1. maí blaðið - 01.05.1950, Blaðsíða 2
2
1. MAÍ-BLAÐIÐ
Avörp íélaganna
Hvatningarorð frá formönnum stéttarfélaga alþýðunnar í Hafnarfirði
V.k.f. Framtíðin
1. maí er dagur verkalýðsins um allan
heim. Við þann dag eru tengdar margar
helgustu minningar í baráttusögu verkalýðs-
hreyfingarinnar bæði hér og annars staðar.
Verkakonur, verið þess minnugar að án
samstarfs og einingar erum við einskis
megnugar, því sameinaðar stöndum vér,
en sundraðar föllum vér. Þess vegna heiti ég
á ykkur allar að mæta við hátíðahöldin
fyrsta maí og fylkja liði, svo að dagurinn
verði sem áhrifamestur.
Mætið allar og nógu snemma til að vera
í göngunni.
Sigurrós S veimdóttir
Iðnnemafélag Hafnarfj.
Á baráttudegi verkalýðsins 1. maí fylkja
iðnnemar liði til sóknar í baráttu fyrir hugð-
armálum sínum og til að taka þátt í og
undirstrika sameiginlegar kröfur launþega.
Þótt iðnnemasamtökin séu ung að árum,
hafa þau nú þegar náð miklum árangri í
starfi sínu, en margt er ógert og því er á-
stæða til að hvetja alla iðnnema að liggja
eigi á liði sínu, heldur starfa með einbeittni
og festu — sína mátt samtakanna.
Vér iðnnemar finnum, að við eigum sam-
leið með verkalýðsfélögunum, þeirra sigr-
ar eru einnig okkar sigrar og þeirra ósigrar
einnig okkar ósigrar.
Þess vegna ber okkur skylda til að vera
með af einlægni og alhug í þeirri baráttu,
sem nú er framundan á næstunni.
Iðnnemar, ég skora á ykkur alla að taka
þátt í hátðahöldunum 1. maí.
Komið í kröfugönguna! Verið á útifund-
inum!
Aðalsteinn Sigurðsson.
Starfsmannafélag Hfj.
Góðir félagar!
í dag, 1. maí, þennan almenna kröfudag
verkalýðs og launastétta allna lýðfrjálsra
landa, fylkir íslenzk alþýða sér undir merki
samtaka sinna um allt land. Það er litið
yfir farinn veg og metið, hvað áunnizt hef-
urí baráttunni fyrir bættum kjörum, og
einnig horft fram til komandi tíma og
reynt að gera sér grein fyrir því, sem koma
skal.
Vissulega eru ískyggilegar blikur á lofti
og djúpar lægðir nálgast.
Hvaðanæfa af landinu berast nú fréttir
af mótmælafundum gegn gengislækkun-
inni, pennastrikinu, sem átti að lækna öll
mein okkar íslendinga, jafnvel frá þeim
aðilum, sem meirihluti alþingis þóttist vera
að bjarga. Varla var því haldið fram, að
með þessu væri verið að vinna að hagsmun-
um launastéttanna, enda mun gegnislækk-
unin fyrst og fremst bitna á þeim.
Kjörorð okkar í dag er því: „Burt með
gengislækkunarlögin, burt með okur og
svartamarkaðsbrask, birrt með íhaldið, í
hvaða mynd, sem það birtist.
Starfsmenn! Gjörum félag vort \irkan og
sterkan þátt í heildarsamtökum alþýðunnar
gegn hvers konar kjaraskerðingu, höftum
og ófrelsi í baráttunni fyrir friði, frelsi, jafn-
rétti og bræðralagi.
G. G.s.
Sjómannafélag Hafnarfj.
1. maí hefur í mörg undanfarin ár verið
tileinkaðirr verkalýðssamtökunum í land-
inu. Þann dag fylkir verkalýður landsins
sér undir merki verkalýðssamtakanna og
minnist sigra þeirra, sem unnizt hafa í bar-
áttunni fyrir bættum lífskjörum. Þann dag
strengja vinnandi menn og konur þess
heit að halda vel á því, sem unnizt hefur
og vinna að því með djörfung og fullri ein-
ingu að það verði ekki aftur tekið.
Sjómenn minnast þess í dag, að aldrei
hefur verið eins ískyggilegt útlit með kjör
þeirra og nú. Minnst því þess, að ríkisvald-
ið hefur með gengisbreytingunni rýrt kjör
okkar svo, að stórfelld lækkun er á Iaunum
okkar, í dag minnist þið þess líka, að á
síðastliðnu ári háðuð þið harða baráttu fyr-
ir bættum lífskjörum, sem stóð í fullar 6
vikur. Sjómenn minnast þess í dag, að eftir
2 mánuði eigið þið að heyja aftur nýja bar-
áttu fyrir lífskjörum ykkar og minnist þess,
að sú barátta verður ekki síður hörð en sú,
sem við háðum fyrir rúmu ári.
Sjómenn, þess vegna fylkjum við liði und-
ir merki samtaka okkar 1. maí og sýnum
þar með að við munurn ekki slaka á klónni
þó að á móti blási heldur herða sóknina
þangað til fullur sigur er unninn og
við höfum fengið öll okkar baráttumál fram
og vegna þess látum við ekki okkur vanta í
kröfugöngu verkalýðssatakanna 1. mí 1950.
Pótur Óskarsson
ritari Sjómannaféhigs Hafnarfjarðar
Fólksbifreiðastj.f. Neisti
í dag er hátíðisdagur alls vinnandi fólks
innan verkalýðsstéttarinnar, dagminn sem
það kemur saman til að bera fram kröfur
sínar og líta til baka til að sjá, hvað unnizt
hefur og síðan strengja þess heit að vinna
að áframhaldandi bættum kjörum verka-
lýðsins.
Bifreiðastjórastéttin er ung að árum og
sérstaklega bifreiðastjórar, er aka fólksbif-
reiðum.
Bifreiðastjórar í þessum bæ hafa ekki
mætt þeim sldlningi sem skildi, þegar litið
er á það, hvað hér hefur verið komizt hjá
slysum, samanborið við annars staðar, sem
við höfum verið svo lánsamir að geta forð-
azt að valda.
Bifreiðastjórar!
Við skulum ávallt styðja að bættum kjör-
um almennings, styðja að því að allir geti
notið sömu þæginda, og það verði ekki eins
og áður að einungis örfáir inenn geti veitt
sér þau sjálfsögðu þægindi, sem vélatæknin
hefur skapað.
Kröfur okkar bifreiðastjóra í þessum bæ
eru fyrst og fremst þær, að götum bæjar-
ins sé svo við haldið, að þær séu ekki þeim,
sem um þær ganga og aka, svo liættulegar
að þær geti valdið skaða og höfum við og
munum benda þeim, sem bænum ráða, á
það sem betur gæti farið, svo ávallt sé
unnið að bættu öryggi þeirra, sem bæinn
byggía-
Hafnfirzkir bifreiðastjórar!
Sýnið í verki, að ykkur sé ljóst, að samtök-
in eru máttur.
Lifið heil til áframhaldandi bættia kjara
og öryggis, þeim er bæinn byggja.
Bergþór Albeiisson
Iðja, félag verksm.fólks
Það er óþarft að fjölyrða um 1. maí. Allir
hafa skilið gildi dagsins, aðeins ákveðnir
aðilar hafa af ákveðnum ástæðum ekki
viðurkennt skilning sinn á gildi hans.
Tilgangurinn og gildið getur hverju
sinni verið mismunandi. Alþýðan kemur
saman og fagnar unnum sigrum. Hún kem-
ur saman og sameinast um að vinna í fram-
tíðinni nýja sigra, og hún kemur saman og
stendur vörð um unna sigra.
1. maí í ár hlýtur af augljósum ástæðum
fyrst og fremst að miða að því að sameina
alþýðu landsins í sem traustasta heild til
þess, að standa vörð um unna sigra. Sigrarn-
ir eru margir og dýrmætir, enda ekki komið