1. maí - Reykjavík - 01.05.1934, Page 10

1. maí - Reykjavík - 01.05.1934, Page 10
Fólk, sem alla afkomu sína og afkorau- vonir á undir öðrum. I atvinnumálurn Is- lands kemur því ekki fram heilbrigf eða fullkomið þjóðarframtak né þjóðarvilji í framkvæmd þeirra eða stjórn. Eins og nú er, veltur því atvinnulífið á svokölluðu framtaki fárra einstaklinga, sem oft sýna mestan dugnað í því að sölsa undir sig almanna fé á ólöglegan og ósæmilegan hátt. Ennfreinur byggist framtak einstak- lingsins í þessu tilfelli aðallega á því, að vinna verkalýðsins skili sem mestum arði í sjóði þeirra, sem eiga iandið og fram- leiðslutækin, eða m. ö. o., að sem minstur afrakstur vinnunnar lendi í vösum þeirra, sem framkvæma hana. Af þessu ranga fyrirkomulagi leiðir svo það, að óþægileg- ir og þjóðhagslega hættulegir árekstrar verða á milli vinnusala og vinnukaupenda (sbr. launadeilur). Á þessu aðkallandi vandamáli þjóðfélagsins fæst lausn með framkvæmd jafnaðarstefnunnar. Takmark jafnaðarmanna er að tryggja vinnulýðnum yfirráð landsins. Sameina skyldurnar við landið og réttindi til lands- ins í höndum þeirra, sem framleiða lífs- nauðsynjar bæði á sjó og landi. Það er hvorttveggja í senn bæði ranglátt og hættu- legt fyrir velfarnað þjóðarinnar, að hún skiftist í tvær hagsmunalegar andstæður. En svo hlýtur að verða meðan nokkrir menn í krafti ranglátrar löggjafar sitja inni með það, sem gerir landslýðum unt að bjarga sér. Á herðum vinnustéttanna hvíla áhyggjurnar af tilvist þjóðarinnar í landi torsóttra gæða. Árangurinn af því áhyggjuríka starfi, sem þær leggja fram, á því að falla þeim óskiftur í skaut. Eg er þess fullviss að þær óskir bærast nú örar í brjóstum allra góðra Islendinga en nokkru sinni fyr, að sú skipan verði gerð á atvinnumálum landsins hið fyrsta að til sætta dragi með landsmönn- um innbyrðis. Þá myndi sú öld renna upp yfir landi voru sem væri auðkennd af einingu og samhug landstr.anna. Þá myndi hver einstaklingur finna það, að því meiri skyldurækni, sem hann sýndi landi sínu og þjóð, því meiri réttindi öðlaðist hann og því betri aðstöðu til þess að lifa lífinu að ósk sinni. Þessi öld sameiginlegs þjóð- arvilja og átaka til sífelldrar framsóknar og uppbyggingar í landinu rennur upp með framkvæmd jafnaðarstefnunnar. Fyrir því er 1. maí um leið og hann er minning- ardagur unninna sigra á leiðinni til soci- alismans líka baráttudagur. Þegar íslenzkur verkalýður streymir út á stræti og torg borga og bæja í skipulögðum skrúðfylk- ingura, þá er loftið í kringum hann þrung- ið af heitum hanns um það, að reynast sjálfum sér trúr með því að framkvæma socialismann sem grundvöll fyrir farsæl verklýðsyfirráð á Islandi. 1. maí er vor- dagur. Ilann er }>ví dagur þeirra, sem þrá vorið og gleðjast við það að sjá vorboða náttúrunnar teygja arma sína mót hækk- andi sól. 1. maí sem hátíðisdagur hinnar starfandi íslenzku þjóðar er á sama hátt gleðidagur þeirra sem sjá í verklýðshreyf- inguni vorboða þjóðlífsins. íslenzk alþýða! Gleðilegan 1. maí! Ártii Ágústason. Ranks hænsnafóður er og verður BEZT TIL VARPS OG ÞROSKA. — ... Ungamjöl og ungakorn í 25 kg. pokum, Blandað korn og Varpfóður í 50 kg pokum. Alt bezt og ódýraethjá ARNDAL. — SÍmi 1471. 10

x

1. maí - Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 1. maí - Reykjavík
https://timarit.is/publication/396

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.