Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.07.1935, Qupperneq 9

Bjarmi - 01.07.1935, Qupperneq 9
BJARMI 105 svör hans, sem mjer virtust lýsa honum og- raunar fleiri duglegum löndum vestra. • Jeg hafði sumarið 1918 ekið fram hjá landareign hans og verið sagt frá, að stormar hefðu tvisvar sinnum gjörspillt öllum ökrum hans það vor, svo uppsker- an yrði lltil, en tjónið mikið. — - Degi síðar gisti jeg hjá honum, og þar sem jeg þurfti að tala við hann um við- skifti og fjármál Bjarma, furðaði mig á, aðhann minntist sjálfur alls ekkert á þetta tjón sitt. »Þetta er líklega eitthvað orðum aukið,« hugsaði jeg, en fór svo af forvitni að spyrja hann eftir þessu um morguninn áður en jeg fór. Iiann svaraði þá með mestu hægð: Jú. það er rjett, jeg missti bæði útsæðið og alla vinnuna við akrana til einskis, en jeg á þetta eftir.« Um leið benti hann mjer að líta út um gluggann. Sá jeg þá að verið var að brynna 30 til 40 nautgripum rjett hjá húsinu hans. Þau orð sýndu mjer karlmennsku, sem gafst ekki upp nje kvartaði, þótt gæfi á bátinn. Th. Jóhannsson var ættaður úr Þingeyj- arsýslu, — eins og margir safnaðaleiðtog- ar vestra. — Foreldrar hans voru Jóhann IJalldórsson og Halldóra Gánnlaugsdóttir frá Litlu-Laugum í Reykjadal. Vestur um haf fluttist hann með föður sínum árið 1889. Tveim árum síðar g'jörðist hann ráðs- maður hjá ungri ekkju íslenskri, mrs. J. Helgason í Glenboro og kvongaðist henni skömmu síðar. Bjuggu þau hjón þar fyrir- myndarbúi til 1920, en fluttust þá í þorpið Glenboro. Fer enska blaðið »The Western Prairie Gazette« mjög lofsamlegum orðum um heimili þeirra. Andi kristindóms, friðar og gæfu ríkti á heimili þeirra bæði í sveit- inni og kaupstaðnum, og öll góð málefni áttu þar vísan stuðning', segir blaðið meðal annars. Síðasti sóknarprestur hans, sra Egill Fáfnis minntist hans svo í brjefi til mín liðinn vetur: »Síðan ég síðast skrifaði þér, hefir sá vinur kvatt oss hjervistum er við öll inni- lega söknum, en það er Teodor Jóhannsson, útsölumaður »Bjarma« um mörg' ár. Hann veiktist um 18 janúar af kvefi, sem hann gaf þó lítinn gaum, það snjerist svo upp í lungnabólgu er reyndist ofraun hjarta hans, sem veikara var orðið af langvar- andi taugagigt. Hann leið út af eins og' barn er hallast í skaut móður sinnar, þreytt að kveldi. Ráði og rænu hélt hann til þess síðasta; ókvíðinn, sáttur og g'laður gekk hann heim. Heimili þeirra hjóna var sönn fyrirmynd kristilegs samastaðar, því hvern sem að garði bar ljetu þau finna hlýhug' og kærleik, sprottinn af þrá þeirri að líkjast Kristi. Mjer fannst sönn heiö- ríkja og helgiblær vera kringum dánarbel þessa vinar. Ilann lætur eftir sig' aldraða ekkju, (nú ekkja í ainnað sinn), og tvær dætur: mrs. II. Thorsteinson og mrs. A. A. Sveinsson, báðar við Glenboro. Einnig- syrgja hann 4 stjúpbörn: mrs. S. A. Anderson Glenboro, mrs. S. J. Sveinbjörnson við Kandahar Sask., og' Kristján og' Iíelgi Helgasynir bú- andi við Sexsmith Alta. Jarðarförin fór fram frá heimilinu og Lútersku kirkjunni í Glenboi’o, 25. jan. s. 1. að viðstöddu fjölmenni ættingja og vina. Dr. B. B. Jónsson aldavinur fjölskyldunn- ar fjölda ára og ég aðstóðuðjm við útför- ina. Við höfum misst sannan starfsmann Guðs, en eftirdæmi hefur hann gefið okk- ur með fögru lífi sínu. Hann bað mig seg'ja þér að »Bjarma« hefði hann minnst lítil- lega í erfðaskrá sinni. Enda þótt, hann vildi að hann hefði getað stutt blaðið meira, bað hann þig fyrirg'efa gjöfina, um leið og hann óskar »Bjarma« allrar bless- unar í starfi sínu fyrir Guðs ríki.« Það var líkt hógværð hans að »biðja fyrirgefningar« á rausnarlegri gjöf til mál-

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.