Valsblaðið - 24.12.1958, Blaðsíða 5

Valsblaðið - 24.12.1958, Blaðsíða 5
JÓLIN 1958 11. TÖLUBLAÐ VnLSBLHÐIÐ Útgefandi: Knattspymuíélaglð Valur. - Félagsheimill, iþróttahús og leikveliir að Hlíðarenda við Lauíásveg. - Ritstjórn: Einar Bjömsson, Frímann Helgason og ólaíur Sigurösson. - Auglý8lngu8tjorar: í'riójon Guoujomsson og Hermann Hermannsson. - Ísaíoldarprentsmiðja h.f. SÉRA FRIÐRIK FRIÐRIKSSON: (jleiilecf jcl! Hér um bil 700 árum fyrir fæðingu Krists kom orð Guðs til Jesaja spámanns. Hvort hann sá þafi í sýn, eöur þaS var boðskapur í orðum, vitum vér eigi. Og spámaðurinn varð hrifinn og naut þar sinnar jólagleði, án þess að hann vissi, að svo væri. Boðskapurinn, sem þá hljómaði út yfir byggðir Júdeu, hljóðaði þannig hjá spámanninum: „Bam er oss fætt, sonur er oss gefinn. Á hans herðum skal höfðingjadómurinn hvíla. Nafn hans skal kallast undraráðgjafi, guðhetja, ei- lifðarfaðir, friðarhöfðingi. Mikill skal höfðingjadómurinn verða og friðurinn engan enda taka á hásæti Davíðs“. Þessi orð rættust 7 öldum siðar. Þá bar svo við, að bam fæddist í Betlehem, og nú hljómaði fyrir hirðunum á Betlehems- völlum hinn skýri boðskapur engilsins: í idag er yður frelsari fæddur, sem er Drottiwn Kristur i borg Daviðs. Og sam- tímis var hjá englinum fjöldi himneskra hersveita, sem lofuðu Guð og sungu: ... Dýrð sé Guði í upphæðum, og friður á jörðu með þeim mönnum, sem hann hefur velþóknun á. Og þetta barn, sem fæddist i Betlehem, var það, sem spámaðurinn sá i anda, sonurinn, sem var oss gefinn. Og hann ólst upp og gekk um kring i Galíleu og lcallaði sjálfa/n sig mannssoninn. Hann er gjöf til allra manna, sem vilja taka á móti honum og fylgja honum i trú, svo að allir þeir, sem vilja, geti eignazt, hlut- deild í honum. En þjóð hans útskúfaði honum, og í staðinn fyrir að hljóta há- sæti Davíðs forföður hans, var hann hafinn upp og negldur á kross. En yfir krossinum stóð að ráðstöfun Guðs sem yfirsknft og sakargift: Jesús frá Nazar- et, konungur Gyðinga. Og harni var lagður í nýja gröf, en á þriðja degi reis hann upp frá dauðum. Steig siðan upp til himna og settist til hægri handar Guði föður. Þar er lcon- ungshásæti hans nú. Og allir þeir, sem á hann trúa eru þegnar hans, og hann er hinn eilifi konungur þeirra. Og alla tíð ■ síðan á dögum Jesaja spámanns fram til vorra daga hefur hann reynst öllum sín- um sem undirráðgjafi, guðshetja, eilifð- arfaðir, friðarhöfðingi. Og þeir, sem i sannleika vilja fagna jólunum í minningu um fæðingu frelsarans, eignast öll þau gæði, sem spámaðurinn og guðspjalla- mennimir hafa kunngjört oss. Og þú. ungi, kæri Valsmaður, átt þess kost á þessum jólum að eignast það, sem spá- maðurinn spáði um, þú átt þess kost, að jólabarnið verði þér sá undraráðgjafi, sem leiði þig á öllum þinum framtíðar- brautum til þess að öðlast hina réttu hetjudáð í leik þínum og lifi, svo að friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi haldi huga þinum og hjarta i samfélagi við föður eilífðarinnar, Drottinn vom, Jesúm Krist. Svo óska ég þér, áð þessi jól verði þér hamingjusöm og blessunarrik.

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.