Valsblaðið - 24.12.1958, Blaðsíða 30

Valsblaðið - 24.12.1958, Blaðsíða 30
26 V ALSBLAÐIÐ astur var Valur, þegar veruleg rækt var lögð við hana. Fyrir- komulag á æfingum í vetur er enn óráðið en mér þykir senni- legt að 1. aldursflokkur fái a. m. k. tvo tíma í viku í húsinu. Telur þú að mótafyrirkomulag- ið hér skemmi æfingar? Við höfum ekki enn komizt niðui- á það mótafyrirkomulag, sem allir eru ánægðir með, og það verður víst seint. Reykjavíkur- mót og Haustmót eru heldur bragðlaus. Það fyrra er það snemma að menn virðast yfirleitt ekki komnir í næga æfingu, en þegar hitt er leikið virðast menn komnir í „ofþjálfun“, eða orðnir hálfleiðir á leikjum. Aðalmótið — íslandsmótið — sem stendur yfir í nær þrjá mán- uði, sundurslitið af heimsóknum, utanferðum og tilheyrandi frest- unum, er orðið heldur lítið spenn- andi. Mér finnst einhverra breyt- inga þörf, en hefi ekki tillögur á takteinum þar um. Bezta og skemmtilegasta æfingatímabilið er á vorin áður en mótin hefjast, því mótin hafa að sjálfsögðu meiri eða minni truflandi áhrif á æf- ingarnar í för með sér. Sérstak- lega er það þó þegar leikirnir fara fram í miðri viku. Æfinga- REGLUGERÐ UNGLINGARÁÐS VALS Framhald af bls. 19. gerðina upp og staðfesta hana með undirskriftum allra þeirra ráðsmeðlima, er á fundi mættu. 7. gr. Reglugerð þessari má breyta á aðalfundi félagsins og þarf til þess einfaldan meiri hluta. 8. gr. Reglugerð þessi öðlast þegar gildi. Þannig samþykkt á aukalaðal- fundi Vals 25. febr. 1958. sóknin er áberandi minni þá daga, sem kappleikir fara fram. Einar reyndi þó í sumar að færa æfingatímann til eftir því sem hægt var, svo unnt væri að fylgjast með leikjum líka. Nokkuð sem þér liggur á hjarta? Nei ekki að sinni, en ég vil þó nota tækifærið og þakka öllum þeim, sem iðkað hafa knattspyrnu í meistaraflokki og fyrsta flokki og keppt í þessum flokkum, fyrir samstarfið á sumrinu. F. H. í GREINARGERÐ, sem nefndin lét fylgja frumvarpi sínu, er nánar skýrð ýms sjónarmið, sem fram komu á fundum hennar, sem voru margir. Eins og það t. d., að unglingaráðið, í samráði við hina ýmsu flokka, gangi frá áætlunum um starfið, í tíma, þ. e. í byrjun starfsársins, hvað við kemur ferðalögum, heimsóknum flokka utan Reykjavíkur, aukaleikjum o. fl. Ennfremur að hafa áhrif á að flokkar, eða jafnvel einstak- lingar, taki að sér vissar vinnu- framkvæmdir, sem séu viðráðan- legar. Rætt var og um, að ráðið gerði tilraun til að koma á fræðslustarfsemi m. a. með nám- skeiðsfyrirkomulagi, um íþróttir og félagsmál, bæði í formi erinda og fyrirlestrahalds og með öðrum hætti og miðist það einkum við fræðslu fyrir þá, sem gefa vilja sig að unglingastarfsemi. Um skemmti- og fræðslufundi hinna ýmsu flokka, að loknu sumar- starfi, var mikið rætt, og nauðsyn á vel skipulögðu starfi í því sam- bandi, talin brýn. Slík funda- starfsemi hæfist, þegar að keppn- istímabilinu loknu, m. a. með fundi, þar sem þeir, er flyttust milli aldursflokka, væru formlega kvaddir af flokkum þeim, sem þeir ættu ekki lengur heima í, og heilsað af hinum nýju flokkum, sem þeir næst ættu að starfa með. Ef vel tækist um slíka „milli- færslu“ gæti hún haft mikils- verða þýðingu. Þá var og rætt um fundi, með þeim foreldrum, pilt- um og stúlkum, sem að staðaldri störfuðu í félaginu. Um hina al- mennu fundi flokkanna að vetrin- um, lagði nefndin áherzlu á nauð- syn þess, að þeir væru sem bezt undirbúnir, og reynt væri eftir fremsta megni að fá félagana sjálfa til að undirbúa þá og leggja þeim til efni, að sjálfsögðu með aðstoð hinna eldri og flokksfor- ystunnar. Þá er það nýmæli, að ár- gjöld skuli sett, þó í hófi, hjá þeim, sem náð hafa 11 ára aldri. Má vera að við fyrstu sýn, megi þetta teljast orka tvímælis, en við nán- ari athugun er þetta ekki svo. Það er rétt að vekja athygli ungling- anna á því, svo fljótt sem verða má, að alls þess, er þeir njóta inn-

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.