Afturelding - 01.03.1936, Page 4
AFTURELD.ING
Vinur okkar horfði á blómvöndinn. Án efa hafði
einhver gestur gefið hann. Aftur og aftur mælti
hann fyrir munni sér þessi orð: „Við fórum allir
villir vega,“ „já, í þeim sauðahóp er ég, einn af
þeim, sem ganga sína eigin_vegi.“
Lengra komst hann ekki að þessu sinni, en
hversu stórt skref er ekki stigið fram á við, þeg-
ar syndugur maður skilur, að hann er einmitt einn
af hinum viltu og glötuðu sauðum. Um kvöldið,
þegar Eiríkur litli bauð honum góða nótt, sagði
hann: „Eiríkur, litli, kæri drengurinn minn, bið
þú fyrir mér í kvöld, um fram alt annað.“
Eiríkur spenti greipar, eins og vani hans var
er hann bað og hóf bæn sína með veikari rödd en
ella: „Drottinn Jesús, góði, trúfasti hirðir, ég bið
þig að varðveita sauðinn þinn í nótt og vaka yfir
honum þangað til í fyrramálið. Ver þú honum
nærri, amen.“
„Góða nótt hr. lögreglumaður! ég er mjög
þreyttur," bætti hann við. Hann var rétt að sofna,
er hann sagði síðustu orðin.
Frá þeirri stund var það bersýnilegt, að Eirík-
ur litli átti ekki langt eftir ólifað, hann varð veik-
ari með hverjum degi. Hann var svo þreyttur, að
hann næstum altaf lá í móki. En aftur á móti
jukust kraftar lögreglumannsins hröðum skref-
um. Hann gat nú þegar verið eina klukkustund
á fótum hvern dag. En það, sem var miklu gleði-
legra fyrir hann, var það, að gegn um hin dimmu
efasemdaský hafði sól trúarinnar brotist fram í
sálu hans og gefið lífinu gildi. Andi Drottins
hafði sýnt honum að Jesús var særður einnig fyrir
syndir hans og yfirtroðslur, og hans vegna var
hann krossfestur á Golgata. Nú fann hann nálægð
Guðs. Sá Guð, sem honum hafði virst vera langt
í burtu, stóð nú við hlið hans. Hann var kominn
honum svo nærri fyrir blóð Drottins. Lögreglu-
maðurinn var orðinn fullviss um frelsi sitt, og
hann bar þá eina þrá í brjósti, að mega segja öll-
um mönnunum frá þessari fagnaðarríku full-
vissu.
„Hvar er lögreglumaðurinn minn?“
Það var liðinn langur tími, sem Eiríkur litli
hafði ekki talað nema í hálfum hljóðum, uns það
var kvöld nokkurt að hann í fullum rómi bar fram
þessa spurningu, er hann sá að rúmið við hlið hans
var tómt. Lögreglumaðurinn stóð þar skamt frá
og talaði við hina fyr umræddu hjúkrunarkonu.
Hún var að segja honum, að litli drengurinn, sem
var honum svo kær, gæti í mesta lagi lifað einn
sólarhring til.
Þegar hann heyrði barnið spyrja eftir sér hljóp
hann að rúminu og beygði sig yfir drenginn:
„Hérna er ég Eiríkur minn,“ sagði hann vingjarn-
lega, „hvað viltu?“
„Ó, mig langar svo mikið til þess að þú setjist
hér hjá mér og haldir í hendina á mér. Hann
settist hjá honum og tók fölu og mögru höndina í
sína og þrýsti hana innilega. „Hr. lögreglumað-
ur! haltu í hönd mína þangað til Drottinn Jesús
kemur að sækja mig.“ Er lögreglumaðurinn
heyrði þessi orð, fann hann grátklökkva þrengja
að sér. Hann var í mikilli skuld við þetta barn.
Geðshræring hans var svo mikil að hann kom ekki
upp nokkru orði. „Ó, mér er svo illt í fætinum,“
sagði litli sjúklingurinn, og rödd hans lýsti þján-
ingum. Systirin hefir sagt að það verði ekki langt
þangað til Jesús kemur.“
Lögreglumaðurinn gat ekki lengur varist gráti.
„Hvers vegna grætur þú hr. lögreglumaður ? Ég
hélt að lögreglumaður gréti aldrei.“
„Jú, vinur minn litli, lögreglumaður getur grát-
ið, þegar Guð hefir endurfætt hann og gert hann
að barni í annað sinn.“
„Ertu hryggur vegna þess að ég fer héðan?
Langar þig til þess að vera með? Það er gott, því
þá skal ég skila því til Drottins Jesú, þegar ég fæ
að sjá hann.“
„Já,“ sagði lögreglumaðurinn, „mig langar til
þess að vera með.“
Eiríkur litli spenti greipar og sagði með veikri
rödd: „Lögreglumanninn langar líka til að koma
heim, Drottinn Jesús!“
Því næst féll höfuð hans niður á koddann, en
litlu hendurnar héldu fast um hægri hönd lög-
reglumannsins. Eiríkur hafði aftur augun, hann
átti örðugt með að draga andann.
Alt í einu opnaði hann augun, athugaði vin
sinn með eftirtekt um leið og hann bað: „Trúfasti
hirðir, lambið . . . þitt . . . kemur . . . til . . .
þín, sauðurinn kemur einnig. Lögreglumanninn
langar líka til að vera hjá þér.“
Enn þá eitt þungt andvarp, og Eiríkur litli var
þangað fluttur, sem engin tár, né harmur er til,
þar sem alt er fagurt og dýrðlegt. Drottinn hafði
tekið lambið sitt heim til sín. En fyrst hafði hann
orðið verkfæri til þess að leiða syndarann til kross-
ins.
16