1. maí - Seyðisfirði - 01.05.1936, Blaðsíða 3

1. maí - Seyðisfirði - 01.05.1936, Blaðsíða 3
aðstöðu en flestar aðrar þjóðir af því hvað íramleiðslan er ein- hæf og iðnaður skammt á veg kominn. Þegar þess er gætt, að nauð- synlegustu auðæfi heimsins þo!a aðeins stutta geymslu verður það augum ljóst, að þau verðurstöð- ugt að endurnýja, og að til þess þarf látláusa vinnu. Ennfremur að þessum auðæfum verður að eyða á meðan þau eru ný, en til þess þarf réttláta sk'ftingu. íslendingar stæra sig af al- þýðumenntun og oft heyrist bæði í ræðu og riti gjörður saman- burður á því sviði á okkur og öðrum þjóðum, og þájafnan því til sönnunar, að við stöndum þar fle;tum framar, má og satt vera, að eitthvað hærri liundraðtala af íslendingum eigi að heita læsir og skrifandi, en talið er hjá öðrum þjóðum. I öðru lagi mun mega telja þjóðina sæmilega setta með menntastofnanir þar sem kostur er almennrar fræðslu, svo og sérmenntunar í ýmsum greinum. En hvernig er nú aðstaða æskunnar í landinu til þess aö h< gnýta sér þessa möguleika til mehntunar og menningar? Áund- anförnum kieppu- og vandræða- árum, liefir hagur almennings í lar.dinu alltaf farið versnandi. Með ári hverju fækkar þeim for- eldrum, sem stutt geta börn sín til nokkurs náms framyfir lög- Sú skifting verður ekki fram- kvæmd nema með alþjóðlegu samstarfi. Á alþjóðlegu samstarfi veröur framtíðarmenning heimsins aö hvíla og það samstarf verður fyrst og fremst að takast með alþýðu allra landa. Hér er líka viðfangsefni fyiir alþýðuna í þessu landi. Vonandi tekst henni að leysa það svo, að hún geti talizt sannur hyrningar- steinn íslenzkrar menningar. skipaða barnaskólafræðslu og sem í fæstum tilfellum nær lengni en það að sýnaí hyllingum þann heim sem framgjarn og fróð- leiksfús unglingshugur þráir. Á hinu. leitinu eru aftur möguleik- ar unglinganna til þess aö brjót- ast áfram af eigin ramleik og afla sér nokkurrar menningar og á þann hátt gjöra sig að nýt- um þegnum í þjóðfélaginu, al- gjörlega að hverfa úr sögunni. Alstaðar sverfur atvinnuleysið að, ef til vill eitthvað misjafnlega fast í hinum einstöku landshlutum, en eitt er alstaöar eins, atvinnuleysið, og gengur alltaf fyrst útyfir æsku- lýðinn. En starfsþrá æskunnar lætur ekki hefta sig, hún viðurkennir ekki atvinnuleysið, og séu henni lokaðar leiðir til nytsamra starfa brýtur hún sér farveg eftir því sem bezt verbur við komið. Varla verðursvo litið á íslenzkt dagblað, að ekki sé þar eln- r hverstaöar frétt af óknyttum, frömdum af unglingum, og um verður ekki deilt að glæpir með- al unglinganna fara í vöxt, en af hverju stafar þetta? Er það af því, að glæpahneigð fari vaxandi með þjóðinni? fíg segi, nei. það stafar að afarmiklu leyti af því, að fjöldi unglinga á þess engan kost, fyrir fjárþröng, aö leita til skólanna og nola tímann til náms og það stafar af því, aö alstaðar og alltaf þegar atvinnu- þröng* er, þá eru unglingarnir settir hjá með atvinnu, og á þann hátt meinað að nota kraftana. Skylt er þó í þessu sambandi að minnast þeirrar tilraunar, sem fyrir atbeina alvinnumálaráðherra Haraldar Guðmundssonar, var gjörð á síðastliðnum vetr'i. með skóla fyrir atvinnulausa unglinga í Reykjavík, Það var áreDanlega spor í rétta átt. Það er einmitt rétta aðferðin, að gefa æskunni kost á því, að vinna fyrirbrauði sínu samfara því, aö læra eitt- hvað nýtilegt. Og svo aö end- ingu þetta: Minnist þess, þér valdhafar og þér leiðandi og ráðandi menn í atvinnumálum þjóðarinnar, að æska, sem er svelt bæði andiega og líkamlega, verður aldrei að nýtúm mönnum og að staifsþrá æskunnar heimt- ar fullnægjingu, hún heimtar rétt sinn og fái hún hann ekki með góðu'. þá mun verra af hljótast. Það er liættan sem varast þarf, annars er fraintíð þjóðarinnar f voöa. Hrólfur Ingólfsson. Kröfur æskunnar.

x

1. maí - Seyðisfirði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 1. maí - Seyðisfirði
https://timarit.is/publication/390

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.