Kyndill - 15.11.1942, Blaðsíða 2

Kyndill - 15.11.1942, Blaðsíða 2
2 KYNDILL KYNDILL Útgefandi: Samband ungra jafnaðarmarma Ritnefnd: Eyjólfur Jónsson Ftiðfinnur Ólafsson Ragnar Jóhannesson Ábyrgðarmaður er Ragnar Jóhannesson Utanáskrift: Kyndíll, AXþýðuhúsinu, 6, hæð Aiþýðuprentsmiðjan h_f. Dndirtektir ibalds- ins á Alþingi 1930, Degar AIpýöBÍIobkurinn bar fram íHlðgor sinar nm leið- réttingn á bjðrdæma- skipnniani. Tillagan hljóðaði svo: Alþingi felur ríkisstjóm- inni að undirbúa fyrir næsta þing breytingar á kjörd&ma- skipuninni, er tryggi kjósend um jafnan rétt til áhrifa á skipun alþingis, hvar sem þeir búa á landinu. Um þessa tillögu sagði Jón Þorláksson: „Að því er snertir tillöguna á þingskj. 468, þá er hún ákaflega ein- strengingslega orðuð. Það er allhörð krafa þetta, að kjör- dæmaskipunin skuli tryggja kjósendum jafnan rétt, hvar sem þeir búa.“ ,,. . . mun . . . ekki geta fallizt á að greiða þeirri til- lögu atkv., sem hér liggur fyrir. Hún er svo einstreng- ingsleg. ...“ ,,. . . skrípaleikur . . . Eg verð að líta svo á, að flutn- ingsmenn meini ekkert með þessu annað en það, að veifa þessu framan í kjósendur Svona. mikill var áhugi í- haldsins á „réttlætismálinu“. Með óskeikulli baráttu gegn slíkum öflum hefir Al- þýSuflokkurinn nú borið kjördæmamálið fram til sig- urs, svo nú verður kosið í fyrsta sinn samkvæmt hinni nýju kjördæmaskipun. Kjósendur! Munið um- mæli íhaldsins. „Það er all- hörð krafa þetta, að kjör- dæmaskipunin skuli tryggja kjósendum jafnan rétt, hvar sem þeir búa.“ KJÓSfiD A-UST&NN TIL HAFNFIRÐINGA Hafnfirðingarí í þriðja sinn á þessu ári eigum vér að ganga til kosninga. Innan fárra daga eigum vér að velja fulltrúa til þess að fara með umboð vort á löggjaf- arsamkomu þjóðarinnar næstu fjögur ár. Ár, sem af öllum eru álitin vera mestu alvöru- og ör- lagaár, er yfir þjóð vora hafa komið. Það hefir því oft verið þörf, en nú nauðsyn, að með stjóm landsins fari aðeins þeir flokk- ar og menn, sem með starfi sínu á undanförnum árum hafa sýnt, að þeir séu sér þess meðvit- andi, að þeir fari með umboð þjóðarinnar, en ekki einstakra hópa eða fyrirtækja. Flokkar, er hafa sýnt, að þeim sé trúandi til þess að taka með þeirri festu um stjórnvöl þjóðarfleysins, sem til þess þarf, að bjarga því heilu í gegnum það hafrót dýr- tíðar og annarra styrjaldarfyr- irbrigða, er nú virðast vera að soga allt í sig. Og þá kemur þessi spurning eðlilega upp í hugann: Hvaða flokki er hægt að trúa til þess? Það er spurning, sem hver kjósandi verður að svara fyrif sig. En þegar vér Hafnfirðingar svörum þeirri spurningu, ætt- um vér að hafa eftirfarandi at- riði í huga: 1. Á stríðsárunum 1914—’18 stjórnaði Alþýðuflokkurinn ekki bænum. Og þá var fjár- málastjómin þannig, að ekki var hugsað um að leggja útsvör á stórútgerðina, sem þá rakaði saman fé, heldur voru tekin lán til þess að standa straum af nauðsynlegustu útgjöldum. Svo að bærinn kepptist við að safna skuldum meðan útgerðarmenn söfnuðu auði. 2. Undanfarin styrjaldarár hefir Alþýðuflokkurinn stjórn- að bænum. Nú er ekki aðeins hægt að segja, að hann sé skuld- laus, heldur á hann stóreignir. 3. Það var Alþýðuflokkurinn, sem kom togaravökulögunum á og sá þannig fyrir því, að hafn- firzkir (og aðrir) togarasjó- menn væru ekki látnir standa við vinnu sólarhringum saman án þess að tekið væri tillit til þess, hvort þeir þörfnuðust hvíldar eða ekkL 4. Það var Alþýöuflokkurinn, sem kom á lögunum um verka- mannabústaði þrátt fyrir and- stöðu íhaldsine. íbúðir í verkamannabústöð- unum hafnfirzku skipta nú tug- um. Og allir vita, hvernig á- standið væri í húsnæðismálum bæjarins, ef þeirra nyti ekki við. 5. Þaö var Alþýðuflokkurinn, sem kom Bæjarútgerð Hafnar- fjarðar á fót þrátt fyrir and- stöðu íhaldsins. Fyrirtæki, sem á undanförn- um kreppuárum var ein sú bezta atvinnubót, er hugsast gat. Fyrirtæki, sem þá veitti tugum heimilisfeðra atvinnu og sá þannig heimilum þeirra farborða. Og nú veitir sömu at- vinnu, en safnar auk þess millj- ónum í varasjóði, er síðar verða notaðir til hagsbóta fyrir bæjar- félagið. 6. það var sjálfstæðismaður- inn próf. Magnús Jónsson, sem vildi, að því er mér skilst af einni ferðasögu hans, . losa ís- lenzka flotann við hina „hálf- dottandi loftskeytamenn". Karl Baarslag loftskeytamað- ur, höfundur bókarinnar „í sjávarháska“, er ekki á sömu skoðun. Hann vill fremur hafa tvo en einn loftskeytamann, til þéss að hægt sö aO haTa vi'nC við tækin allan sólarhringinn. Til þess að menn geti sjálfir dæmt um, hvor þessara manna hefir meira til síns máls, má geta þess, að ef hlustað hefði verið 15 mín. lengur í loft- skeytaklefa e. s. California, er talið víst, að öllum farþegum og áhöfn e.s. Titanic hefði verið bjargað. En þar fórust um 2200 manns (í sjávarháska, bls. 51). 7. Það var Alþýðuflokkurinn, sem kom fram lögunum um stríðstryggingu sjómanna. Eftir þeim lögum hafa þegar verið greiddar um tvær millj. króna til þeirra, er misst hafa ástvini sína af völdum stríðsins. Það má vel vera, að mönnum eins og þeim, er skammast yfir „hræðslupeningum“ sjómanna, en þora sjálfir ekki að vera á heimilum sínum án þess að hafa þar örugg loftvarnaskýli, finn- ist lítið til þess koma. En þeir, sem hafa reynt, hvað það er, að missa ástvini sína í hafið, og þurfa auk þeirrar sorgar, er því er samfara, að horfa fram til þess ókomna með tvær hendur tómar en barnahóp fyrir að sjá, segja sennilega annað. 8. Það var hafnfirzkur sjálf- stæðismaður, sem þessi setning Frh. á 4. ídðu. Dndirtektir ihalds- ins á Alhingi 1930, Degar Dingmenn AlDýðo- flobbsins flottn Dingsályht- nnartillðgn um aiDlðn- tryggingar. Tillagan var á þessa leið: Alþingi ályktar að skofa á ríkisstjómina að skiþa þriggja manna milliþinga- nefnd til þess að undirbúa og semja frumvarp til laga um alþýðutryggingar, er nái yfir sjzíkra-, elli-, örorku-, slysa-, mæðra- eða framfærslu- tryggingar o. s. frv. Um þessa tillögu Alþýðu- flokksins sagði íhaldsmaður- inn Magnús Jónsson: „Hv. framsögumaður (Haraldur Guðmundsson) sagði eitt- hvað á þá leið, að þetta mál væri eitt af þeim nútímamál- um, sem við Islendingar vær- um lengst á eftir í. Aumingja ísland!“ „Eitt af þeim málum, sem séyíaHDtar nottt ^il AgtloUona eru tryggingamálin. Eftir því, sem sósíalistar eru sterk- ari í löndunum, eftir því er meira um alls konar trygg- ingar . . . allt . . . fjötrað og flækt í eintómum trygging- um. . . . “ „. . . tekið stórfé frá at- vinnufyrirtækjum. . . . “ ,,. . . mun greiða atkvæði á móti þessari tillögu. . ..“ Tillagan var þó samþykkt og nefndin skipuð. En eng- inn vann neitt í henni nenia Haraldur Guðmundsson. Fyr ir dugnað hans hefir Alþýðu- flokkurinn síðan borið al- þýðutryggingarnar fram til sigurs, eitt hið merkilegasta mál fyrir vinnandi stéttir þessa lands, sem fram hefir verið borið á alþiugi- Alþýðufólk! Munið orð guðfræðikennarans, sem vildi afnema loftskeytatækin í skipunum okkar og hæddist að alþýðutryggingalagafrum- varpi Alþýðuflokksins! Mun- ið orð íháldsmannsins Magn- úsar Jónssonar: „Eftir því, sem sósíali^tar eru sterkari í löndunum, eft- tr þvt er meira um alls konar tryggingar.“

x

Kyndill

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kyndill
https://timarit.is/publication/401

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.