Valsblaðið - 01.02.1940, Síða 4
4
V ALSBLAÐIÐ
Árangurinn á knattspyrnumót-
unum s.l. sumar, má telja mjög
góðan, þó að Valur hafi tapað
Islandsmótinu að þessu sinni, en
það hafði Valur þá unnið 4 sinn-
um í röð. Varð það til þess, að
Valur vann einu mótinu færra en
árið áður, eða aðeins þrjú mót:
Reykjavikurmótið, 1. flokks mót-
ið (Glæsisbikarinn) og 3. flokks
haustmótið. Læt eg hér til gam-
ans fylgja útdrátt úr skýrslu
stjórnarinnar á síðasta aðal-
fundi, er sýnir, að árangurinn er
með ágætum. Hins vegar verður
ekki af honum séð, að á sumum
þeim mótum, er Valur lapaði, var
Valur samt talinn hetri hinum fé-
lögunum, jafnvel af blöðum, sem
ekki hafa verið tiltakanlega vin-
veitt Val i dómum sínum (t. d.
Alþ.bl. um Islandsmótið).
Alls hefir félagið háð 54 kapp-
leiki á árinu, unnið 31, tapað 14
og gert 9 jafntefli. Skorað 109
mörk gegn 46. Old boys keptu 3
leiki, unnu 2, en töpuðu 1, skor-
uðu 3 mörk gegn 2.
Meistaraflokkur kepti 15 leiki,
vann 9, tapaði 2, jafntefli 4, skor-
aði 47 mörk gegn 17.
1. flokkur (B-Iið) kepti 9 leiki,
vann 7, tapaði 2, jafnt. 0, skor-
aði 31 mark gegn 11.
2. flokkur kepti 11 leiki, vann
5, tapaði 5, jafntefli 1, skoraði 15
mörk gegn 13.
3. flokkur kepti 12 leiki, vann
7, tapaði 3, jafntefli 2, skoraði 20
mörk gegn 5.
4. flokkur kepti 4 leiki, vann
1, tapaði 1, jafntefli 2, skoraði 3
mörk gegn 2.
Kæru félagar! Þó við höfum
fylstu ástæðu til að vera ánægð-
ir með árangurinn af starfi fé-
lagsins á liðnu ári, þá er því ekki
að leyna, að liann hefði getað ver-
ið margfalt hetri. Látum okkur
vinna það upp á þessu ári, sem
við höfum vanrækt á því liðna,
tökum höndum saman og styðj-
um stjórnina i störfum hennar
undir forystu hins unga og ötula
nýja formanns, Sveins Zoega. —
Verkefnin eru mörg og vinnan
mikil. Sækjumvel æfingar ogstyðj-
um af mætli hvert ])að máloghug-
sjón, sem lyfta má félagi voru til
meiri vegs og virðingar. Ö. Sitj.
Sveinn Zoéga
i'ormaður
Vals.
Nú er nýtt starfsár hafið lijá
okkur í Val. Við getum liorft aft-
ur i tímann með ánægju yfir það
tímabil, sem liðið er. Við höfum
séð áhugamál Valsmanna rísa úr
þokukendum draumórum og
verða að veruleika. Við höfum
séð glæstar vonir þeirra drengja,
er hófu starfið, rætast, — rætast
betur en nokkur þeirra liafði þor-
að að vona. Við liöfum upplifað
sjálfir, að lítið, fáliðað félag, eins
og Valur var í fyrstu, er nú orð-
ið að fjölmennu, þróttmiklu fé-
lagi, — besta knattspyrnuíelagi
Reykjavíkur. En á bak við þetta
alt liggur milcið starf margra á-
lnigasamra, vígreifra félaga, sem
vildu leggja að sér til þess að ná
setlu marki. Það mætti rita marg-
ar langar greinar um þá fórnfýsi
og dugnað, er þeir þurftu að sýna
til að koma áhugamálum sínum
í framkvæmd.
Ennþá biða ýms áhugamál Vals
manna úrlausnar, áhugamál, sem
við verðum að lirinda af stað nú-
þegar og framkvæma. Þar á með-
al eru ýms stórmál, sem velgengni
Vals veltur á um ókominn tíma.
Við þurfum að eignast fullkomna
velli, bæði grasvelli og malarvelli,
við þurfum að koma upp fim-
leikahúsi, félagsliúsi (,clubhúsi‘),
og tennisvöllum. Við þurfum að
skapa f jölþættara og betra félags-
Jíf. Við þurfum að eignast öfluga
sjóði, fastar tekjulindir til að
standast kostnað af félagslífinu,
framkvæmdastjóra og þjálfara
alt árið. Við þurfum að fá fleiri
styrktarmeðlimi og þannig mætti
lengi telja. AIl þetla þurfum við
að framkvæma og miklu meira,
en ]>að lekst ekki, nema að all-
ir, eldri og yngri Valsmenn, taki
höndum saman og vinni að þessu
með samhug og einingu undir
merki Vals. Þið, Valsmenn, sem
hættir eruð „að æfa“, rnunið, að
enda þótt þið séuð liættir æfing-
um hjá félagi ykkar, þá þarf Val-
ur á ykkur að halda. Hann treyst-
ir því, að þið allir, eldri sem
yngri, vaknið nú til dáðríkra
starfa fyrir félag ykkar. Komið
og starfið, lakið virkan þátt í fé-
lagslífinu með okkur hinum, sýn-
ið að þið viljið vera sannir Vals-
menn. Hjálpið okkur til að fram-
kvæma áhugamál okkar, hjálpið
Val lil að skapa lirausta og hug-
djarfa æsku fyrir land okkar og
þjóð.
Þið, sem takið þátt i æfingum,
eg vil skora á ykkur að mæta vel
á allar æfingar. Æfið af kappi
og alvöru, því enginn árangur
engin fullkomnun næst nema með
stöðugri æfingu. Minnist þess, að
þið hafið ekki aðeins öll réttindi
í félaginu, heldur liafið þið líka
skyldur, skyldur við félag ykkar
og ykkur sjálfa.
Valur treystir nú á ykkur, set-
ur allar sínar vonir i samband
við ykkur. Bregðist ekki þvi
trausti. Það á Valur ekki skilið
af neinum okkar.
Leggið það á minnið, að við
töpuðum sumum mótunum s.l.
sumar, enda þótt við ættum þar
sterkustu liðin, einungis af því að
við vorum of sigurvissir. Höfum
það því liugfast, að ekkert mót
er unnið fyrirfram. Fyllumst því
ekki sigurvissu fyr en að sigri
loknum, hversu mikla yfirburði
sem við álítum að við höfum yf-
ir liina í leikbyrjun.
Setjið ykkur það takmark, að
vinna nú á sumri komanda öll
mót með greinilegum yfirburðum
yfir hin félögin. Leikið af dreng-
skap og festu og athugið, að eng-
inn eiiin getur neitt, en heildin
alt. Strengið þess heit, að vinna
með Val að fullkomnun knatt-
spyrnunnar, starfið fyrir Val, iðk-
ið knattspyrnu ykkur sjálfum, fé-
lagi ykkar og þjóð til sóma.
~____________________Su. Z.
Lciðrétting.
í síðasta blaði fétl niður lina i kvæði
Guðm. Sigurðssonar. Á eftir „langir
slánar, kaupmannsdætur“ komi: „Ýstru-
belgur, andstæðingur?"