Bjarmi - 01.07.1935, Side 5
BJARMI
101
Prestastefnan
26.-28. júní 1935.
Prestastefnan hófst me3 guðsþjónustu í
dómkirkjunni. miðvikud. 26. júní kl. 1 síðd.
Sra Friðrik Rafnar tók synSdus,:resta iil
aliaris, en sra Bjarni Jóntson prófastur
flutti stólræðuna, vakti hún margar og
góðar minningar hjá gömlum s'knartörn-
um hans. Því einmitt þann sama dag var
25 ára presisskaparafmæli hans.
Fundarhöldin fóru fram í húsi KF.U.M.
eins og mörg undanfarin ár, — og hóf-
u,st kl. 4$ síðd. Kom þá þegar í 1 ’ós að
prestastefnan var óvenjulega vel s Stt, —
mun kirkjufundurinn og prestakallamálið
hafa átt góðan þátt í því. Sátii £6 guðfræð-
ingar fundinn þegar flest’r voru, og alcirei
færri en 30. — Þrír voru danskir, urigur
aðstoðarprestur frá Þórshöfn, sonur dr.
Arne Möllers, og 2 óvígðir gaðfræðingar.
— Þykir Færeyingum sjálfsagt að hafa
2 presta í Þórshöfn, þótt ekki sje þar nema
rúm 4000 manns í prestakallinu.
Aðalmálin fyrsta daginn voru ýmsar
skýrslur biskups og barnahælisn fndar,
tillögur um styrktarfje úr prestekkriasjóð
og nefndarkosningar um líknarmál og
prestakallamál.
Um kvöldið flutti Ásm. prófessor Guð-
mundsson erindi i dómkirkjunni er hann
nefndi Kristur og þjóðlífið. Sra Árni Sig-
urðsson annaðist morgunbænir kl. 91 árd.
á fimtud. Á eftir flutti biskup skýrslu um
messur og altarisgöngur liðið ár.
Yfir 60 messur höfðu verið í þessum 6
pestaköllum, altarisgestatalan í svigum:
Reykjavík og Laugarnes1 166 (1189), Ak-
ureyri 80 (146), Isafjörður 71 (141),
Hafnarfjarðarprk. 65 (231-, Útskálar 63
(136), Akranes 62 (132).
50—59 messur voru í 12 prestaköllum:
Vestmannaeyja 59 (220), Stokkseyrar 58
(125), Bolungarvíkur 58 (66), Siglufjarð-
ar 55 (16), Helgafells 54 (80), Arnarbælis
54 (65), Landprestakall 54 (36), Stóra-
núps 52 (52), Hraungerðis 52 (50), Breiða-
bólst. í Fljótshlíð 52 (45), Viðvíkur 52
(29), Súgandafjarðar 50 (22).
40—49 messur voru í 20 prestaköllum,
30—39 messur voru í 24 prestaköllum.
20—29 messur voru í 27 prestaköllum.
og loks voru færri en 20 messur í 17
prestaköllum. 1 8 prestaköllum voru engir
altarisgestir allt árið — ekki einu sinni
fermingarbörnin. Var sú talan raunaleg-
asta talan í öllum skýrslunum, enda sár-
fáar messur í þessum sömu prestaköllum
llestum. T. d. Grímsey 14 messur, enginn
til altaris, Árnesprestakall 12 messur, eng-
inn til altaris, Hvammur í Laxárdal 11
messur, enginn til altaris, Skútustaðaprk.
9 messur, enginn til altaris o. s. frv.
Þá flutti sra Halldór Kolbeins erindi um
messur og prjedikanir. Urðu um það
nokkrar umracðar, ei- einkum snerust að
útvarpsmessum.
Kl. 11 árd. flutti sra Gísli Skúlason er-
indi um Strandarkirlcju og flutti þar þá
nýstárlegu en að ýmsu leyti góðu uppá-
stungu, að rjett væri að stefna að því að
efla svo prestlaunasjóð Strandarkirkju að
þar gæti með tímanum orðið veglegt presta-
kall og kirkjuleg menningarstofnun, svip-
að og Sigtúnastofnunin. er í Svíþjóð.
Urðu um erindið nokkrar umræður.
Var þá kl. orðin 12 og fundarhlje gefið
til nefndarstarfa til kl. 4-J- síðd.
Þegar fundur hófst aftur siðdegis voru
eitthvað 56 prestar og guðfræðingar þar
komnir.
Aðalorsök þessarar góðu aðsóknar var
sú, að nú átti R. Prenter, danskur guð-
fræðikandidat, að flytja erindi um kirkju-
mál Þýskalands. Iiefir hann stundað fram-
haldsnám með opinberum styrk, eitthvað
tveggja ára tíma, og dvalið lengst í Þýska-
landi og Englandi. Erindi hans, er stóð
á aðra klukkustund, var prýðilega samið
og lærdómsríkt.
Skýrði hann aðalatriðin í kirkjuöeilunni