Ísland - 01.10.1937, Page 2

Ísland - 01.10.1937, Page 2
2 ISLAND 1. okt. 1937. Bitstjórí og ábyrgðarmaður: JÓN Þ. ÁRNASON, Hávallagötu 29. Pósthólf 433. Verð: í lausasölu: 15 aurar. Á mán.: 50 aurar. Árg.: 6 kr. STEINDÓRSPRENT H. F. togstreitunnar milli fiskimála- nefndar og S. I. F. Þá er það krafa sjómanna og útvegsmanna, meðan þessar nefndir eru til, að fækkað sé meðlimum þeirra til stórra muna og allur reksturskostnað- ur þeirra stýfður stórkostlega. Væri meira en nóg að hafa þrjá menn í hverri nefnd. — 1 þessu sambandi má minna á, að á stofnfundi S. 1. F. bar Finnbogi Guðmundsson fram þá tillögu, að í stjórn þess væru aðeins þrír menn. Vilhjálmur sjóður, Jón leggjabrjótur o. fl. lögðust á móti þessu, og var tillagan felld. Loks er það krafa sjómanna og útvegsmanna, að þeir fái að ráða málum sínum sjálfir, en ekki einhver aðskotadýr er- lendra auðhringa. Þeir vilja ekki Vilhjálm sjóð og Jón Áma- son, sem eru umboðsmenn C. W. S., né heldur Héðinn olíu- sala, umboðsmann B. P., heldur vilja þeir menn úr sinni stétt, sem vita, hvar skórinn kreppir, og mestan hafa skilninginn á ráðum til úrbóta. Þetta er vilji sjómanna og útvegsmanna, hvers og eins ein- asta. En þeir eiga við ramman reip að draga, þar sem eru sín- gjöm og ófyrirleitin stjórnar- völd, með miskunnarlausa auð- hringi að baki sér. Til þess að fá vilja sínum framgengt verða þeir, sem sjávarútveg stunda, að þjappa sér saman, leggjast allir á eitt og sýna stjórnarvöld- unum í tvo heimana. Það er eina Ieiðin, sem fær er í þessu máli sem öðrum. Styrkur til blaðsins. Þjóðernissinni úti á landi sendi blaðinu í þessari viku 10 kr. styrk. Félagar! Styrkið allir blaðið ykkar með fjársendingum og útbreiðið það á allan hátt. ill!lllillllllllllllll!lllilllillllll!lllllllllllll! Slcrifstofcs F. Þ. verður framvegis opin alla virka daga kl. 5—7 e. h. !l!!llll!l!!!llll!ll!!!!liill!i!!!!ll!ll!lllli!l!l!l Matur er mannsins meginn. Markmið sérhverrar menn- ingarþjóðar er að geta af sér andlega og líkamlega heilbrigða niðja innan þjóðskipulags, sem veitir öllum sem bezta líðan. En heilbrigð hugsun fæðist aðeins í hraustum líkama. Mergurinn málsins er því, að í uppvexti og síðar sé þannig búið að líkam- anum, hvað fæði og klæði snert- ir, að hann styrkist og herðist, en veslist ekki upp í eymd og neyð. Gamall orðskviður segir: „Maturinn er mannsins meg- inn,“ er það spaklega mælt, þótt ef til vill sé nokkuð djúpt tek- ið í árinni. I anda þessarar reynslu lið- inna kynslóða hafa vísindin tek- ið að kryfja notagildi hinna ýmsu fæðutegunda fyrir mann- inn. Margar rúnir hafa verið ráðnar, en niðurstöðumar em þegar svo almennt kunnar, að óþarfi er að rekja þær hér til hlítar. Aðal inntak þeirra er í styztu máli, að til viðhalds og þroskunar líkamans þurfi efni, sem áður voru lítt kunn og nefnd hafa verið bætiefni og í öðru lagi, að til séu efni, sem brjóta niður hið jákvæða starf innan vefjo, líkamans; það eru ýms nautnameðul, sem felast t. d. í áfengi, tóbaki, kaffi o. fl. Því hefur löngum verið þann- ig háttað um mataræði Islend- inga, að erfitt hefur verið að- dráttar með allt nýmeti, sem er að jafnaði bætiefnaríkast. Á síð- ari árum hefur þó garðrækt færst talsvert í vöxt, en verður því miður enn um ófyrirsjáan- legan tíma af svo skornum skammti, að verð garðávaxta verður tæpast við almennings hæfi. Og um ávexti er það að segja, að lega landsins er ekki á þeim slóðum, að nokkumtíma muni geta hafist hér veruleg aldinrækt. Við verðum því, hvort sem okkur er það ljúft eða leitt að flytja ávexti og grænmeti til landsins frá öðr- um löndum, sem slík fram- leiðsla hentar betur. Þetta em óflóknar staðreynd- ir, sem valdhöfum síðari ára hefur, þrátt fyrir alhliða blindni, tekist að rata á. Ávextir og áfengi. En með nýjum herrum koma nýir siðir. Nú er slíkt öfugstreymi á þessu sviði, að það þykir ganga mannsmorði næst, ef einhvers- staðar fyrirfinnast nýir ávext- ir eða grænmeti, en samtímis þessu steypist flóðalda áfengis og annars munaðarvarnings yfir þjóðina. Það hefur löngum verið hefð hjá fylgifiskum nú- verandi valdhafa að kenna kaupmönnum um öll mistök í viðskiptum og þá ekki sízt um innflutning á skranvarningi og óþarfa. En nú er fokið í það skjólið, ef um mistök er að ræða á þessu sviði á síðari ár- um, verður engum um kennt nema alvaldri Innflutnings- og gjaldeyrisnefnd. Mistökin hafa átt sér stað, og það svo um munar. Því til sönnunar þarf ekki annað en að blaða í síðustu verzlunarskýrsl- um (fyrir árið 1935). Þar sést svart á hvítu, að á árinu 1935 voru fluttar inn svo nefndar munaðarvörur fyrir 3,4 milljónir; með öðrum orðum 7VÍ>% af öllum innflutningi landsmanna voru: vín, vínandi, öl, tóbak, kaffi og sykur. Það má að vísu til sanns vegar færa, að hvorki kaffi né syltur séu munaðarvörur í sama skilningi og vín og tóbak. En samt held ég að fáir verði þeir, sem neita því, að 46,5 kg. af sykri og 7,1 kg. að kaffi handa hverju mannsbarni í landinu á ári, sé til muna meir en góðu hófi gegn- ir. Að minnsta kosti meira en fátæk þjóð eins og við Islend- ingar erum, getur veitt sér. Enn ljósara verður þetta hófsleysi þegar athugað er, að fyrir 50 ár- um féll ekki nema 4,0 kg. kaffi og 8,2 kg. sykur á mann. Inn- flutningur á sykri hefur meir en fimmfaldazt á þessum tíma. Svo rammt kveður að, að í þessu ofáti stöndum við flestum þjóð- um Norðurálfunnar framar. En kaffið og sykurinn eru ekki stóru syndimar. Þar ber fyrst að nefna brennivín og tóbak. Án þess að frekar séu raktir lestir og skaðsemi tóbaks og áfengis, ætti hverjum sæmi- lega siðuðum manni að blöskra þau óskaplegu fjárútlát, sem þessar munaðarvörur hafa í för með sér. Á árinu 1935 kast- aði þjóðin hvorki meira né minna en 1,5 milljón króna út úr landinu fyrir þennan heilsuspilli. Og handbrögð valdhafanna á þessu sviði fengu því helzt áork- að að innflutningur áfengis óx um 25%. Að fjölyrða um þess- ar tölur og afleiðingar þeirra er þarfleysa, því að almenningi eru þær svo áþreifanlega kunnar. Þannig voru kaupin á rnun- aðarvörum árið 1935, 1936 og þannig verða þau 1937, aðeins stefnir sífellt á verri veginn. En hvað um ávextina ? Þar er annað uppi á teningnum. Það hafa verið höfð ósmávægileg endaskipti á þessum hluta til- verunnar. Áður var bannaður innflutningur á áfengi, en nú er bannaður innflutningur á ávöxt- um að viðlögðum sektum og tugthúsi. Og þótt leitað væri með logandi ljósi um allar Is- lands byggðir, finnst ekki svo mikið sem skrælingsskæni, nema ef til vill í húsakynnum hinna útvöldu í stjórnarliðinu. Hverju sætir þetta? spyrja fá- fróðir. Veigamesta röksemdin, sem manni mætir, er eitthvað á þá leið, að Skúli og aðrir fram- sóknamótar hafi ekki nærzt á ávöxtum í sínu ungdæmi og hafi þó orðið þetta; síðan kemur al- mennt nöldur um sparnað! Á árunum 1933, ’34 og ’35 fluttum við að meðaltali inn árlega af ávöxtum og grænmeti (kartöfl- ur ekki taldar með) sem hér segir: Nýtt grænmeti ....... 75,000 Nýir ávextir ....... 538,000 Þurkaðir ávextir____ 250,000 Samtals 863,000 Ef almenningur íhugar þess- ar tölur, getur niðurstaðan að- eins orðið ein: Á meðan Islend- ingar hafa efni á að eyða 1,5 milljón króna erlendis til kaupa á áfengi og tóbaki, þá hafa þeir efni á að eyða helmingi lægri upphæð til kaupa á ávöxtum og grænmeti handa börnum og sjúklingmn! Gjaf'ir eru yður gefnar. 812,700 kg. af kaffi, 100,700 af tóbaki og 148,500 hl. af á- fengi gera vafalaust mörgum glatt í geði á einu ári, en það er jafnvíst að þeir eru ekki færri, sem það skapar sorgir. Aðalat- riðið er þó, í hversu margt annað þjóðin gæti varið þeirri fúlgu, sem hún hugsunar- laust sóar í þessi stundargæði. Væri ekki hægt að byggja veg- leg stórhýsi fyrir þetta, reisa blómleg býli, gera út veiðiskip, í stuttu máli að skapa meiri og almennari vellíðan? Því verður ekki neitað, að 3,4 millj. (eins og allar munaðarvörur vorar kosta) er stór f járhæð, svo stór að hún er helmingurinn af því, sem allur togaraflotinn okkar er metinn á, og fyrir slíkt fé mætti margt gera. Það mætti á einu ári greiða byggingu Há- skólans, reisa spítala á Akur- eyri og síldarverksmiðju í Hindísvík, sem bræddi 10,000 mál á sólarhring. Fyrir þessa 1,5 milljón, sem við eyðum í á- fengi og tóbak mætti. t. d. reisa 120 nýbýli. Iiugsið ykkur 120 nýbýli á ári, allt Suðurlandsund- irlendið á fáum árum gul akur- breiða. Þetta eru aðeins sýnir, en þjóðarinnar er að gera þær að veruleika.

x

Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísland
https://timarit.is/publication/388

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.