1. maí - Hafnarfirði - 01.05.1931, Blaðsíða 2

1. maí - Hafnarfirði - 01.05.1931, Blaðsíða 2
i I&annkynið hefír í lífi sính og starfi ætið heitið á ýms náttúruöfl til árs og friðar. Af þessu stafar trú mannanna og tilbeiðsla, sem bundin er við ákveðnar árstíðir og tiltekna daga. Tilbeiðslan og virðingin fyrir náttúruöflunum hafa frá upphafi verið samtvinnaðar lifi mannanna og atvmnuháttum. Og þessi dýrkun mannanna á náttúruöflunum og á- kvéðnum árstíðum, er miklu eldri en Kristtrúin, og hefir ætíð átt sterk- ar og djúpsettar rætur í hugum manna, engu síður en trúarbrögðin og alveg eins hjá mönnum með ó- líkar trúarskoðanir. Allir kannast við dýrkun einstakra þjóða og manna á sólinni, og hér á landi, einkum þar sem sólhvörf eru löng, er komu sólar fagnað sem hátíðisdegi, sbr. orðið ,,sólarkaffi“, er sumstaðar þekkist. Sama er að segja um íslenzk heiti á mánuðunum: Mörsugur,þorri, góa, harpa, skerpla, sólmánuður, gormán- uður, ýlir o. s. frv. Þannig sýna þessi nöfn að ákveðnar hugsanif og vonir voru tengdar við árstíðirnar og ein- staka mánuði. Tilkoma sumra árs- tíða vekur óhug og kvíða í brjóstum manna (þorri, ýlir). Aðrar árstíðir og mánuðir auka gleði og vekja nýjar vonir (sólmánuður). Þegar sú ákvörðun var tekin. að verkalýðurinn skyldi velja sérstakan dag, til þess þá sérstaklega að safn- ast saman og bera fram kröfur sínar um aukið réttlæti, meiri menningu og nýtt og fullkomnara þjóðskipulag, þá var það engin tilviljun að til þess var valinn 1. maí, vordagurinn, hinn fyrsti dagur fullkomins sumarmánað- ar. í hugum verkalýðsins um heim allan, er maímánuður (Harpa) mán- uður vorsins, tákn frjóanga hins nýja lífs, upprisa frá vetrardvalan- um, tími hins byrjandi gróðurs og sigurtími sumarsins yfir vetrinum. Þessar hugsanir réðu vali 1. maí, réði því, að verkalýðurinn um veröld alla ákvað, að þessi dagur skyldi helgaður kröfum verkalýðsins, og um leið vera tákn gróandans, tákn þeirr- ar .menningarstefnu, er varpaði ljósi o'g yl yfir olnbogabörn þjóðfélagsins. Um skeið hefir íslenzkur verka- lýður víða um land haldið 1. maí há- tíðlegan og borið fram kröfur sínar. Nú er svo komið, að verklýðsfélögin i Hafnarfirði hafa í samningum sín- um við atvinnurekendur fengið við- urkenningu á 1. maí sem frídegi verkalýðsins. Máttur samtakanna hef- ir hér sem á öðrum sviðum skapað verkalýðnum rétt. Með vaxandi sam- tökum, skilningi og þroska verkalýðs- ins, mun 1. maí verða helzti hátíðis- •dagur stéttarinnar, dagur, þar sem djarfar en réttlátar kröfur stéttvísra verkamanna verða bornar fram með auknu afli og meira mætti. Fáir fagna vorinu af jafn heilum hug, sem áræðin æska, sem skilur hlutverk sitt og er fús til að fórna starfskrpftum sínum í þágu göfugra hugsjóna. Æskan er von alþýðuhreyf- ingarinnar íslenzku. Undir merki rauða fánans, merki jöfnuðar, frelsis og bræðralags, mun hugdjörf og sig- urviss æska fylkja sér vordaginn hinn 1. maí. Stefán Jóh. Stefánsson. Þjóðskipulagið. ísland er auðugt land. Það' er auð- ugt þeirra skilyrða, sem skapað geta mönnum góða afkomu. Stór landsvæði eru prýðilega fallin til ræktunar. Kornyrkja mun að vísu ekki takast hér að verulegu í'áði, en landgæði leyfa fullkomlega fram- leiðslu alls þess, sem þjóðin þarfnast af kvikfjárræktarafurðum. Og skil- yrði til garðyrkju eru víða með af- brigðum góð vegna jarðhitans. Ómælanlegt afl býr í fossunum okkar. Úr þeim gæti margfalt fjöl- mennari þjóð fengið nægan hita og nóg ljós. Og stórkostlegan iðnað mætti reka með því afli. Þá hefir sú þjóð, er ísland bygg- ir, flestum betri aðstöðu til að not- færa sér hin auðugu fiskimið norður- hafa. En þrátt fyrir þessa auðlegð lands- ins er þjóðin fátæk. Hún notfærir sér ekki hin ágætu skilyrði, nema að litlu leyti. Fossarn- ir mega heita ónotaðir. Stórfelldar framkvæmdir til að láta þá vinna tug- þúsundum manna gagn, stranda á skilningsleysi þeirra manna, sem með völdin fara (Sogsvirkjunin). Land- búnaðurinn er í argasta ólestri. Meg- inhluti landsins er. með öllu óræktað- ur, og mikið af því landi, sem á að heita ræktað, er óhæft til að vinnast með tækjum nútímans. Býlin eru ein- öngruð úti um nes og uppi um dali, líkt og hrossataðskögglar, er þeytt hefir verið af reku sínum í hvora átt- ina. Allt samstarf milli bænda er örðugt, enda á það sér varla stað. Og stjórnarflokkurinn gerir allt, sem hann getur, til þess að fjölga ein- öngruðum einyrkjum. Það er hann, sem kallar sig bændaflokk og sam- vinnuflokk. Ekki verður betra uppi á tening- unum, þegar litið er á sjávarútveginn. Þar eru að vísu víða notuð tæki, sem ; sainsvara íulikomlega kröfum tímans. , En ^skipulagsleysið ‘ér afskgplegt. Svo fání|t kveður að þyí,. að .Cjtgerðarnrenn- 1 ifnití sjálfir spilla hver fyrir öðrum eftii< beztu getu, jafnframt því, að þeir5hirða ekkert um, afkomu ahnarra stétta. Og þeir reka útgerðina eins og flón. Þeir pukra sem mest sér, og hafa dýran framkvæmdarstjóra, skrifstofu, uppskipunartæki og þar fram eftir götunum fyrir eitt eða tvö skip, þótt reksturinn yrði mörgum sínnum ódýrari með því að sameina sem flest skip undir eina fram- kvæmdastjórn. Öll samvinna um sölu aíurðanna er eitur í beinum útgerð- armanna. Þeir eru hræddir um, að stéttarbræður þeirra kunni að gi'æða meira á því en þeir sjálfir. Þeir eru eins og hungraður hræfuglaílokkur, sem finnur fisk rékinn. En hitt skipt- ir þó mestu máli, að útgerðin er rek- in með hag örfárra einstaklinga fyrir augum. Það er engu skéýtt um verka- lýðinn. Togaraflotinn ‘ er hyklaust stöðvaður, ef útgerðarniénn þykjast ekki græða nóg á að halda honum úti, þótt afleiðingar þess verði þær, að þúsundir manna líði skort. Hlutur þjóðarheildarinnar er fyrir borð bor- inn. Þannig er ástandið. Islenzka þjóð- in, sem hefii* állar ástæður til að vera velmegandi þjóð, er fátæk vegna sjálfselsku, heimsku og skilningsleys- is þeirra manna, sem mestu ráða um framkvæmdir. Og það er mála sann- ast, að á þessu ræðst aldrei bót fyrr en alþýðan sjálf rís upp og breytir skipulagi atvinnuveganna, eða rétt- ara sagt: lætur skipulagsleysi það, sem nú er, víkja fyrir skipulagi, — skipulagi, þar sem fyrst og fremst er unnið með hag allrar þjóðarinnar fyr- ir augum. Því betur sem álþýðan vaknar til skilnings á þessu máli málanna og til vitundar um sinn eígin mátt, því fleiri menn — karlar og konur — skipa sér í flokk þeirra manna, sem vilja leggja gamla ríkið í rústir og reisa annað betra, nýtt, og því fyrr næst' markið : réttlátt og hagkvæmt þjóðskipulag. íslenzka starfsmannastétt! ,,Upp með taflið. Þú átt leikinn.“ Ólafur Þ. Kristjánsson. Hafnfirzkir alþýðuflokksmenn! — Heimili mitt er vígi mitt, segja Eng- lendingar. En Alþýðuflokkurinn í Hafnarfirði á ekkert heimili. Hann er húsnæðislaus. Stígum á stokk og strengjum þess heit, að hjálpast öll að, karlar og konur, ungir og gamlir, til að reisa vígi okkar sem fyrst. — Upp með Alþýðuhús Hafnarfjarðar!

x

1. maí - Hafnarfirði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 1. maí - Hafnarfirði
https://timarit.is/publication/394

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.