Vörður


Vörður - 28.02.1925, Qupperneq 5

Vörður - 28.02.1925, Qupperneq 5
V Ö R Ð U R 5 V aralögreg'lan. Ræða íorsætisráðlierrans við 1. umr. frv. í T>Teöri deild. 36. þ. m. Það er talin lögskylda hjá öllum siðuðum þjóðum, að að- stoða löggæslumenn við fram- kvæmd embættisstarfa þeirra, meir eða minna berlega lög- mælt borgaraskylda. Tilfinning- in um þessa borgaraskyldu er ekki jafnrík hjá þjóðunum. Það hefir jafnan verið talið svo, að hún væri einna ríkust hjá Bret- um, Engilsöxum, en síður hjá Norðurlandabúum. En skylduna hygg jeg samt að flestii viður- kenni. Á þessari almennu skyldu byggir þetta frumvarp. Er hjer gerð tilraun að koma því skipu- lagi á, að efla og styrkja lög- gæsiuna í landinu, sem er og hefir verið alla daga næsta óuóg. Jeg skal að upphafi viður- kenna það, að það skipulag, er frumvarpið hefir fyrir augum, er ekki að öllu sanngjarnt. Það er nefnilega farið fram á það, að úr hópi margra manna megi kveðja tilölulega fáa til þess að að inna af hendi skyldu, endur- gjaldslaust, sem í rauninni hvíl- ir á öllum. Til skýringar því, hvernig ráðuneytið hefir hugsað sjer framkvæmdina eftir þessu frv., ef að lögum yrði, skal jeg taka fram það, sem hjer segir og hefi jeg þá Reykjavík fyrir augum. Jeg geri ráð fyrir þvf, að kvaddiryrðulOO eðainnanvið 100 manns til þess að ganga i liðið og þeir æfðir f því, sem lög- regluþjónar þurfa einkum að temja sjer, og kent það, sem þeim er ómissandi að vita. Það er auðvitað, að hjer getur ekki verið að tala um mikinn lær- dóm, ekki um skólagang, eins og lögregluþjónar erjendis fá, í sjerstökum skólum fyrir þá. Forstöðumaðurinn þyrfti að kynna sjer þelta erlendis, og kenna síðan frá sjer. Auðvitað tæki þetta nokkurn tima frá þeim, sem til væru kvaddir i fyrstu, en siðan varla sem telj- andi sje. Það er auðvitað að ekki má búast við að allir þeir, sem kvaddir verði, yrðu til taks f einu, er á þyrfti að halda. Það mábúastvið vanhöldum. Kostn- aður yrði nokkur við þetta fyr- ir rikissjóð. Varalögreglumenn þyrftu helst að vera, að minni hyggju, að öllu svo útbúnir sem hinir föstu löggæslumenn bæj- arins, þó má vera að einkenn- isbúningur þyrfti ekki að vera alveg eins. Hvað sá útbúningur myndi kosta, get jeg ekki sagt, en til þess að segja ekki of lítið, mætti nefna 20—25 þús. krónur. Húsrúm þyrfti til þess að vara- lögregluliðið kæmi saman f, til æfinga. Árlegan kostnað vil jeg áætla 8—10 þús. kr., og tel vel í lagt. Þegar litið er á að bæj- arsjóður Reykjavíkur leggur fram undir 100 þús. kr. til löggæsl- unnar f bænum, þá ætti það ekki að vera ofmikið til mælst, að ríkissjóður legði til svo sem jeg nú hefi sagt. Eins og jeg tók fram áðan, er sá hængur á þessu að hin almenna skylda er lögð á fáa endurgjaldslaust, en jeg hefi þá trú, að auðið myndi að fá nógu marga hæfa menn að ganga nauðungarlaust undir slika lög- skyldu. En þegar til þessa liðs þarf að taka, af þvf að lögreglustjóri telur hina föstu löggæslumenn ekki einhlíta, hvað þá? Þvf á ekki að verða örðugt að svara. Þar virðist mér frumvarpið skera glögglega úr. Þegar lögreglustjóri telur sig þurfa aðstoðar vara- lögreglu við, þá fer hann til for- stöðumanns liðsins og segir til, hvers hann óskar. Það er lög- reglustjóri og hann einn, sem ræður þvi, hvort varalögregla verður notuð eða ekki, hvar og að hve miklu leyti. Með öðrum orðum löggæslumönnum bæjar- ins fjölgar í bili eftir því sem lögreglustjóra þykir við þurfa, innan þeirra takmarka tölu til- kvaddra varalögreglumanna. Lög- reglumenn gætu þá orðið t. a. m, eftir því, sem jeg hefi hugsað mjer þetta 70—90 manns í stað 12—15 venjulega. En hver ætti svo að stjórna þessu sam- einaða lögregluliði? Þar um seg- ir frv. ekkert. Það mætti hafa það með ýmsu móti. Það gæti verið látið á vald lögreglustjóra, að ákveða þetta. Það mætti kveða á um þetta í lögunum sjálfum, eða í tilskipun. En það hygg jeg, að alt lögregluliðið ætti að vera undir einni yfir- stjórn, og það eitt er fyllilega samræmilegt frumvarpinu, sem ætlast er til að varalögregluliðið sje til vara, til aðstoðar hinu fasta lögregluliði til viðbótar því. Það hefir mikið verið talað um rikislögreglu út af þessu frumvarpi. Mjer er að vísu ekki vel ljóst, hvað meint er með rikislögreglu í umræðunum um það mál bjer. Jeg gæti trúað þvf, að það væri eitthvað svipað ríkislögreglu Dana, sem um ræðir í lögum Dana nr. 364 frá 30. júni 1919, og lögum nr. 365 frá sama degi. Ríkislögreglan er skipuð föst- um starfsmönnum einum saman, og hún er pkki bundin við á- kveðið bæjarfjelag, hennar um- dæmi er alt landið. Hún á sjer- staklega að rannsaka um framda glæpi og rekja feril lögbrjóta. Enn fremur á hún að gæta laga um aðkomumenn og ferðamenn, og loks aðstoða bæjar- ogsveitar- lögreglumenn, ef með þarf, til þess að gæta öryggis, friðar og reglu. Hjer mundu bannlögin tal- in mpð.Ef settværi á stofn slík rík- islögregla hjá oss, þá væri sneitt fyrir þann ágalla, semjeg viður- kenni að sje á fi umvarpinu, en um það þýðir alis ekki að tala. Kostnaðurinn við það yrði alt of mikill. Jeg vona, að hv. þingdeildar- mönnum hafi skilist það, að aðal-atriðið í þessu máli er fyrir mjer það eitt, að lögreglumönn- um verði fjölgað svo hjer í bæn- um, að friður og regla verði trygð sem best, og að það verði gert á þann hátt, að ríkissjóði verði ekki ofþyngt. Jeg hefi talað einungis um Reykjavik, því að auðvitað er aðstaðan bjer alt önnur en ann- arsstaðar, í höfuðstað landsins, með yfir 20,000 ibúa. Það má vel vera, að nauðsynin sje ekki mjög rfk f öðrum kaupstöðum landsins. Þó hygg jeg að ein- hverja varalögreglu eða aðstoðar- lögreglu þurfi á Siglufirði. Jeg skal svo ekki fara fleir- um orðum um málið að sinni, en vil leyfa mjer að vísa til greinargerðar frumvarpsins og æskja þess, að þvf að lokinni umræðu verði vísað til hv. alls- herjarnefndar. Kreppa landbúnaðarins. Þegar vjer sjáum minst á land- búnaðinn íslenska í blöðum og ritum, sem eðlilega er eigi sjald- an, þá er það alloft á þá leið, að sýnt er fram á hve mjög hann sje orðinn á eftir öðrum atvinnuvegum, og á eftir land- búnaíi nágrannaþjóðanna. Nokkrir sem á þetta efni minnast, gera það að vfsu með fullum skilningi, en láta þá or- sakir liggja milli hluta, Hitt má þó oftar finna á andanum, að skuldinni er að meira eða minna leyti skelt á bændur, borið við áhugaleysi þeirra á öllum um- bótum, óframsýni o. fl. Sumir láta jafnvel í veðri vaka, að land- búnaðurinn sje einskonar hor- gemlingur meðal atvinnuveg- anna, sem ila sje við bjargandi, og best sje að koma sem minst nærri. Að hrekja þá skoðun skal eigi út í farið hjer, enda er hana helst að finna meðal þeirra, sem lilið hafa gerhugsað þetta efni. Hitt skal eigi heldur reynt að hrekja, að landbúnað- ur vor sje styttra kominn á leið framfaranna en annarsstaðar ger- ist og styttra en t. d. sjávar út- vegurinn íslenski. Að hinu virð- ist vert að vfkja nokkuð, af hverjum orsökum kreppa land- búnaðarins stafi, og hver sjeu helstu grundvallarskilyrði þess, að eitthvað rýmist um. Að gera samanburð á okkar landbúnaði og annara þjóða, er ýmsum annmörkum háð, og hefir enda vafasamt gildi, því þar getur seint orðið liku sam- an að jafna, sökum sjerkenni- legrar afstöðu okkar lands. Þó að búnaður vor sje styttra kom- inn.er það þvi eigi sönnun þess að slíkt sje frekar en likur eru til, enda er þvi eigi unt aö neita, að framfarir í búnaði vorum hafi meiri verið siðustu 20—30 ár en nokkru sinni fyr, síðan land þetta bygðist. Þrátt fyrir þessar framfarir er það þó svo ómótmælanlega að landbúnað- urinn er í kreppu og hefir ver- ið, einkum síðau striðinu lauk. Að slíkt sje að kenna áhuga- leysi og eymdarhætti íslenskra bænda mun þó eigi rjett. í það minsta er síður ástæða til að saka bændur um slíkt nú, en nokkru sinni fyr, þvióhættmun að fullyrða, að flestir þeirra hafi gleggri skilning á gildi ræktun- ar og annara framfara, nú en áður hefir átt sjer stað, enda skiljanlegt að aukin menning hafi aukin áhrif í þá átt. Til kreppunnar og kyrstöðunnar liggja því aðrar orsakir. Að rekja þær til hlýtar yrði oflangt mál hjer, og skal því að eins á nokkur aðalatriði minst. Fólks- fækkun og skortur á vinnuafli í sveitunum, á hjer mikinn hlut að máli, en að fólkið hefir svo mjög streymt úr sveitum til sjávar stafar meðal annars af því, að landbúnaðurinn hefir eigi þolað samkeppnina, þ. e. eigi getað yfirboðið aðra á upp- boði vinnunnar. Þetta hefirhann að vísu gert sum árin sjer til stórtjóns, en slíkt getur eigi til lengdar gengið, og hafa því flest- ir bændur hætt við það. Fólks- fækkun sveitanna er því íraun- inni ekki meginorsök krepp- unnar, heldur er hún að nokkru leyti af sömu rót runnin, og hún er sú. að hlutfallið milli tekna og tilkostnaðar hjá land- búnaðarmönnum hefir raskast og orðið stórum óhagstæðaraen var t. d. fyrir stríðið. Árin 1918 og ’19 var þetta hlutfall að vísu bændum hagstætt, en sá hagn- aður sem af því leiddi, fór al- gerlega í harðindakostnað árið 1920, alt of viða beinlínis, en þó miklu víðar óbeinlinis, þ. e. a. s. í hin gifurlegu verkalaun og fæðiskostnað sumarið 1920, þegar verkalaun voru 6 og 7 föld frá því sem var fyrir stríð og hlutfallsleg veröhækkun á sumum nauðsynjavörum er- lendum. Þegar afurðir bænda fjellu jafnframt stórlega í verði, var eigi góðs að vænta. Síðan hefir líka svo til geng- ið, þar til helst nú á þessu ári, að tekjur bænda hafa illa svar- að til kostnaðar. Að eigi hefir af hlotist bein og stórkostleg afturför, má helst þakka þeirri gæfu, að þessi síðustu ár hafa víða um land verið sjerlega góð ár að tíðarfari til, og því eigi þurft eins mikið fólkshald til heyöflunar eins og annars er venjulegt. Að engi mannastandi meira og minna í sinu, er að vísu eigi gott, en svo hefir það orðið að vera viða hvar. Sumir halda því fram, að aðalorsök þess, hve landbúnaðurinn standi ilia að vígi nú, sje sú að bænd- ur hafi engan aðgang haft að lánsfje. Þetta tel jeg eigi rjett, því aðalorsökin er hitt, eins og að framan greinir, hve fram- leiðsluvörur bænda hafa verið í lágu verði, borið saman við til- kostnað. Hitt er rjett, að skort- ur á lánsfje hefir komið bænd- um illa á þessum árum, því víst hefði margur bóndinn haft gott af að eiga þar greiðari að- gang en raun hefir á orðið. Hins vegar er það nokkurn veginn víst, að það hefði eigi alment haft eins holíar afleið- ingar og margur heldur, að miklu lánsfje hefði verið hleypt inn í landbúnaðinn á siðustu árum. Til þess að slíkt sje heppilegt, þarf hagslæðari tíma, og von- irnar benda frekar í þá átt, að þeir tímar fari í hönd, en þar er þó að eins um voniraðræða. Að jarðrækt og aðrar framfarir á sviði búnaðarins hafa verið svo hægfara á siðustu árum, á því eigi aðallega rót sína að rekja til skorts á lánsfje, eigi heldur til áhugaleysis bænda, heldur fyrst og fremst til þess hve búreksturinn hefir yfirleilt borið sig illa. Ef umbæturnar borguðu sig fljótar og betur, en raun hefir á verið undanfarið, þá mundi þeim fleygja fram, því það er getan og hagsmuna- vonin á þessu sviði sem er miklu takmarkaðra en vilji ogumbóta- löngun bændanna. Sje til þess litið, sem afmörg- um er mikið um rætt, hvað hið opinbera eigi helst að gera land- búnaðinum til viðreisnar, þá tel jeg það einkum þetta: 1. Að þing og stjórn vinni og láti vinna kappsamlega að því, að bæta markaðsskilyrði fyrir landbúnaðarvörur, einkum aðal- vör.una, kjötið, og horfi eigi I, ef nauðsyn ber til, að kaupa eða leigja kæliskip, ef útlit er gott með að flytja þannig út. 2. Að það sje trygt að bænd- ur eigi hagfeldan aðgang að lánsfje, einkum til umbóta, svo sem jarðræktar, girðinga, bygg- inga o. fl. 3. Að jarðræktarlögunum verði rækilega fylgt, og styrkur til Búnaðarfjelags íslands eigi rýrö- ur um of. Hjer er eigi um neitt pýtt að ræða, því urn alt þetta hefir verið ritað og rætt, þó til fram- kvæmdanna sje litið komið, enda eigi nema að sumu leyti að vænta. En það sem mjer virðist mest á skorta, er það að menn taki þessi atriði eigi í rjettri röð. Jeg legg langmesta áherslu á hið fyrsta, því alt sem þar vinst á, er hreinastur og hagfeldastur gróði. Hagræðið sem því fylgir að fá næg lán og styrk til jarða- bóta, verður eigi haldgott efbú- reksturinn ber sig illa. Því er eigi að leyna, að á yfirstand- andi ári má verð bænda teljast sæmilegt, þó eigi nái neinum samanburði við það, sem bænd- ur nágrannalandanna hafa af að segja. Það má þvi betur ef duga skal, og útgjöldin þau sem miða að því að greiða fyrir markaðsvörum bænda má allra gjalda sist spara. J. P. „Ekki eru allar ferðir til fjar". Herra framkvæmdastj. Guð- brandur Magnússon í Hallgeirs- eyjarhjáleigu, reynir 1 49 tbl. Varðar þó óhöndulega takist að rjettlæta aðvörun þá gagnvart mjer, er hann festi upp á búð- arhurðina í Hallgeirsey 7 júll síðastliðinn. Máli sinu til sönn- unnar birtir hann vottorð frá hr. hreppslj. Guðjóni Jónssyni i Hallgeirsey, um að rjett sje hermd umsögn mín um ullar- sölu sambandsins, i áðurnefndri aðvörun Guðbrandar. Með vott- orði þessu viðurkennir hr. hreppstjórinn að hafa flutt Guð- brandi söguna eins og aðvörun- in ber með sjer, en eins og hjer mun sýnt verða eru þar mjög rangfærð orð mín er hann þykist hafa eftir mjer frá sam- tali mínu við bændur í Land- eyjum 7 júlí siðastl. Skal það sagt hr. hreppstjóranum, til á- minningar, að skýra rjelt frá

x

Vörður

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.