1. maí blaðið - 01.05.1950, Blaðsíða 3
1. MAÍ-BLAÐIÐ
3
án baráttu og starfs. Andstaðan gegn sam-
eiginlegum hagsmunamálum alþýðunnar
hefur á öllum tímum verið hörð og einmitt
nú síðustu dagana sérlega hörð, bein árás
á lífskjör alls ahnennings.
Það er því augljóst, að nú er þörf fyrir
hvern og einn einstakling, ekki síður en
félagsheildir, að standa þétt saman um
sameiginleg hagsmunamál, bæði sín og þá
um leið þjóðarinnar. Því er leiðin þessi, og
ég skora á hvern og einn að fylkja sér um
hana: Stöndum saman undir merki verka-
lýðshreyfingarinnar!
Jón Sigurðsson.
Félag vörubílaeigenda
Við 1. maí eru tengdar margar helztu
minningar og vonir verkalýðsins um víða
veröld.
Þessi dagur er clagur baráttunnar og
sóknarinnar fram á leið.
Barátta okkar vörubílstjóra er mörkuð og
hnitmiðuð kjarabarátta eins og annaiTa
verkalýðsfélaga, og hefur á síðari tím-
um snúizt öðru fremur um atvinnuaukn-
ingu vegna langvarandi og alvarlegs at-
vinnuleysis, sem til þessa hefur herjað með
lamandi þunga meira á vörubílstjóra en
aðrar stéttir þjóðfélagsins.
Um leið og við tökum undir og setjum
fram hinar sameiginlegu kröfur dagsins
leggjum við þó megináherzlu á kröfuna
um útrýmingu á öllu atvinnuleysi.
Vörubílstjórar, munið að samtökin eru
það afl, sem eitt dugar til að koma baráttu-
málunum fram.
Komið því allir og takið þátt í kröfu-
göngunni og útifundinum.
Sýnum mátt samtakanna.
Þorsteinn Auðunnsson.
V.m.f. Hlíf
í öllum löndum, þar sem þjóðirnar njóta
nokkurs frelsis, er 1. maí hátíðlegur haldinn.
Þessi dagur er fyrst og fremst sam-
eiginlegu kröfudagur verkalýðsins, dagur
baráttu og sigurvona hvarvetna um heim.
En hann er einnig og ekld síður dagur reikn
ingsskilanna.
Fyrsta maí lítur verkamaðiurinn yfir
brautina að baki sér, dregur ályktanir af
óförunum og stælir viljann til nýrra átaka.
Að þessu sinni rennur dagur alþýðunnar
upp á alvarlegum tímamótum í sögu ís-
lenzkrar verkaýðshreyfingar.
Stöðug og örugg sókn í kjaramálum hef-
ur verið stöðvuð af hálfu andstæðinga verka
lýðsins með aðstoð og undir forustu fjand-
samlegra ríkisstjóma.
Góðæri undanfarinna ára er liðið fyrir
úrræðaleysi, vesaldóm og óstjórn valdhaf-
anna. Kreppa í atvinnu- og fjárhagsmálum
þjóðarinnar hefur hafið innreið sína með
sínum venjulegu fylgifiskum, stórfelklri
dýrtíð og atvinnuleysi og er nú þegar kom-
in á það stig, að eigi er annað sjáanlegt, en
ef svo áfram heldur, sem nú horfir, þá muni
hrun atvinnuveganna á næsta leiti.
Samningsfrelsi verkalýðssamtakanna er
takmarkað, og hver árásin annarri meiri
gerð á lífskjör alþýðunnar, og hin síðasta
þó öðrum svæsnari, því gengislækkunarlög-
in eru að leiða fátækt og eymd yfir alla
Iaunþega landsins.
Þess vegna er það, að krafan um að breytt
verði um stefnu í málefnum íslenzku þjóð-
arinnar, ber hæst á þessum degi verka-
lýðsins.
Nú þarf alþýðan að snúast til varnar með
öllum mætti samtaka sinna, liefja sókn fyrir
bættri lífsafkomu og brjóta þau öfl á bak
aftur er hefta vilja framgang verkalýðshreyf
ingarinnar og stöðva vilja viðleitni hennar
til að skapa skilyrði fyrir mannsæmandi lífi
launþeganna.
Verkamenn sem aðrir meðlimir verka-
lýðssamtakanna verða að heitstrengja það
nú 1. maí að linna ekki sókninni fyrir bætt-
um kjörum og afnámi allra kjaraskerðing-
arákvæða, hvort sem þau birtast í gengis-
lækkun eða öðru fyrr en náð er þeim laun-
um, sem nauðsynleg eru verkalýðnum til
að geta lifað menningarlífi og stóraukinni
hlutdeild i löggjafarvaldi og stjórn landsins.
Sá, sem ekki vill atvinnuleysi, skort og
áþján, blekkir sjálfan sig, svíkur sjálfan sig,
ef hann bregzt í þeirri baráttu.
Með þetta efst í huga mætum við til móts
undir fánum alþýðusamakanna 1. maí 1950.
Hennann Guðmundsson.
Kröfur dcsgsins eru:
Burt með gengislækkunarlögin
Stöndum vörð um sjálfstæði íslands
Eflum neytendasamtökin
Verndum 8 stunda vinnudaginn
Niður með dýrtíðina
Eflum iðnaðinn í bænum
Meiri byggingar fyrir alþýðuna
Fullkomið íþróttasvæði fyrir æskuna
Eflum einingu innan alþýðusamtakanna
Fullkomnar alþýðutryggingar
Iðnskólinn verði dagskóli
Aukin iðnfræðsla
Nýtt verkamannaskýli
Sömu laun fyrir sömu vinnu
Fullkomin höfn
Bærinn eignist nýtízku fiskiðjuver
Fullkomin iðnlöggjöf
Nýjar og fullkomnar verbúðir
Starfsmenn bæjarins krefjast verkfallsréttar
Starfsmenn bæjarins krefjast réttlátra launa
Leikvelli fyrir börnin
Léttið störf konunnar, aukna framleiðslu
heimilisvéla
Burt mð áfengið úr landinu
12 stunda hvíld hjá sjómönnum
Aukna bæjarútgerð
Endurnýja og auka skipaflotann
Aukið matvælaeftirlit
Aukið öryggi á sjónum
Aukin barnavernd
Menningarheimili fyrir æskuna í bænum
Aldrei framar atvinnuleysi
Meiri og betri mjólk í bæinn
Afnám helgidaga- og næturvinnu
Fullkomið sjúkrahús
Styðjið og eflið verkamannabústaði
Auknar brunavarnir
Aukið hreinlætiseftirlit í bænum
Lifi A.S.Í.