Valsblaðið - 24.12.1958, Blaðsíða 12

Valsblaðið - 24.12.1958, Blaðsíða 12
8 , s ) i *a VALSBLAÐTÐ V 'N Eftirfarandi grein er eftlir Grím Gunnarsson blaðamann, en hann er sonur Gunnars Gunnarssonar skálds. — Grímur er búsettur í Danmörku og ritar mikið um íþrótta- mál. Grein þessi birtist í blaðinu Hjemmet í september s. 1. v___________________________________ _____________________________________________________________J\ HEIMSFRÆGUR Á 2 MÍNÚTUM EtaÁilíutnaluHnh ,Pfljú(fan4r GARRINCHA bejti kœgri-útket'ji í ke/'mi Að leiknum milli Brasilíu og Rússlands — í heimsmeistara- keppninni í fyrra sumar loknum, þar sem Brasilía sigraði glæsi- lega, lét Netto, einn víðfrægasti leikmaður Rússanna, sér um munn fara eftirfarandi orð, þar sem hann sat inni í búningsherberg- inu: „Þetta var ekki knattspyrna. Þetta var list“. Netto vissi sann- arlega hvað hann söng. En nú hafði hann kynnst því, sem hann hafði aldrei látið sig dreyma um áður, hvað þá meir. Hann hafði nú séð rússneskt knattspyrnulið ekki aðeins hljóta slæma útreið, á þá mörgu góðu og stóru sigra, sem II. flokkur vann 1954, og sig- urár meistaraflokks 1956, þegar Valur varð íslandsmeistari, en tapaði af óheppni bæði Reykja- víkur- og Haustmóti. Þessum árangrum má mikið þakka sam- heldni og áhuga þeirra, sem æfðu og kepptu. Hins vegar má benda á hina sundurlausu hjörð sem æft hefur og keppt fyrir Val undanfarin tvö ár, svona eins og fyrir gamlan kunningsskap. Það er eins og það sé undir heppni komið hvort æfingarnar og samstarfið beri árangur, og „smelli“ eins og Hermann kallar það. Það þarf að gera róttækar ráð- stafanir, ef ekki á að sækja í sama horfið. Hvernig væri t. d. að fara þess á leit við Albert Guðmundsson, að hann reyndi að láta það „smella“? heldur vera „leikið sundur og saman“, án þess að það kæmi nokkrum vörnum við sem heitið gæti. Vissulega gefur þetta vísbend- ingu um styrkleika Brasilíu- manna. En það segir ekki allt, því er þeir léku við Frakka síðar, sýndu þeir enn betri leik — og í sjálfum úrslitaleiknum, við Svía, bættu þeir enn við sig. Sérfræðingar hafa aldrei áður verið eins á einu máli eftir heims- meistarakeppni og í þetta sinn. Allir sögðu þeir einum rómi: „Engin þjóð í víðri veröld leik- ur eins góða knattspyrnu og Brasilíumenn. Aðeins ,,undraliðið“ ungverska frá 1954 hefði möguleika, en næsta litla þó, til þess að komast á hlið við þá. Mönnum hafði alltaf verið það ljóst, að Brasilíumenn voru ein af forystuþjóðum á sviði knatt- spyrnuíþróttarinnar í heiminum. En hvað var því valdandi, að þeir voru svo miklu betri en nokkurn hafði órað fyrir? Meginástæðan til þessa, var meðal annars, að auk þess, sem Brasilíumenn léku auðvitað á Suður-amerískan hátt, þá tileink- uðu þeir sér líka aðferð Evrópu- manna. Þeir höfðu fullt taumhald á hinu gneistandi skapi sínu, án þess, að það drægi nokkuð úr leikfjöri þeirra, og þó á móti blési öðru hvoru dróg það engan kjark úr þeim. Hinir undursam- legu listamenn áttu í ríkum mæli skarpskyggni vísindamannsins. Þá áttu Brasilíumenn í liði sínu ýmsa af snjöllustu einstaklingum heimsins á knattspyrnusviðinu. Þetta sambland af gneistandi skapgerðarfjöri, nákvæmni, sam- vinnu og einstaklingshyggju gerði þá ósigrandi og tryggði þeim meistaratitilinn. Margir hinna brasilsku leik- manna munu lengi lifa í minningu þeirra, sem sáu þá að leik, en einn mun þó einkum verða minn- isstæður þeim, sem sáu „sýning- ar“ hans, því að „sýning“ var það. Ógleymanleg sýning, „er endurminningin merlar æ, sem á mánasilfri“ þeim hundruðum þús- unda, sem þess urðu aðnjótandi. Nafn þessa listamanns er Garrincha. Ef til vill er hann sér- kennilegasti knattspyrnumaður, sem komið hefur fram í heiminum til þessa. Hann fæddist vanskapaður. Hann var ekki það, sem kalla mætti „eðlilega“ hjólbeinóttur. Fætur hans voru þannig, að þeir mynduðu núll. Annar fóturinn var lengri en hinn. Hann mun aldrei geta gengið, sagði læknirinn í sveitaþorpinu, þar sem Garrincha fæddist. En hann gat bæði gengið og hlaupið, er stundir liðu. Hann naut þess að leika sér að knetti. Frá morgni til kvölds hljóp hann um berfætt- ur og spyrnti knetti. Sjaldnast með öðrum. Oftast einn síns liðs. Dag nokkurn kom eitt frægasta knattspyrnulið Brasilíu í fæðing- arþorp hans og lék þar. Eftir leikinn sögðu nokkrir af leik- mönnunum, fararstjóranum frá því, að þeir hefðu séð sérkenni- legan leikmann í liði þorpsbúa, og þeir báðu fararstjórann um að at- huga þenna leikmann nánar. Þetta var Garrincha. Hann var sóttur þegar í stað og reyndur í leik milli liðs nr. 1. og 2. Hann var settur í stöðu hægri útherja í liði nr. 2. Á móti hon- um var til varnar Nilton Santos, bezti bakvörður Brasilíu, og að því að talið er, bezti bakvörður í víðri veröld. 1 hléinu kallaði for- stjóri félagsins, Santos fyrir sig og sagði við hann: „Hættu þessum hláupum og hringli. Ég vil í alvöru sjá, hversu strákurinn er megnugur, en það get ég ekki nema að þú sýnir

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.