Kyndill - 22.09.1942, Blaðsíða 3

Kyndill - 22.09.1942, Blaðsíða 3
KYNDILL 1. greln Gunnars Vasnssonar: Alþjóðasambondin og klofning verkalýðshreyfingarinnar. ÞAÐ kann nú að virðast hvort öðru nokkuð ó- skylt, sambönd og klofning, og ósjálfrátt finnst lesandanum að hér muni verða gerð tilraun til að sýna fram á, að alþjóða- samböndin hafi orðið til þess að kljúfa verkalýðshreyfing- una. Sá er ekki tilgangurinn, enda þótt það mætti ef til vill til sanns vegar færa. Ætlunin er aftur á móti sú, að rekja í fáum dráttum tilraunir forystu- manna verkalýðshreyfingarinn- ar til þess í fyrsta lagi, að sam- eina hina að ýmsu leyti ólíku hópa vinstri manna innan hvérs þjóðfélags, og í öðru lagi, að beita sér fyrir alþjóðlegri baráttu fyrir frelsi og mann- réttindum. Hér verður aðeins stiklað á meginatriðum, og vænti ég þess, að lesandinn leggi sér þau á minni, því hér er um mál að ræða, sem sósíal- istar að minnsta kosti verða. helzt að kunna nokkur skil á. Tildrögin til stofnunar 1. al- þjóðasambandsins voru upp- reisnartilraunir Pólverja gegn Rússum vorið 1863. Allir frjáls- lyndir verkamenn í Evrópu og víðar studdu málstað Pólverja, sem risu nú upp gegn hinu ill- ræmda zar-veldi. í London héldu verkamenn fund mikinn með fulltrúum verkamannafé- laga frá - meginlandi Evrópu. Þar var ákveðið að senda frönskum verkamannafélögum áskorun um samvinnu. Svar Frakkanna barst ekki fyrr en í sept. 1864, og var birt á stór- um verkamannafundi í Lond- on. í því var fólgin tillaga um stofnun alþjóðasambands, og var hún samþykkt. Karl Marx hafði ekki nein bein áhrif á stofnun sambandsins. Er það mjög eftirtektarvert, að það eru framar öðru atburðir í stjórnmálum, sem knýja verka- mennina til athafna, enda gerðu þeir sér vel ljósa þörf- ina á alþjóðlegri samvinnu. En Marx hafði verið boðið á hinn mikla fund í London, og var hann þar kosinn í stefnuskrár- nefnd. Þar urðu menn ekki á eitt sáttir um samningu stefnu- skrár, en að lokum var þó upp- kast Marx samþykkt, og varð það síðar frægt undir nafninu: „Inngangsávarpið." Síðan var 1. þing alþjóða- sambandsins haldið í Genf í Sviss dagana 3.—8. sept árið 1866. Þingið samþykkti lög, er Marx hafði samið. Þar var krafizt 8 stunda vinnudags, af- náms á næturvinnu kvenna, o. fl. réttarbóta. í fyrstu varð sambandinu nokkuð ágengt, en brátt fór að halla undan fæti. aðgerðarleysi stjórnarvald- anna í þessum málum er slíkt, að undrum sækir. í stað þess að taka allt byggingarefni, sem fluttizt til landsins í opinbera forsjá, eins og skilyrðislaust bar að gera, og sjá um, að úr því yrðu reist hús handa almenningi til í- búðar, er nokkrum stríðsgróða bröskurum leyft að gína yfir öllu byggingarefni til þess eins að geta braskað með húsin og féflett húsnæðislausan almúg- ann. — Jafnframt þessu eru svo talsverð brögð að því að nýríkir stríðsgróðamenn reyni að koma fólki, sem hjá þeim býr, út á götuna, til þess að geta betur skemmt sér fyrir stríðsgróðann. Húsaleigulögin frá í septem- ber í fyrra hafa gert mikið gagn að vísu, en þau duga þó' engan veginn. Það, sem nú á að gera og gera strax er, að taka upp skömmtun húsnæðis. Hvernig Með hálfgerðum brögðum tókst rússneska byltingamanninum, Bakunih, að koma alþjóðleg- um félagsskap, sem nefndur var: „Alþjóðlegt bandalag sós- íalistiskra lýðræðisvina" inn í sambandið. Varð Bakunin þar brátt mikill áhrifamaður, og lenti honum strax harkalega saman við Marx vegna ólíkra skoðana. Það, sem þeim bar aðallega á milli var það, að Bakunin var andvígur því að verkamenn tækju ríkisvaldið í sínar hendur, og rökstuddi skoðun sína með því, að ríkis- valdið hlyti ætíð að kúga verkalýðinn. En Karl Marx var á öðru máli um þetta. Á þingi sambandsins í Haag voru þess- ar deilur til lykta leiddar, og hafði Marx og hans lið betur. Tókst marxistum með litlum ;meirihluta að.víkja Bakunin og fylgismönnum úr samband- inu, og til þess að losna sem bezt við áhrif hans var ákveð- ið að flytja aðalstöðvar sam- bandsins til New York. Reynd- ist mjög erfitt að halda uppi sambandinu milli hinna ein- stöku deilda í Evrópu og skrif- stofunnar í New York, og árið 1876 var sambandið lagt nið- ur, 10 ára að aldri. Þótt aldur þess yrði ekki meiri, hafði því geta stjórnarvöld ríkis og bæja horft á fjölda borgara sinna húsnæðislausa? Hvernig halda þau að hjal þeirra um frelsi, lýðræði og jafnréttindi hljómi í eyrum þeirra manna, sem híma á götunni með konu og börn á sama tíma, sem stríðsgróðamennirnir leika sér í höllum sínum? Það kann að vera, að þeir, sem beita sér fyrir slíkum aðgerðum missi atkvæði nokkurra húsabrask- ara, en í stað þess öðlast þeir hlýhug þess fólks, sem nú gist-. ir götuna, og fullvissuna um það, að hafa gert það, sem rétt er og sjálfsagt. Krafa Kyndils er, að tekin v<:rði upp skömmtun á hús- næði og það nú þegar. Þessi mál þola enga bið og ef stjórnarvöldin ekki ranka nú við sér, skulu þau vera full- vissuð um það, að þá verður gripið til annarra ráðstafana til þess að koma þeim í skilning um nauðsyn þessara mála. HVENAR VERBUR REIST " ÆSKULÝÐSHÖLL í REYKJAVÍK Framhald af 1. síðu. félögin geta fengið húsnæðl fyrir fundi sína og aðra starf- semi. Sem sagt, hér þarf að rísa upp staður, sem gerir ungu fólki kleift að verja frístund- um sínum á heilbrigðan hátt, Það ætti að vera áhugamál allra þeirra, sem unna velferð ungu kynslóðarinnar, og ekM sízt hennar sjálfrar, að æsku- lýðshöllin geti risið upp sem fyrst að ástæður leyfa. Þessi æskulýðshöll á að vera tákn þess ,að þjóðinni sé áhuga- mál, að uppvaxandi kynslóð verði sem nýtastir þjóðfélags- þegnar. Því það er unga kyn- slóðin, sem tekur við, þegar sú eldri fellur frá, og það ber að hafa í huga. Þess vegna á að búa svo að hinum ungu þegn- um, að þeir verði þeim vanda vaxnir. Æskulýðshöll í Reykja- vík á að verða einn þátturinn í þessu starfi. Eyjólfur Jónsson. tekizt að sanna verkamönnum nauðsynina á alþjóðlegri sam- vinnu, og fyrir tilverknað þess ruddi marxisminn sér braut innan verkalýðshreyfingarinn- ar um heim allan. Meira. Smásöluverð á vindlingum. Útsöluverð á ameríkskum vindlingum má eigi vera hærra en hér segir: LUCKY STRIKE RALEIGH OLD GOLD KOOL VICEROY CAMEL PALL MALL 20 stk. pk 20 stk. pk 20 stk. pk 20 stk. pk 20 stk. pk 20 stk. pk kr. 2.10 pakkinn kr. 2.10 pakkinn kr. 2.10 pakkinn kr. 2.10 pakkinn kr. 2.10 pakkinn kr. 2.10 pakkinn kr. 2.40 pakkinn 20 stk. pk Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má útsöluverðið vera 3% hærra en að framan greinir, vegna flutningskostn- aðar. Tóbakseinkasala Ríkisins,

x

Kyndill

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kyndill
https://timarit.is/publication/401

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.