Valsblaðið - 01.01.1939, Blaðsíða 4

Valsblaðið - 01.01.1939, Blaðsíða 4
4 V A LSBLAÐIÐ Takiö sefinguna rétt Hverjum manni er hreyfingar- þörfin meðfædd. Strax og barn- ið kemst á legg, lýsir hún sér i þvi, að það getur ekki lialdið kyrru fyrir stundinni lengur og þarf altaf að liafa eitthvað fyrjr stafni. Smámsaman breytist þetta meira í reglubundna leiki, þar sem hugmyndin er tekin úr dag- legu lífi eldra fólksins, og þann- ig áfram eftir þvi sem barnið eld- ist og því vex skilningur á leik og starfi. í beinu framhaldi af þessu koma svo iþróttirnar. Fra ómunatíð liafa þær verið stund- aðar i einhverri mvnd. Meðal Forn-Grikkja voru þær mjög i hávegum hafðar og teknar sem einn þáttur í uppeldi þjóðarinn- ar, en þar áttu þær einnig sinn hnignunartíma og liðu undir lok, um leið og þeirra menning. En gott málefni á sér sigur vísan, og iþróttirnar hófust aftur til vegs og virðingar meðal menntaðra þjóða, tóku á sig nýtt snið og meiri fjölbreytni. Iþróttagreinirn - ar eru nú svo margar og fjöl- breyttar, að meðal þeirra má segja að sé eitthvað fyrir alla, mismunandi eftir því, sem hæfi- leikar hvers eins og áhugi bein- ist að. Ég ætla mér ekki að fara hér út í hverja grein fyrir sig, heldur snúa þessu máli til vkk- ar, hraustu Valsmenn. Því er eins háttað með knatt- spyrnu og hverja aðra iþrótla- grein, að besta árangurs er fyrst að vænta af íþróttamanninum, þegar hann hefir fengið margra ára skynsamlega alliliða þjálfun. Það er öllum orðið ljóst, að til þess nægir ekki iþróltamönnum okkar að æfa aðeins fáa mán- uði yfir sumartimann, og leggja svo árar í bát hálft árið eða meir. Þetta hafa Valsmenn skilið, og nokkra undanfarna vetur liafl leikfimisþjálfun á vetrarstarfs- skrá sinni. Það sama tíðkast einn- ig lijá útiíþrótta- og knattspyrnu- mönnum erlendis. Leikfimisæf- ingar fyrir knattspyrnumenn verður að miða við það, sem þeim er gagnlegast, þegar til úti- æfinganna kemur, svo og kajjp- leikja. Þær verða að vera fjöl- breyttar og alhliða, en má ekki einblína um of á eitthvað sér- stakt atriði, t. d. að styrkja fæt- urna, sem er nauðsynlegt. En engu síður þarf að teygja og mýkja vöðva og liði, menn þurfa að venjast á að geta slappað vöðv- ana og læra að beita þeim á hag- kvæman liátt, þjálfa þá þannig, að þeir séu fljótir til viðbragðs og vinni ekki hver á móti öðr- um, og valdi þannig mikill orku- eyðslu umfram það, sem nauð- synlegt er. Vel ])jálfaður maður er fljótari að átta sig á óvæntum aðstæðum, sem fyrir koma en hinn minna æfði, og er því fær- ari að taka því, sem að höndum ber. — Það eru þegar of mörg talandi dæmi þess, að íþróttamenn okk- ar hafi slasast eða gefisl upj), vegna þess að þá hefir skort þrek og þjálfun, og ælti það ekki að viðgangast lengur, að illa undir- búinn maðnr taki ]>átt i erfiðri keppni. — Valsmenn, yngri og eldri! Not- AHUGASAMUR VALS- Kristján Helgason, miðstöðvakynd- ari, átti 60 ára afmæli 7. des. síðastl. Kristján hefir mikið yndi af að horfa á knattspyrnu og fylgist vei með æf- ingum og öllum kappleikjum. Hann lét innrita sig í Val fyrir nokkrum árum og hefir verið félaginu hin mesta stoð á ýmsan hátt, þött hann hafi aldrei iðkað knattspyrnu. Til margs um áhuga Kristjáns má geta þess, að ekki lék I. flokkur Vals svo leik í sumar, að ekki kæmi Kristján með ilmandi kaffi- sopa til að hressa upp á leikmennina í hálfleik. Eg rakst á Kristján á hjólinu sínu um daginn, og spurði hann, hvernig stæði á þvi, að hann hefði fengið svo mikinn áhuga fyrir knattspyrnu, og sagðist honum svo frá: „Fyrstu til- drög þess, að eg fór að veita knatt- spyrnu og iðkun hennar athygli, voru þau, að fyrir mörgum árum sá eg séra Friðrik Friðriksson með knött undir hendinni, og hóp drengja á eftir sér, vera að fara suður á Mela, til að „sparka“, eins og hann orðaði það. Eg hugsaði sem svo, að þar sem séra Friðrik stjórnaði þessu, hlyti að vera eitthvað göfgandi við þessa íþrótt. Síðan fór eg að venja komur mínar .sijðlir eftir, og eftir ]iví sem skilning- ur minn á íþrótlinni óx, eftir því meiri skemtun og ánægju haj'ði eg af að horfa á liana.“ Valsungar þakka Kristjáni alla stuðn- ing á liðnum árum, og óska honum alls hins bezta i framtíðinni. * H. B. færið ykkur æfingarnar í vetur, leggiö ykkur alla fram og athug- ið, til livers verið er að vinna, finnið hvernig ykkur vex krafl- ur, mýkt og þol, og verið vel und- irhúnir fyrir sumarið. Munið, að því nær sem dregur markinu, þess meiri verða örðugleikarnir. — Byrjið nýja árið með því að mæta á æfingum fclags ykkar. Bahlur Kristjónsson. Framköllun. Kopíering. Stækkanir. Notið Kodak filmur. Kodak.- Hans Petersen.

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.