1. maí - Seyðisfirði - 01.05.1936, Blaðsíða 4

1. maí - Seyðisfirði - 01.05.1936, Blaðsíða 4
4 1. MAÍ Dagur verkalýðsins. Árið 1889 var það samþykkt á alþjóðafundi verkamanna, sem haldin var í París, aö frá og með árinu 1890, skyldi 1. maí vera kröfudagur verkaiýðsin" um all- an heim. Á þeim degi átti verka- lýðurinn í öllum löndum aö safn- ast caman, sýna samtakamátt sinn og stéttarsamúð og bera fram kröfur sínar. Verkalýðurinn hefir haldiö þessa samþykkt. í 46 ár hefir verkalýðurinn í flestum menning- arlöndum safnast saman, gengið fylktu liði um götur borganna og borið fram kröfur sínar. Þessum fylkingum hefír mis- jafnlega verið tekið af valdhöf- unum. Að vísu hafa þær oftast fengið að fara í friði um göturn- ar, en þó hefir komið fyrir, aö þær hafa ver ð ofsóttar og jafn- vel neyddar út i blóðuga bar- daga. Má þar til nefna 1. maí í Berlín 1929 er Zörgiebel þáv, lögreglustjóri þar, lét skjóta á kröfugöngu verkalýðsins og í þeirri árás sinnl drepa 33 verka- menn. En þrátt fyrir allar of- sóknir, lætur verkalýðurinn ekki banna sér að fylkja liði sínu og kanna það á hátíðlsdegi sínum. 1. maf er fyrst og fremst kröfu- dagur verkalýösins, hann er einn- ig baráttudagur hans gegn at- vinnuleysi og hverskonar kúgun og fasisma. Verkalýður hvers lands á sitt sögulega hlurverk aö vinna, — einnig íslenzki verkalýðurinn — og það á hann að sýna að hann er fær um að leysa af hendi. 1. maí á verkalýðurinn að sýna að hann er megnugur að leggja Skemmtiskrá fyrir 1. mai. Samkoman hefst í barnaskólanum kl. 4 e.h. Skemmtiatriði: 1. Samkoman sett: (Þorsteinn Quöiónsson) 2. Rœöa: (Gunnlaugur Jónasson) 3. Einsöngur 4. UppIesturL (Elísabet Baldvinsdóttir) 5. Einsöngur 6. Ræða: (séra Sveinn Víkingur) 7. Einsöngur 8. Gamanvísur: (Jón Vigfússon) 9. Söngur Trio). Kvöldskemmtun hefst kl. 8 e. h, Leikinn sjónleikurinn „Landabrugg og ást“, í Bóhúsinu. í Barnaskóianum hefst kl- 10 e. h. EiNSQNGUR, 6ANANVÍSUR, 0 ANS. Einsöngvarar verb Einar Sigurjónsson, Gunnar Kristjáns- son og Sverrir Sigurösson. Við hljóðfærið: INGI T. LÁRUSSON. Aðgangur að kvöldskemmtuninni í Barnaskólanum kostar — 50 aura. — Veitingar i staðnum! 1. Maí-nefndin. til hliöar öll flokkspólitísk ágreiri- ingsatriði og skapa volduga sam- fylkingu, svo volduga að auð- valdinu takist ekki aö brjóta skarð í hana. Verkamenn! Sýnum að við skiljum mátt samtakanna, Þá get- um við litið bjartari augum á framtíðina. Fögnum frelsisdegi verkalýðs- ins, 1. maí, og gjörum hann að voldugum samfylkingardegi. S. H. Útgefandi: 1. Maí-nefndin, Seyðisfiröi. Seyðisfjarðarprentsmiöja,

x

1. maí - Seyðisfirði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 1. maí - Seyðisfirði
https://timarit.is/publication/390

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.