Valsblaðið - 01.02.1940, Qupperneq 8

Valsblaðið - 01.02.1940, Qupperneq 8
8 VALSBLAÐIÐ SKIÐAÞATTUR PÁSKAFERÐ 1939 Yfir Kjöl að Súlum EFTIR GUÐM. SIGURÐSSON Yfir bygðinni morguninn blikaði fagur, yfir bæinn rann heiðríkur, sólbjartur dagur, það var upphaf að inndælum túr. — Það var staflað í bílinn af pinkhun og pokum, og pottum og könnum og diskum og lokum. Síðan rendum við Reykjavík úr. Það var haldið úr bænum, með hugann á fjöllum, það hljómaði’ í bilnum af söngvum og köllum. Þá voru’ allir svo léttir í lund. í Kjósinni þurftum við klára að lána, við keyrðum alt dótið á þeim yfir ána, það var skrítin og skemtileg stund. Yfir ána við selfiuttum hópinn á liestum, og þeir Hrólfur og Jóhannes skemtu’ okkur flestum, því að svipurinn þeirra var súr. Þeir Egill og Gvendur þar æptu af kæti og upp á þeim brúna þeir fengu sér sæti og sungu í sitt hvorum dúr. Svo kom Mósi með Dídí þar dansandi yfir, og þeir Dolli og Jóhannes æptu: Hún lifir. Já, hann Mósi var skínandi skinn. Siðan komu þeir yfir með skvampi og skvettum, þeir Skarphéðinn, Björsi, með fettum og brettum, og hann Dolli í síðasta sinn. — Þá var haldið upp fjallið, sem teiðin þar liggur, það var tangur og erfiður fjallshlíðarhryggur, yfir mela og gjótur og gjár. Og Mósi með skíðin öll þrammaði þægur, en þungur var brúnn gamli, hræddur og stægur, það var hálfgerður hallærisklár. Og þau Egill og Dídí þar aftan í héngu, og á undan þeim Dolli og Jóhannes gengu, svo kom Hrólfur með hávaða og söng. En brún gamla teymdu þeir Björsi og Gvendur, og blessuðu dreng, sem var með okkur sendur. En honum Skarphéðni leiðin fanst löng. Undir hádegi mjallahvít brúnin við brosti, ])á var borðað í hasti í sólskini og frosti, nú var listugt það langferðafólk. Það var sneift niður brauð handa Björsa og Gvendi og brosandi „sonurinn" rétti út hendi, en hann Egill, hann mældi þar mjólk. — Eftir hálftima borðhald var hópurinn saddur, þá var hlíðin og snjólausi dalurinn kvaddur, þvi á hrúninni blasti við snjór. Siðan hárum við dótið alt beint upp i snjóinn, þá blasti við útsýnið langt út á sjóinn. Þá var sjóndeildarhringurinn stór. Nú var ærið að starfa við sleðann og fleira og stunur og drunur þar glumdu í eyra, það voru’ ósköp sem gengu þar á. Þar fór smiðurinn okkar að slá saman sleðann, en strákarnir smurðu öll skíðin á meðan Þá var gaman hann Gvend litla’ að sjá. Þegar smiðinni lauk, þá var smiðurinn hyltur, þessi smágerði, hægláti, rauðhærði piltur, sem með hamri á hnúana sló. — Og loks var hann tilbúinn langferða-sleðinn, þá ljómuðu i framan þeir Dolli og Héðinn, en hún Dídí þar dansaði’ í snjó. Fyrir sleðann nú spentu sig sporléttir strákar, og ]>eir spyrntu og toguðu rétt eins og fákar, sem að kúskur með keyrinu slær. Og svitinn nú bogaði’ af baki og vanga, og Björsa finst erfitt um kjölinn að ganga, en hann Dolli að hættunum hlær. Og i sólinni fannhvítir tindarnir titra, í tíbránni mjallhvítar fannirnar glitra. IJér var golan svo hressandi’ og hrein. Og veðrið svo fagurt og fannirnar breiðar, en freistandi’ að kanna þær ókunnu heiðar, sem að Snjórinn nú huldi hvern stein. Svo var þrammað á skíðunum þvert yfir kjölinn. (Hún var ])ynnri á sleðanum aftasta fjölin), enda heyrðust þar brestir og brak. Samt gekk ferðin að óskum um fönnina hvíta og fagurt var nú upp á Súlur að lita, þó að bogið og þreytt væri bak. O’naf kjölnum var erfitt að komast með sleðann, þar var hvinandi hengja og gil fyrir neðan, nú varð hópurinn hérumbil strand. En Dolli á nndan þar ofan var sendur og úppi á brúninni hópurinn stendur og lítur hið fannhvíta land. Og Dolli í hvelli þar hvarf okkar sjónum, en kom svo þó aftur í Ijós út úr snjónum, eins og tinnsvartur títuprjónshaus. Og langt fýrir neðan við sáum hann sveigja. Nei, sá var nú ekki að lirapa og deyja. Við svoleiðis leik var hann laus. Niður gilið nú lögðum við, bognir í baki, nú var betra að sleppa’ ekki á böndunum taki, og nú hamaðist hjartað og sló. Þeir spyrntu og toguðu’ af almættis afli, en áfram þaut sleðinn á glerhörðum skafli, og þá alla á eftir sér dróg. Og þeir Jóhannes litli og Hrólfur og Héðinn þarna hentust á sámskonar „blússi“ og sleðinn, sem að alls ekkert fyrir þeim fann. Og Hrólfur með bakið á skaflinn þar skeltist, en Slcarphéðinn drógst þar í böndum og veltist, og hann Jói á rassinum rann. En þeir Gvendur og Egill í gilinu sátu, þeir göptu af undrun og snjóinn þar átu, þvi að þorstinn er mannanna mein. Og þeirra var hlutverk að hlægja og gapa að hinum, sem vóru með sleðann að hrapa, kannske meiddust og brutu sín bein.

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.