1. maí - Reykjavík - 01.05.1934, Síða 5
hatt. Hann batt snöruna utan um gálga-
tréð, og síðan um háls Wallisch.
Wallisch hrópaði upp: „Lifi jafnaðar-
stefnan. Húrra fyrir frelsinu!“ Síðasta at.
kvæðið endaði í óljósu korri.
Spitzer strengdi á snörunni ofan frá,
en aðstoðarmenn hans héngu á hálsi hans.
Eftir 12 mínútur var hann liðið lík.
Dóminum var fullnægt.
Hermennirnir, dómararnir og vitnin
gengu út úr garðinum, en um leið og þeir
gengu framhjá klefagluggum fanganna,
æpti einn þoirra: Morðingjar!“
Lögreglan flýtti sér til klefanna, og
leitaði þess er hrópað hafði, en félagar
hans vildu ekki ljóstra upp um hann.
Það var kyrrð í fangelsisgarðinum. Þar
var enginn nema Koloman Wallisch, sem
hékk á gálgatrénu, og yfir honum héldu
félagar hans þögulan vöi*ð.
En í dagrenning kom böðullinn og sex
hermenn. Þeir tóku likið niður, vöfðu það
í svart klæði og óku á brott.
Félagsbræður Wallisch höfðu vakað um
nóttina og beðið þessa. Þeir sáu þá flytja^
líkið til kirkjugarðsins, og svo var hon-
um lolíað að baki þeim, en hinir gægð-
ust yfir múrvegginn og settu á sig hvar
liann var grafinn. Og um morguninn var
gröfin hulin krönsum, barrgreinum og
blómum, og þar voru örfamar þrjár
liundnar í sveiga.
Lögreglan tók blómin í burtu, en það
var komið með ný blóm', og á því gekk
í þrjá sólarhringa, unz prestarnir æsktu
þess að blómin fengju að vera í friði.
Ég fór með enskum félagsbróður til
grafar Koloman Wallisch. Við höfðum
með okkur hálfútsprungið heiðaling, ei-
lífðarblóm og dökkrauðar hyasintur.
Við skrifuðum á miða: „Til hetjunnar
Wallisch. Með ástúð frá enskum félags-
bræðrum“.
Það var fjöldi blóma á gröfinni, en
ekkert skrifað eða prentað, því lögreglan
kemur á tveggja stunda fresti og hefir
allt slíkt á brott með sér.
Það komu tvær konur að gröfinni, þar
næst maður, þá annar, og að nokkrum
mínútum liðnum stóðum við fimmtán
við gröfina.
Fólkið umhverfis okkur var að tala um
hann, sem það hafði þekkt svo vel, og
það hrundu tár af augum þessa þög'ula
fólks. Einn þeirra sagði, er talið barst
að félögum Wallisch, sem sitja í fang-
elsi:
„Getum við annað en skammast okkar,
að ganga um í sólskininu, meðan þeir
sem beztir eru olvkar allra sitja hnepptir
í fangelsi.
Fólkið fer daglega frá næstu þorpum
og úr sveitunum umhverfis, pílagríms-
ferðir að gröf Kolomans Wallisch, — og
við hina nýorpnu gröf, gefur það þögul
loforð. Koloman Wallisch hefir ekki lifað
til einskis.
Ég er þess fullviss — og fólkið veit
l?að líka, — að Wallisch mun rísa upp í
hug og hjarta fjöldans, til sigurs hinni
socialistisku hugsjón í Austurríki. — Já
um allan heim.
I. I. (þýddi).
Verzlið við Hljóðfævahúsið og Ailabúð
. ALLSKONAR MUSIK. OG LEÐURVORUR
5