Valsblaðið - 01.01.1939, Blaðsíða 2

Valsblaðið - 01.01.1939, Blaðsíða 2
2 VALSBLAÐIÐ bíða okkar mikil og margvísleg verkefni, er aðeins verða leyst með sameiginlegum átökum og einbeittum vilja. Verkefni, er lyfta munu félaginu til meiri vegs og virðingar og göfga sjálfa oss og gleðja, ef við aðeins vinnum að þeim af alúð og drenglund. Á þessu ári befir Val, ásamt knattspyrnufél. Vikingur verið boðið að senda til Þýskalands 20 manna flokk til að keppa þar 4—5 leiki við úrval úr nokkrum borgum á Vestur-Þýskalandi. Er þegar afráðið, að af þessum 20 mönnum verði 13 frá Val, en 7 írá Víking. Er að þessu virðing mikil fyrir félag vort, en veg- semdinni fylgir vandi nokkur, því slíkir flokkar eru ekki aðeins full- trúar félags síns, heldur og allr- ar þjóðarinnar. Þá er von á, að hingað komi góður skoskur eða enskur knatt- spyrnuflokkur á vegum K.R., en honum er ætlað að keppa við ein- stök félög og úrvaislið. Og loks er að verja þá titla og gripi, sem unnust s.l. sumar, og auka við þá eftir mætti. Ætti þetla að vera knatt- spyrnuiðkendum okkar nægileg bvöt til að sækja vel æfingar og leggja sig af alúð fram til þess að sýna enn betri og drengilegri leiki en nokkru sinni fyr . Til þess að fé'Iagíið láti ekki sitt eftir liggja, að keppendum okkar megi auðnast að Jiá svo góðum árangri sem unt er, hefir félagið ákveðið að ráða til sin, á næsta sumri, fyrsta flokks erlend- an knattsjjyrnukennara, er starfi bér mánuðina apríl—ágúst. Ekki er emi ráðið hver verður fyrir valinu, en félagið stendur í bréfa- skriftum við knattspyrnusam- böndin í Danmörku, Þýskalandi og Englandi um það mál. Þar sem það er mjög dýrt að lialda slik- an kennara, þá treystum við þvi að knattspyrnumenn okkar geri sitt ítrasta til að notfæra sér þann fróðleik, sem hann hefir upp á að bjóða. Meðal annars með því að byrja nú þegar að sækja æf- ingar félagsins og lialda þvi á- fram fram á sumar. Af öðrum áhugamálum okkar vil ég nú aðeins nefna eitt, sem við jafnframt vonum að nái að rætasl þegar á næsta sumri, en það er bygging skíðaskála. Vegna siaukins áhuga innan félagsins fyrir því, að félagið eignist eigin skíðaskála, á góðum stað, ekki allt of langt frá Reykjavík, þar sem starfandi Valsmenn einir liafa aðgang að, þá réðist stjórn- in i að stofna sérstakan sjóð í þvi augnamiði. Hefir sjóður þessi aukist og er nú um 1000 krónur. Með sameiginlegum átökuin og brennandi áliuga megnum við að reisa slíkan skála, á fögrum stað, þegar á þessu ári. Ef þessi áhugamál okkar, á- samt ýmsum öðrum, sem ofar- lega eru í hugum okkar, eiga að ná fram að ganga, verða allir fé- lagsmenn að standa saman sem einn maður og stuðla að þeim á allan hátt. Til þess að létta okk- ur þessi störf og efla og treysta bræðabönd okkar og vináttu, höf- um við ráðist í að gefa út innan- félagsblað það, er með þessu liefti hefur göngu sína. Ég vona, að þið lakið því allir opnum örmum og látið það tengja ykkur enn traust- ari böndum við félagið. Ólafur Sigurðsson. K. F. U. M. 40 ÁRA. Fimtud. 5. þ. m. bélt K.F.U.M, í Reykjavík hátíðlegt 40 ára af- mæli silt, með fjölmennum og mjög hátíðlegum Aðaldeildar- fundi í húsi félagsins, en stofn- dagur er 2. jan. 1899. Saga Iv.F.U.M. liér á landi er öllum Valsungum svo kunn, að óþarft er að rekja hana liér, enda verður það ekki gert í svo stuttu máli. liins vegar hefir starfsemi þess haft svo djúptæk áhrif á alla æsku þjóðar vorrar og bæjarfé- lags, og þá ekki sist á þá grein Iv.F.U.M., sem við skipnm sér- staklega, að við getum eigi látið hjá líða að þakka það nokkuð. Valur er ekki aðeins stofnaður af nokkrum ungum mönnum úr K.F.U.M., heldur innan vébanda þess og sem sérstök deild í þvi. Félag vort fékk Jjví i vöggugjöf það besta, sem slíku félagi gelur hlotnast, góða og kristilega upp- alda meðlimi og handleiðslu göf- ugra manna, er skyldu gihli knattspyrmmnar til lilítar. Hefir starfsemi Vals og öll framkoma Valsunga markast af þessu æ síð- an, enda notið sömu handleiðslu og skilnings alla tíð. Valur þakkar því K.F.U.M., og séra Friðrik sérstaklega, af alliug tilveru sína, skilning hans á hinu sanna gildi knattspyrnunnar og góða og göfgandi handleiðslu í rúm 27 ár. Það er og ósk Vals til handa K.F.U.M., og alþjóð, að bless- un guðs bvíli yfir starfsemi þess og hún megi aukasl og eflast um aldir. sooíiöooíiíííioííísísöoísísooooíiooooöttoíioooíieoíiíiöoíittoooooísoöíiísosísoísöísíiíittíiíiíiísíiottísísttöoíiísíioíiíioöíiíiöoqí; íí ni! MUNIÐ ö «5 o Vátryggingarskrifstofu Sigfúsar Sighvatssonar LækjargÖtu 2.------------------------------ « « « « % Söottöööttoísottttttöttöttöoöttottttoöottöottooíttooööttöööottttööooooöttöottottoöööoottoöööoooööoöttttttoottöttoos Sími 3171.

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.