1. maí - Reykjavík - 01.05.1934, Side 8

1. maí - Reykjavík - 01.05.1934, Side 8
nánar. Auk þeirrar, sem að framan get- ur, og sem verða mun einna efst á baugi i verklýðsbaráttunni í næstu framtíð, verðum við að efla sóknina fyrir atvinnu- leysistrvggingum, og fyrir aukinni arð- gæfri atvinnubótavinnu. Verklýðsfélögin og Alþýðuflokkurinn hafa gert kröfu til Reykjavíkurbæjar, að hann keypti ný- tízku togara, og gerði þá út allt árið. Þessi krafa hefir fengið víðtækan hljóm- grunn meðal vinnandi stéttanna hér í llvík og ekki einungis hér, heldur um allt land, því það varðar alla landsbúa hvern- ig höfuðborginni er stjórnað. Bæj arútgerðin er svo þaulrædd, og öll- um kunnugt viðhorfið gagnvart henni, að óþarfi er að rekja það nánar hér. Aðeins er nauðsynlegt að öllum, sem vilja vinna gegn hungri og neyð alþýðunnar, verði ljóst, hver sú fylking er, sem trúa má til a'ð leiða þetta umbótamál til sigurs, það er samfylking allra vinnandi stétta bæj- arins undir forystu Alþýðuflokksins. En verkefnin eru fleiri, þau eru svo mörg oe; víðtæk, að ekki verður rakið í stuttri blaðagrein, en ég vil minnast svo- lítið á kröfur æskulýðsins, kröfur fram- tíðarinnar. Alþýðuæskan verður harðast útL í samkeppninni um handtökin. Fjöldi vinnufúsra, hraustra, ungra handa, bæt- ast í hóp vinnustéttanna á hverju ári, en framleiðslan minnkar, einstaklingarnir draga saman seglin, og hið opinbera horfir aðgerðalaust á vaxandi hóp at- vinnuleysingja. Iivað eiga bæjarfélögin að gera fyrir þessi olnbogabörn? Ber þeim skylda til að sporna gegn ómenningu þeirri og eyrnd, sem bíður æskunnar vinnufúsu, er hvergi fær handtak? Vissulega. En sinnu- leysi og daufheyrn við kröfum verklýðs- æskunnar einkennir aðgerðir bæjarstjórn- anna yfirleitt. 8 Bæjarstjórn Reykjavíkur útilokar ein- hleypinga frá atvinnubótavinnu, enda er hún svo takmörkuð, að hvergi nærri hrekk- nr handa heimilisfeðrunum. En hún leitar heldur ekki eftir neinum úrræðum og drepur umbótatillögur verklýðsfulltrúanna í bæjarstjórninni. Við samþ. síðustu fjár- hagsáætlunar bæjarins bar Stef. Jóh. Stef- ánsson fram tillögu um 20 þús. kr. fjár- framlag til námskeiða fyrir atvinnulausa æsku. íhaldið steindrap tillöguna. Fulltrú- ar yfirstéttarinnar möttu meira fjárfram- lag til aukningar lögreglunni og stofnun varalögreglu, en til hjálpar atvinnulausri alþýðuæsku. Iðjuleysið—atvinnuleysið er stærsta böl ])jóðskipulagsins. Það er undirrót lasta og spillingar. Afleiðing þess er ómenning, eymd, sjúkdómar, glæpir, — andlegur og líkamlegur dauði. Sérstaklega hefir það örlagaþrungnar afleiðingar meðal æskulýðsins. Lífsþráin þverr, kraftarnar beinast á óhollar braut- ir, vonleysið og kæruleysið vex. Aðeins þeir sterkustu standast eldraun atvinnu- leysisins. Við krefjumst þess að bæjar- félagið láti til sín taka og verji fé sínu til uppeldismálanna, en ekki barsmíðanna og glæpanna. Við krefjumst þess: að bærinn reisi nú þegar nýtízku hús- næði fyrir gagnfræðaskólann, að bærinn styrki námskeið fagfélag- anna fyrir atvinnulausa æsku frá 16—25 ára, að bærinn vindi bráðan bug að bygg- ingu leikvalla fyrir börn, og íþróttavalla, að bærinn byggi stórt og vandað leik- fimishús, þar sem verklýðsfélögin fái hús- næði fyrir námskeið sín, að bærinn láti ganga frá sundhölinni, byggja sundskála á sjóbaðsstöðum, í ná-

x

1. maí - Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 1. maí - Reykjavík
https://timarit.is/publication/396

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.