1. maí - Hafnarfirði - 01.05.1931, Blaðsíða 3

1. maí - Hafnarfirði - 01.05.1931, Blaðsíða 3
Meira Ijós! jM$Wivri J . ; Hii' • ' ' V ciag. gárigá mií jónir verkamanna og kvenna, í samhuga fylkingum, um heim alian. Mótmæla yfirráðum auð- váldsins og heimta rétt handa hinni starfandi alþýðu. Og þe§si hópur heimtar ekki lítið. Ekki minna en nýtt þjóðskipulag. Því um það er enginn ágreiningur, hvers krefjast skuli. Um hitt greinir fremur á, hverj- ar leiðir skuli farnar til að ná tak- markinu. Mér hefir oft þótt furðu- legt að ágreiningur skuli eiga sér stað um þetta, því aðferðir og vinnu- brögð hljóta að vera mjög mismun- andi í hinum ýmsu löndum. Valda því ólíkir staðhættir og stjórnarfar. I þingræðislöndum er vitanlega rétt að fara þingræðisleiðina. Þar sem ein- veldi, harðstjórn og pólitísk kúgun ríkir, er byltingin jafn réttmæt. Auðvald og íhald allra landa sam- einast og fylkir liði gegn jafnaðar- stefnunni. Það sér hættuna, sem pví er búin. Framgangur jafnaðarstefn- unnar boðar fall íhaldsins. Verkalýð- urinn sameinast og býr sig undir að taka völdin í sínar hendur. fhaldið reynir að halda völdunum í heiminum með her, flota og verkbönnum, og með því að standa sem fastast móti alþýðufræðslu. Aukin fræðsla almenn- ings er eitur í beinum afturhaldsins. Og þetta ætti hverjum manni að vera auðskilið. Með aukinni uþplýsirigu uppljúkast augu almennings. Hann sér betur gallana á núverandi þjóð- skipulagi og fylkir sér fastar undir merki jafnaðarstefnunnar. Á stefnu- skrá jafnaðarmanna er éitt af höfuð- atriðunum aukin alþýðumenntun. Meira ljós! Þótt stefnumunur þessara andstæðu flokka, sem nú berjast um völdin í heiminum, væri enginn annar en þeksi, þá væri það eitt ærin ástæða til þess að öll alþýða fylkti sér undir fána jafnaðarstefnunnar. En um svo margt >og stórt er barist, að engin mála- miðlun er hugsanleg. Stéttabarátta hlýtur að geisa í heiminum meðan svo er ástatt, að þeir eru fátækastir, sem framleiða auðinn og vinna verstu verkin. Og sú barátta endar ekki nema með afnámi stéttaskiptingar- innar. íslenzki Alþýðuflokkurinn fylgir jafnaðarstefnunni, en sníður starfsað- ferðir sínar eftir þeim aðstæðum, sem •eru á landi hér. Hann berst eftir lýð- ræðisreglum fyrir hagsmunum allrar alþýðu til lands og sjávar. Hann tel- ur það höfuðhlutverk sitt, að þroska :svo alþýðuna með fræðslu, að hún verði sem fyrst fær um að taka völdin 1- ^AÍ íi sínar þei^dur: ,aú; leiið>i semuþ^gar er farin,/'hefir oft verið grýtt og. wl yfiv- ferðarvyÆfattinnMer to.rsóttjjui, • eiy. ,,á- frairi' stefna sporin“, og að heiða.rbaki bíða sigurlaunin. / ( j • ••, I ! ! „,Þar bíða þó óðul hins ónumda lands, að entum þeim klungróttu leiðum: :sú friðkeypta ættjörð hvers frjálsbor- ins manns, sem felur hin skínandi sigurlaun hans að baki þeim blágrýtis heiðum“. En höfum við íslendingar nú haft þörf á að taka: .upp merki jafriaðar- stefnunnar? Raddir hafa heyrst um það, að hingað ætti hún ekki erindi. Hér sé svo lítill ‘riiunur á fátækum og ríkum o. s. frv. Við skulum athuga þetta dálítið. Fólkinu fjölgar, atvinnu- vegirnir eflast og auður safnast. En sú auðsöfnun er öll á hendur fárra manna, en hinum fjölgar ár frá ári, sem atvinnu og afkomu eiga undir öðrum. Rangláta stefnu í skattamál- um hafa íhöldin bæði gert að sínum flokksmálum. Skoðanakúgun er beitt við nemendur í opinberum mennta- stofnunum. Ranglátri kjördæmaskipt- ingu hefif verið' við haldið, til þéss að alþýða geti ekki átt þann fulltrúa- fjölda á Alþing.i, sem henni ber með réttu. Svona mætti lengi telja. Jafnaðarstéfnan hefir reynst al- þýðu allra landa öflugasta vopnið til sóknar og varnar í baráttunni íyrir bættum lífskjörum, og því hefir Al- þýðuflokkurinn á landi hér fylkt sér undir merki hennar. Flokkurinn er að vísu eins og dvergur, að stæi'ð og athöfnum, er vér berum hann saman við flokka skoðanasystkina (í örirum löndum. En þrátt fyrir allt, hefir mik- ið á unnizt. Síðan flokkurinn hóf st.arí’ jsittý „höfum vér gengið til góðs götuna fram eftir veg“. Og starfið er margt. Baráttan tíðum hörð og mörg hindrun, sem ryðja þarf úr vegi. En .eitt er nauðsynlegt fyrst og fremst. Það er menntun alþýðu. Hún á að vera sá lýsandi kyndill, sem vísar veginn: „Syngjum starfinu hrós! En vort leiðandi ljós það sé lýðfjöldans mennt, ér vér heimtum vorn rétt! Eflum samtaksins magn! Sýnum samhugans gagn! Þá er sigurinn vís! Þá er máttug vor stétt!“ S. 3 Verum samtaka. Þótt ekki séu liðin nemá nokkur ár frá því að Alþýðuflokkurinn hóf göngu sína, má með sanni segja, að fyrir hans atbeina hafi margt breytzt til hins betra fyrir verkalýðinn, frá því sem áður var. Séu borin saman kjör verkalýðsins- fyrir 10—15 árum, og eins og þau eru nú, þá er munurinn auðsær. Þetta vita allir stéttvísir verkamenn. En þeim er líka ljóst, að ekki dugir að leggja árar í bát, eða draga sám- an seglin; þvert á móti. Við hvern sigur, sem vinnst, vex þeim ásmegin, og þeir hugsa til nýrri og stærri vinn- inga. Verkalýðurinn er að vakna til verulegrar íhugunar. Reynslan er allt- af að færa honum heim sanninn um það, að ekkert vinnst á, ef hann er ekki vel samtaka. Mörg og stór eru björgin, sem enn liggja í vegi, og enn eru margir, sem standa utan við samtökin. íhaldið, skæðasti óvinur jaínaðar- stefnunnar, hefir úti allar klær og beitir kröftum sínum, eins og það frekast getur, til þess að eyðileggja framgang jafnaðarstefnunnar. Erlendis hafa jafnaðarmenn verið fangelsaðir fyrir skoðanir sínar. Hér á landi eru þeir hæddir og níddir, því að enn hefir íhaldið ekki þorað að beita sömu aðferðinni og samherjar þess erlendis. Daglega líður verkalýðurinn sult vegna rangláts slcipulags. Eftir götum stórborganna reika þúsundir atvinnu- leysingja og heimta að vinna fyrir brauði sínu. En þeir fá það ekki. Missi íslenzkur verkamaður at- vinnu sína, verður hann að knýja á dyr sveitar sinnar, og biðja þar um nokkrar krónur, til þess að hann og fólk hans geti lifað. Hann fær nokkr- ar krónur, eftir mikla fyrirhöfn, en greiða verður hann þær á þann hátt, að hann er sviptur réttinum til að taka þátt í opinberum málum. Hanrt er settur á bekk með afbrotamönn- um. Og sökin er sú, að hann skorti brauð, til þess að seðja hungur barna sinna, hluta af upprennandi kynslóð, sem taka á við stjórn þjóðarskútunn- ar á sínum tíma. Er hægt að hugsa sér öllu meira ranglæti en þetta? Hafnfirzkir verkamenn hafa á und- anförnum árum sýnt samtök sín. Þeir hafa sigrað — og í ýmsum málum glæsilega. Sýnið í náinni framtíð, að þið skilj- ið mátt samtakanna, þá getið þið alla jafna litið með bjartsýni fram á leið. Hvetjið hver annan, og umfram

x

1. maí - Hafnarfirði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 1. maí - Hafnarfirði
https://timarit.is/publication/394

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.