Afturelding - 01.03.1936, Blaðsíða 5

Afturelding - 01.03.1936, Blaðsíða 5
AFTUBELDING Svölunarlind Ufsins. Eins og hindin, sem þráir vatnslindir, þráir sál mín þig, ó, Guð. (Sálm. 42, 1.). Eins og hindin er knúin af innri þörf að leita vantslinda, þar sem hún fái að svala þorstanum, svo er og um mannssálina; hún er knúin áfram af innri þörf — sárum þorsta — um vatnslausa eyðimörk lieimsins í leit eftir svölun, friði og hvíld. Menn kalia það að leita hamingjunnar, en sú leit verður mörgum löng, já, æfilöng, og endar oft með tortíming sálnanna, af því að menn leita töfrasýna og hillinga eyðimerkurinnar í stað hins lifanda Guðs, lífsuppsprettunnar blessuðu, er sval- ar þorstanum sára og veitir eilífan frið og hvíld. „Eins og hindin, sem þráir vatnslindir, þráir sál mín . . . Hvað þráir sál þín, vinur minn? Guð einn er þin svölunarlind. — Lát þú ekki blekkjast í þessu, því að með honum verður þér allt til hamingju ,en án hans verður þér allt til óhamingju. Bið þú Guð að hreinsa þrá sálar þinn- ar, svo að hún stefni til hans, sem einn getur sval- að henni. Flestir þekkja margt um Guð, og margir hugsa oft um hann, en þeir finna enga svölun eða full- nægju. Guð er fjarlægur — lokuð uppspretta, nema í Jesús Kristi. Jesús er uppsprettuaugað dýrmæta, sem stendur opið æ og ætíð. Eins og hindin fær svölun, þegar hún finnur lindina, eins fá þeir svölun í Guði, sem finna Jesúm. Þess vegna sagði Hann líka: „Komið til mín, allir þér, sem erfiðið og þunga eruð hlaðnir, og ég mun veita yður hvíld.“ Matt. 11, 28. Hann sagði ekki beinlínis: Komið til Guðs, heldur: „Komið til mín“. Þú verður að fá þorstanum svalað gegn um Jesúm — koma til Guðs gegn um Hann, því Hann sagði: „Ég er vegurinn og sannleikurinn og lífið; eng- inn kemur til Föðursins nema fyrir mig.“ Jóh. 14, 6. Þess vegna þurfa allir að byrja á því að koma til Jesú og trúa á hann, til þess að fá „líf og nægtir.“ Tárin streymdu niður kinnar lögreglumannsins. Hann fyrirvarð sig ekki lengur fyrir það. Barnið, sem hann á þessari stundu, hafði orðið að sjá á bak, og sem hann ekki lengur gat notið samfélags við á þessari jörð, það hafði vísað honum veginn til himinsins. E N D I R. Það er mörgum erfitt að finna Jesúm, og ennþá erfiðara að taka á móti honum í trú. Það er af þvi að eðlisástand mannanna er svo gagnólíkt eðli Guðs-Sonarins eins og myrkrið er ólíkt ljósinu, og myrkrið tekur aldrei á móti því, en víkur að- eins undan. Þannig er það með syndaeðli manns- ins. Það er undir algerðum dómi glötunar og dauða, og á meðan maðurinn þjónar því, víkur hann ætið undan Jesú, eins og myrkrið undan ljósinu, og neyð hans vex. En Jesús vill gefa okkur sjálfan sig. Hann oplnberast hjörtum okkar fyrir áhrif Heilags Anda, svo eðli Hans verður ríkjandi í okkur í stað syndaeðlisins. Mörg hundruð árum áður en Kristur kom í holdi, sagði Guð, fyrir munn spámannsins: ,,Á þeim degi mun Davíðs húsi og Jerúsalembúum standa opin lind, til að þvo af sér syndir og saurugleika." Sak. 13,1. Hversu dásamleg orð! ,,Á þeim degi“, er þeir litu til Hans, sem þeir lögðu í gegn (sbr. Sak. 12,10.) —Á þeim degi, ætlaði hinn heilagi Guð að láta þeim standa opna lind, til að þvo af sér syndir og saurugleik. Við vitum nú að þessi blessaða lind er Jesú dýrmæta blóð, og að hún er fyrir alla. Þegar Jesús var „særður vegna vorra synda“ á Golgata, þá opnaði Guð alheimi lindina, sem af þvær syndir og saurugleik. En þegar ein- hver lítur til Jesú, sem þess, er hann sjálfur hefir lagt í gegn með vantrú og guðleysi síns liðna lífs, og trúir orðum Hans, þá springur hinn harði klettur hins iðrunarlausa hjarta, og lindin streym- ir inn með krafti nýs lífs, sem hreinsar hið gamla syndaeðli burtu. Þá rætast orðin yndislegu: „Það gamla varð að erigu, sjá, það er orðið nýtt.“ II. Kor. 5,17. Þetta þýðir það, að án iðrunar, aftur- hvarfs og trúar glatast maðurinn, með því að hann nær aldrei til Guðs eftir öðrum vegi, enda þótt lind Guðs eilífa hjálpræðis hafi altaf staðið opin; eins og sá deyr úr þorsta, sem ekki neytir vatnsins, og sá heldur áfram að vera óhreinn, sem ekki laugar sig. Guði sé lof fyrir að hann opnaði lind eilífs lífs í Jesú Kristi, til að veita þeim iðrandi og sundurkrömdu svölun og frið. Til þeirra streymir lindin með himneskum krafti fyrir trúna á orð Jesú. — Það er um að gera að treysta á orðin Hans, orðin, sem Hann innsiglaði með blóði sínu. Frelsarinn sagði sjálfur, að blóði sínu ætti að verða úthelt í fyrsta lagi, til þess að við gætum öðlast fyrirgefningu og frið fyrir hið umliðna. Matt 26,28. í öðru lagi, til þess að hreinsa Syndina 17

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.