að orði komast, í hundruð ára. Þær stórfelldu breytingar í lifnaðar- háttum og stjórnarfari þjóð- anna í Vestur-Evrópu, sem hófust þegar í byrjun 18. aldar, náðu ekki til Spánar, því hnign- unin var þar þá í algleymingi. Búskapurinn er rekinn með sama sniði og var aftur í grárri fomeskju. Yfirráð landeigna- aðalsins standa á gömlum merg, allt frá 16. öld. Áhrif kirkjunn- ar era engu minni en á miðöld- unum og þjóðhættir alþýðunnar allir hinir sömu og þá. Síðan um aldamótin hafa nokkrar breytingar á orðið, en hvorki svo miklar né örar, að heildar- svipur þjóðarinnar hafi breytzt. Spánska þjóðin er í eðli sínu afar vanaföst. Spánn er öðrum fremur land vanans og trúar- innar. St. V.

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/388

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.