Kyndill - 22.09.1942, Qupperneq 2
2
KYNDILL
Hverjum getur þú
treyst?
KYNDILL
Útgefandi:
Samband ungra jafnaðarmanna
Ritnefnd:
Eyjólfur Jónsson
Friðfinnur Ólafsson
Ragnar Jóhannesson
Ábyrgðarmaður er
Ragnar Jóhannesson
Afgreiðslumaður:
Vilhelm Ingimundarson
Utanáskrift:
Kyndill, Alþýðuhúsinu, 6. hæð
Alþýðuprentsmiðjan h.f.
íhaldsflokkur-
Inn klofnar.
AU tíðindi urðu heyrin-
jkunin nú fy,riij skömmu
að Árni Jónsson frá Múla hefði
sagt íhaldinu upp allri holl-
ustu og gengið í flokk þeirra
Þjóðólfsdrengja. Þó að þetta
séu mikil tíðindi, er einn vin-
sælasti og ritfærasti foringi
íhaldsins segir sig úr flokknum,
kemur það þó engum á óvart,
sem fylgst hefir með ástand-
inu í herbúðum íhaldsins und-
anfarið.
Forystumenn þess hafa gert
allt sem mögulegt var til þess
að breiða yfir það, að flokkur
inn er harðsvírað baráttutæki
auðvaldsins og yfirstéttarinnar
í landinu. Þeir hafa kallað
hann „flokk allra stétta,“ —
reynt jafnvel að koma upp
„verkamannadeild“ innan vé-
banda hans. Flokkurinn hefir
þar af leiðandi orðið stefnu-
lausari en margir íhaldsmenn
hafa kosið. Hafa komið upp ó-
samstæðar deildir innan hans,
og margradda söngur. Árni
Jónsson hefir verið forsöngv-
ari einnar raddarinnar, þótt
hann hafi aldrei verið annað en
íhaldsmaður og sé ekki enn.
Hitt er svo annað mál að al-
þýðunni í landinu mun ekki
stafanein gifta af þeim Þjóðólfs
piltum, sem Árni hefir nú geng-
ið í lið með. Liggur það orð á j
þeim, að þegar þeir voru í j
íhaldinu, en þaðan eru/ þeir
jruntnirj hafi þeir ekki veráð
göfugasti hluti þess.
Sýnir þessi atburður betur
en nokkuð annað, hve stefnu-
laus og villuráfandi íhalds-
flokkurin hefir verið, að áhrifa
mikill foringi hans kuli velja
starfsvettvang sinn í slíkum
peðflokki, er hann loks treystir
ér ekki til þess að starfa lengur
undir raupfána íhaldsins.
■p FTIR réttan mánuð eiga
^ kjósendur þessa lands að
ganga að kjörborðinu til að
segja um hverjir skuli fara
með umboð þjóðarinnar næstu
4 ár. Ástandið í innanríkismál-
unum er hörmulegt. Geigvæn-
legt kapphlaup milli verðlags
og kaupgjalds á sér stað. Það
virðist lítið duga fyrir laun-
þegann, þótt hann komi heim
í kvöld með stærri fjárupphæð
en áður, því að á morgun eru
'allar lífsnauðsynjar hans stign-
ar úr viti fram.
Það má því líklegt kalla, að
afstaða kjósenda mótist að
miklu leyti eftir dýrtíðarmálun-
um. Er því eigi hér úr vegi að
gera sér það ljóst, hvaða skerf
hver flokkur hefir lagt til þess-
ara mála. Er hér eigi rúm til
að vekja sögu málsins ítarlega.
Þó vil ég benda á nokkur
atriði.
Menn munu minnast þeirra
hamla, sem settar voru við
hækkun kaupgjalds og verðlags
á innlendum afurðum, þegar
þjóðstjórnin fræga var mynduð.
Einnig skyldu erlendar vörur
háðar ströngu verðlagseftirliti.
Hafi þetta verið einlægur ásetn
ingur þjóðstjórnarinnar, má
segja, að Adam haf.i eigi verið
lengi' í Paradís. Því að allir
munu minnast þess, þegar
bændapólitík Framsóknar byrj-
aði að brjóta lögin með hækkun
innlendra afurða. Menn munu
og minnast, hversu verðlags-
eftirlitinu var slælega fram-
fyigt-
Allt þetta var gert, þrátt fvr-
ir harðsnúna mótstöðu ráðherra
Alþýðuflokksins. Afleiðingin af
þessari óstjórn kom líka brátt
í ljós. Dýrtíðin óx hröðum skref
um. Stríðsgróðamennirnir óðu
uppi í skjóli skattfrelsis út-
gerðarinnar ,enda fengu þeir
ótakmarkaðan stuðning frá full
trúum sínum í ríkisstjórninni,
sem álitu sig vera í stöðu sína
komna vegna braskaranna en
ekki vegna þjóðarinnar.
Með þessu er þessari hörm-
ungdrsögi^l þó eigi lokið. Nú
kemur að því, að verkalýðurinn
fer fram á, að hann fái örlítinn
hlut í þeim gróða, sem inn í
landið kom. En viti menn, þá
þutu stríðsgróðamennirnir i
ríkisstjórninni upp til handa og
fóta. Allt í einu þóttust þeir
hafa ábyrgðartilfinningu gagn-
vart þjóðinni. Allt í einu þótt-
ust þeir ætla að sporna við dýr-
tíðbnni. Þetta varð hlálegt í
flestra augum, ,þar eð flestir
vissu að Sjálfstæðis- og Fram-
óknarflokkurirm báru einir og
ótakmarkaða ábyrgð á dýrtíð-
inni. Nú litu þessir böðlar
verkalýðsins svo á, að dýrtíð-
inni yrði haldið niðri með því
að banna alþýðunni bætt kaup
og kjör, á sama tíma, sem
stríðsgróðinn valt inn í landið
á fárra manna hendur.
Og stjórnin setti þjóðinni
þau harðsvíruðustu lög, sem
nokkur ríkisstjórn, sem benda
vill nafn sitt við lýðræði, hefir
vogað að setja.
Lög þessi nefndust lög um
gerðardóm í kaupgjalds- og
verðlagsmálum. Er óþarfi að
lýsa þessari illræmdu lagasetn-
ing, því að flestir þekkja hana
af reynzlunni. Lög þessi urðu
til þess, að Alþýðuflokkurinn
sleit stjórnarsamvinnunni.
Hefði það sennilega mátt
fyrr vera, því að ég álít, að
forustumenn Alþýðuflokksins
hefðu átt að sjá, að þeir menn,
mestu voru ráðandi í hinum
stjórnarflokkunum, hafa ávalt
komið fram sem örgustu féndur
íslenzku vekalýðssamtakanna.
Alþýðuflokkurinn benti á, hverj
ar afleiðingar lögin myndu
hafa. Hinir trúðu eigi.
En nú hafa þessir sömu menn
neyðzt til að kyrkja þetta ó-
hamingjusama afkvæmi sitt.
HÚSNÆÐISVANDRÆÐ- (
IN í Reykjavík og öðr- 1
Um kaupstöðum og stærri
þorpum um land allt eru nú
þegar orðin svo ískyggileg, að
fáir munu trúa, sem ekki
kynnast því af eigin raun.
Þessi húsnæðisvandræði
stafa einkum af tvénnu:
í fyrsta lagi hefir fólk flutt
til bæjanna í síauknum mæli
og aldrei meira en síðan hin
svonefnda Bretavinna hófst
við sjávarsíðuna.
I öðru lagi, að byggingar-
framkvæmdir stöðvuðust í
stríðsbyrjun vegna þess, að
fjármálaspekingur Framsókn-
Verðbólgan nú stafar því ein-
göngu af óstjórn stríðsgróða-
mannanna. Alþýðuflokkurinin
hefir hvað eftir annað bent á
lausn þessara mála, en tillög-
ur hans hafa ávalt verið hunz-
aðar. Ég hefi ekkert minnst enn.
á kommúnistana í þessari grein.
Um þá er fátt eitt að segja.
Aldrei flytja þeir eina ein-
ustu tillögu til úrlausnar dýr-
tíðinnf, enda er málefnanekt
þessa flokks viðbrugðið.
Það hlakka í kommúnist--
unum af þessari óstjórn. Mark-
mið þeirra er upplausn og
ringulreið í þjóðfélaginu til
þess að byltingarhugsjón þeirra
fái hljómgrunn.
Og hafa stríðsgróðaflokkarn-
ir ekki keppzt við að skapa
þennan hljómgrunn?
Eini flokkurinn, sem hefir
hreinan skjöld í þessum mál-
um er Alþýðuflokkurinn.
Kynnið ykkur, góðir lesend-
ur, þær tillögur hans í þessum
málum, sem birtust s. 1. sunnu-
dag í aðalmálgagni flokksins.
Treystir þú, kjósandi góður,
valdaklíku auðvaldsflokkanna
fyrir málefnum þínum?
Minnstu þess, að þeir einir
sköpuðu dýrtíðina. Teku'r þú
mark á froðumælgi kommún-
istanna |í þessum málum?
mannanna, sem tala mest, en
aðhafast minnst.
Mannanna, sem stefna að
upplausn í þjóðfélaginu. Að vel
athuguðu máli geturðu aðeins
teyst einum flokki, Alþýðu-
flokknum. I hann skulum við
allir launþegar þessa lands
sameinast í hönd farandi kosn-
ingum.
arflokksins, Eysteinn Jónsson,
hélt, að ekkert þyrfti að
byggja meðan á stríðinu stæði
og stöðvaði að mestu innflutn-
ing á byggingarefni.
Og nú er svo komið, að
hundruð fjölskyldna hér í
Reykjavík, eru á götunni eða
kúldrast í einhverjum kytrum,
sem ekki • eru mönnum bjóð-
andi og tilsvarandi er það í
öllum stærri kaupstöðum.
í kjölfar þessa ástands sigl-
ir svo óheyrilegt húsabrask,
þar sem húsabraskararnir nota
sér neyð almennings til þess
að okra á húsaleigunni á sví-
virðilegan hátt. Sinnuleysi og
flúsnæðisvandræðin í Reykjavík
09 aðgerðarleysi stjðrnarvaldanna