Valsblaðið - 01.02.1940, Page 9

Valsblaðið - 01.02.1940, Page 9
VALSBLAÐIÐ 9 Þarna liðaðist sleðinn og lagðist nær saman. ÞaS var laglegt að sjá okkar hetjur i framan, sem að samspil i brekkunni brast. Samt stóðu þeir upp, þó að stirð væri höndin, af sleðanum brotnum þeir leystu nú böndin. Það var ekki um annað að fást. — Nú vórum við lausir við kjölinn þann kalda, og hvergi var betra en hérna aS tjalda. — Hér í dalnum var yndisleg á. Og allir nú fengu hér æriS að starfa, og aumingja Gvendur, nú líktist hann karfa, liann var rauður frá toppi að tá. En nú var hún, blessaða sólin, aS setjast, og sjálfur var hópurinn farinn að letjast, því að erfiS var leiðin og löng. En samt var nú tjaldað með orku og afli, og allir hér hvildust á glerhörðúm skafli, rneðan primusinn suðaði’ og söng. Nú var borðað og drukkið úr dósum og lokum og Dídí nú skamtaði’ úr kössum og pokum; hún var sjálfkjörin húsmóðir hér. Og mikið var drukkið og mikið var étið, það minkaði óSum í pottinum ketið. Það var eins með liið íslenska smér. — Og allur fór hópurinn saddur að sofa, og samtaka þurftum við daginn að lofa, allar hættur og torfærur hans. — Um morguninn Björsi varð fyrstur á fætur. Af fögnuði’ og sælu nú hlær hann og grætur yfir fegurð liins langþráða lands: Ó, Dolli! Ó, Dolli! Hve dýrSleg er sólin! Hve dalurinn Ijómar. Ó, sérðu’ ekki hólinn? .. .. Hann glampar sem gimsteina-höll. •— Og nú vóru kannaðar brekkur og bungur og brunað á skiðum um ása og tungur og hin heillandi, fannhvítu fjöll. Ó, hve sólin er skær og hve skíðin vel renna. (Nú er Skarphéðinn farinn á herðum að brenna). Samt var þrammað um landið i lest. — Og dagurinn líður i heillandi hliSum, og hópurinn brunar um fjöllin ó skíSum, þar til sólin i vestrið er sest. Þá er haldið sem fyrst nið’rí dalinn vorn djúpa og drukkin vor kraftmikla teninga-súpa, sem að eykur vort þrek og vort þor. Og brandarar fiúka og hláturinn hliómar. en Hrólfur i fljótheitum hrauSsneið sér gómar. þvi að hann er að falla úr hor. Þegar sólin var horfin, var svalt niðr’í dalnum, þó var sungið Ó, Jósef og Jónas i hvalnum. Þar var myndaður margradda kór, með Hrólfi og Agli og Héðni i bassa, en hinir af alt öðrum söngvara-klassa, og hún Didí i sópran sig sór. — Upp á Súlur var haldið með hrópum og köllum, nú var hugurinn léttur og glaður hjá öllum, og nú var skapið svo Ijómandi létt. Og glaðir við héldum upp hjalla og ása, en hinkrað var oft til að mása og blása. Svo var aftur úr sporunum sprett. Og þannig gekk ferðin i þrjá tiina heila og þar mátti alls engu muna né feila. Þar var bisað og stritað og strítt. — En loksins við tindinum langþráða nóðum og litum það útsýn, er allir við þráðum. — MikiS ljómandi er landið mitt fritt. Alt var laugað í sólskini landið mitt hvita. MikiS lifandi ós'köp var fagurt að líta yfir bygðir hins brosandi lands. Og brekkurnar vart munu fegurri finnast, og fljótur var hópurinn af þeim að ginnast, eins og perlum með gimsteina glans. — Nú var lagt niður brekkuna löngu og stóru, það var laglegt að sjá, hvernig drengirnir fóru. ÞaS var Egill, sem vígði þann völl. Hann fór eins og skopparakringla á skrölti og skíSið sitt misti — en eftir því brölti. Það voru skrítin og skemtileg föll. Skyldi vinur minn, Dolli, í dauSanum lenda? Ó, nú datt hann og snerist á öfugan enda, og fæturna sinar ei fann. Og langt niðr’í brekkunni’ eg horfði’ á hann hrapa. .Tá, hér á hann Dolli minn lífinu að tapa. Það var rosalegt, hvernig liann rann. Nei, hann Dolli var lifandi eftir sem áður, aðeins svolítið blautur og kaldur og hrjáður. Þar var áhyggjum óðara fleygt. — Og glatt er i súlnanna seiðandi hlíðum, i sólskini’ og hita — á hikkori-skíðum, þar var hoppað og sungið og sveigt. Nið’rí dalinn við héldum þá degi tók að halla, það var dásamleg ferð niður Súluna alla. Nú var hrunað á fljúgandi fart. Og niðri við tjöldin var klingjandi kæti, þaS kunni sér enginn af fögnuði læti. Hér var lífið svo Ijómandi bjart. — Strax í hiti um morguninn héldum við héðan, nú var hamast að pakka og gera við sleðann, sem að brotinn í brekkunni lá. Og niður i skyndi við tókum nú tjöldin. Nú trítlaði glaður af stað allur fjöldinn og hélt yfir hliðina há. Hérna voru þeir Egill og Héðinn nú kvaddir, yfir Hengilinn fóru þeir glaðir og saddir og léttir með brosandi brá. T Jósefsdal ætluðu kempurnar knáu. En hvenær þeir dalinn og skálann sinn sáu þeir sjálfir l)ví sagt geta fró. — Senn er endaður túrinn með allan sinn Ijóma. Nú eru’ allir með pokana hérumbil tóma, þó er hlaðinn á sleðanum stór. — AS Stíflisdal komum við svangir og sveittir og svolítið blautir og kaldir og þreyttir, því að veðrið nú versnandi fór. En þaðan við héldum í hil o’ní hæinn og blessuðum túrinn — og síðasta daginn; alt hans erfiði, gaman og grin. — Og fögur er minning þín, fjallanna hringur, af fögnuði miklmn nú hjarta mitt syngur: Eg kem aftur, — kem aftur til þín. G u S m. S i g.

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.