Afturelding - 01.03.1936, Side 2
AFTURELDING
Musterið í heild sinni.
hepnast ekki, því að tímar þjóðanna eru á enda.
Þar á eftir byrja tímar Gyðinganna aftur. En
það, sem vakti mína mestu undrun á sýningunni,
var hin fyrsta áreiðanlega eftirlíking af mysteri
Salómós, sem er endurnýjun af hinni stórfeng-
legu byggingu Salómós. Það hefir tekið 25 ára
starf og kostað yfir 2 milj. kr. að rannsaka bygg-
ingarlist hinna gömlu tírna og gera uppdrættina.
Hinn alkunni og heimsfrægi John Wesley Kelchner
hefir fórnað meiri hluta æfi sinnar fyrir þetta
verk. Eins og þessar myndir sýna, leit það út fyrir
augum Salómós, þegar það var fullgert af lista-
mönnum þess tíma.
Samkvæmt mörgum tímaritum Gyðinga, eru súl-
ur, efni og áhöld 1 musterið í Jerú-
salem þegar tilbúið í ftalíu og bíð-
ur þess tíma, þegar það á að flytj-
ast til Palestínu og verða bygt upp
á sínum stað. En þetta er leyndar-
mál, sem trúaðir Gyðingar ekki
mega nefna.
Guðs fólk getur fagnað, því að
þetta er mikið tákn. En musteri
okkar er á himni, og þaðan vænt-
um við Krists sem Endurlausnara
og Brúðguma sálnanna. Látum
okkur þess vegna lyfta höfðum
okkar, því lausnarstundin er í
nánd. Drottinn Jesús kemur brátt.
Það var gert ráð fyrir, að þessi
grein kæmi í fyrra blaðinu, en
myndamótin komu of seint. En þar
,sem þær hafa svo mikla spámann-
lega þýðingu og færa manni fróð-
leik um ýmsa hluti, viljum við
b.rta þær nú.
Auk þess, sem að ofan er nefnt
um framfarir síðustu tíma, vil ég
líka benda á nokkrar uppgötvánir,
sem á alveg sérstakan hátt eru
teknar í þjónustu hins vonda. Það
eru hinar ýmsu eiturgastegundir,
sem verða til þess að kvelja og
drepa menn í komandi stríði.
Aðeins í Ameríku var 1923 eytt
um 2,500000 kr. til þess að útbúa
og rannsaka eiturgas. (Það er margfalt meira nú.
Sama er að segja um hin löndin). Foringi, sem
var að vinna við slíka rannsóknarstöð, segir, að
nú sé búið til fljótandi eitur, sem sé svo hættulegt,
að þrír dropar á hörundið er nóg til að deyða
mann. Ef þessu eitri verður dreift yfir jörðina
frá flugvélum, mun alt lifandi drepast.
Önnur eiturgastegundin, 1 e w i s i t i n, er, eftir
sögn The Lancet, miklu hættulegri en sin-
nepseitrið, sem var notað í heimsstyrjöldinni. Ein
fiugvél með 2000 kg. lewisitgas getur drepið all-
ar manneskjur á 11 kílómetra löngu og 30 metra
breiðu svæði. Edison heldur því fram, að alla íbúa
Lundúnarborgar megi drepa á 3% klukkustund,
Lauslega þýtt úr Korsets Scier.
Súlurnar í musterinu.
14