Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.07.1935, Side 6

Bjarmi - 01.07.1935, Side 6
102 BJARMI þýsku á þann veg að þak við hana væru gjörólíkar trúarstefnur. Frjálslynda g'uð- fræðisstefnan beygði s:g fúslega fyrir al- ræðiskröfum stjórnarinnar og gat það, því að samkvæmt henni er maðurinn hús- bóndi kristindómsins og getur lagað hann eftir trúartilfinningum sínum. Varð hin- um þýsk-kristnu því hinn mesti styrkur aö henni og notuðu þeir sjer jafnframt auð- vitað »niðurstöður« svæsinnar guðfræði í árásunum gegn gamla testamentinu og brjefum Páls. Ríkisstjórnin hafði búist við þessu, en ekki hinu að komin var öflug og játningar- föst guðfræðistefna að mörgum þýskum háskólum. Ilún átti miklu meiri ítök hjá kirkjuræknu fólki en hin, og svo kom and- staðan frá leikum og lærðum gegn einveldi ríkisbiskups. En biblíuföst játningarstefna getur ekki lagað sig eftir ytri kröfum e'ns og hin og því síður fallist á að stryka yfir gamla testamentið og Pál postula. Maðurinn og tilfinningar hans er þunga- miðjan hjá frjálslyndu ti'úmálastefnunni, en Guð einn þungamiöja játningarstefn- unnar, og því hefir svo farið, að frjáls- lynda stefnan hefir runnið saman við þá þýsk-kristnu og stutt ráðríki stjórnarvalda gagnvart kirkjunni en biblíustefnan hefir varið sjálfstæði kirkjunnar. Að þessu erindi loknu hófust umræður um prestakallamálið. Urðu um það fjörug- ar umræður, er stóðu til kl. 7 um kvöldið. Um kvöldið kl. 8-* flutti sra Óskar Por- láksson útvarpserindi í dómkirkjunni er hann nefndi Jesús Kristur í ljósi nútíma guðfræðinnar. Á föstudagsmorgun hjelt synodus áfram með morgunbænum, sem sra Sigurgeir próf. Sigurðsson annaðist. Sra Fr. Hall- grímsson flutti þá erindi er hann nefndi Tákn tímanna. Biblíufjelagsfundur fór á eftir og stóð til hádegis. Kl. 4 síðd. var enn haldið áfram um- ræðum um prestakallamálið, og lagði nú nefndin í því máli fram langt álilsskjal, er vísað var til Kirkjuráðs. Pá var sálmabókarmálið tekið fyrir og samþykkt unn-æðulaust að láta það mál hvíla sig fyrst um sinn. Samþykktar tfllögwr. Þessar tillögur voru samþykktar á prestastefnunni: »Synodus lýsir yfir því, að hún er gjörsam- lega mótfallin þeirri stefnu, er kemur fram í tillögum launamálanefndar, að draga úr starfi kirkjunnar með þvl að fækka prestum og presta- köllum landsins. Telur hún það ekki sæma, að prestum sje boðin nokkur launahækkun á kostn- að hins kirkjulega starfs og fullyrðir að presta- stjett landsins sje einhuga um að hafna slíku boði. Hinsvegar telur hún, að eigi sje forsvaran- legt að ríkið bjóði prestum að lágmarksiaunum minna en hámarkslaun, eins og þau eru nú, ásamt þeim hlunnindum öðrum, er þeir nú hafa. Loks teiur synodus, að á alveg ósvaranlegan hátt sje sjeð fyrir framfærslu uppgjafapresta;;. j-Prestastefnan lítur svo á, að vinna beri að þvl, aö Hólar í Hjaltadal verði prestssetur I Viðvíkur- prestakalli og nefnist þá prestakallið Hólapresta- kall«. /-Prestastefnan beinir þeirri áskorun til kirkju- stjórnarinnar, að hún hlutist til um það, að fyrir Alþingi nú I haust verði lagt fram frumvarp til laga um það, að Dýrafjarðarþing I Vestur- Isafjarðarprðfastsdæmi verði áfram sjerstakt prestakall«. »Prestastefnan skorar á alla presta landsins að styrkja sjálfir og fá aðra til þess að gefa fje í Barnaheimilissjóðinn, og senda jafnóðum það er inn kemur til fjehirðis sjóðsins, — og bendir jafnframt á það, að vel ætti við að menn gæfu gjafir til minningar um lfttna ástvini I þenna sjöð«. »Prestastefnan mótmælir eindregið tillögu þeirri, sem fram hefir komið á Alþingi um að prestastjettin hafi ekki fulltrúa i Barnaverndar- ráðinu, og skorar á Kirkjuráðið og alla presta landsins að beita áhrifum slnum í þá átt, að ákvæði laganna í þá átt verði ekki breytt«. »Prestastefnan skorar á Alþingi að veita ár- lega á fjárlögum ákveðinn styrk til byggingar og starfrækslu barnaheimila og dagheimila fyrir börn, ekki minni hlutfailslega en veittur er til heimavistarskóla«. »Pí-estastefnan telur nauðsyn að koma sem fyrst á fót tveim heimilum fyrir vangæf börn,

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.