Afturelding - 01.03.1936, Qupperneq 6

Afturelding - 01.03.1936, Qupperneq 6
AFTURELDING burt úr lífi okkar. I. Jóh. 1,7—9. I þriðja lagi, til þess að veita okkur sigur yfir djöflinum og öllu hans veldi. Op. 12,11. Hefir þú trúað, tekið á móti og þakkað fyrir frelsið í Jesú Kristi? Skeytið. sem bjargaði okkur. Frelsið er sem svanasöngur sólarbjörtu heiði frá, eða hvíld á blómsturbökkum blárra vatna spegli hjá. K ó r: Fyrir blóðið frelsið á ég, fyrir trúna á Jesúm Krist. Hann fékk opnað hliðið gullna, Hans á lófa er nafn mitt rist. A. E. Ég vil fyrir mitt leyti vitna um mátt blóðfórn- arinnar á Golgata, til að veita fyrirgefning, hreins- un og sigur, ef við bindum okkur í trú við orð Biblíunnar og framgöngum í því ljósi, er þau veita okkur. Ef þú vissir, vinur minn, hve traust og örugt Guðs réttlæti í Kristi er, hversu það eitt veitir eilíft líf, — eilífa svölun, frið og hvíld, á meðan hvert annað sjálfvalið réttlæti leiðir til glötunar og dauða, þá mundir þú ekki skoða huga þinn um að setja fót þinn í trúnni inn á Golgata-bjargið og undirskrifa þann blessaða friðarsáttmála, sem Guð býður þér, því „Hann samdi frið með blóðinu út- heltu á krossi Hans.“ Kol. 1,20. En Guðs orð segir: „Blóðið er lífið.“ 5. Mós. 12,23., og „Blóðið frið- þægir með lífinu.“ 3. Mós. 17,11. Syndin tekur frá okkur lífið með Guði, svo við ráfum um í myrkr- inu og finnum enga varanlega hvíld, en í blóði Jesú Krists, Guðs-Sonar, gefur Hann okkur sitt heilaga líf; og eigi fæst fyrirgefning syndar án úthelling- ar blóðs, og eigi verður hið glataða líf gefið okkur til baka án úthellingar heilags blóðs, það er heilags lífs. Jesú gat ekki gefið okkur líf sitt á annan hátt. Sá, sem trúir orðinu um friðþægjandi, hreinsandi og frelsandi kraft Jesú dýrmæta blóðs, geymir orð- ið í hjarta sínu og játar það með munni sínum, hann mun komast að raun um, að hann hefir öðl- ast nýtt eðli, sem þráir heilagleika en þolir ekki synd. Þetta er lífið í blóði Jesú Krists hins ein- getna Sonar Guðs. Ó, kom þú að lindinni sorgmædda sál, þar svölun og hvíld fæst, sem ekki er tál! Guð kærleikans, sannleikans, sendir þér frið og sælu þá himnesku uppsprettu við. Jón Jónasson. Það var löngu eftir miðnætti að hin langa B & O lest, Saint Louis, á leið til Cincinnati, rann inn í Washington, Ind. Lestin var yfirfull af farþegum. Það hafði verið stór, kristileg, samkoma í Saint Louis, og nú var fólkið, svo hundruðum skifti, á leiðinni heim til sín. Það voru sjö svefnvagnar og einn dagvagn. Auk þess var einn fyrir flutning og farþega. Við ferðafélagarnir, Jim og ég, undirbjuggum nætur- ferðina, sem bezt við gátum. Jim var kindari en ég vélamaður. Við höfðum beðið eftir þessari lest í Washington og fórum með henni þaðan. Þegar við vorum að hita upp drátt- arvélina um kvöldið, fanst mér eins og þung byrði legðist yfir mig. Ég gat ekki skilið þetta. Mér fanst eins og eitthvað voðalegt væri í aðsigi, og ég drap lítillega á þetta við Jim. Við vorum báðir trúaðir og féllumst þess vegna á það, að best væri fyrir okkur að biðja til Guðs. Við krupum á kné og fólum okkur varðveislu hans, sem er eins máttugur að annast sína, að nótt sem degi. I öruggu trausti til hans lögðum við af stað í þessa næturferð. Þetta var í marga staði undarleg nótt. Aldrei hafði okkur virst lestin renna jafn létt og þýtt eft- ir teinunum, sem einmitt nú. Hún þaut gegnum jarðgöngin, dimm og drunga- leg. Nákvæmlega á réttum tíma komum við til Seymour, Ind. — Við vorum komnir inn yfir mitt Indland og hættulegasti hluti ferðarinnar var orð- inn að baki. Hinn óttafulli kvíði, sem yfir mig hafði komið, í byrjun ferðarinnar, var nú vikinn úr hjarta mínu. Þegar lestin var um það bil fimm mílur fyrir austan Seymour, nálægt Storm Creek brúnni, sást bjarmi af degi. Alt í einu sá ég mann koma hlaup- andi móti okkur, meðfram járnbrautarteinunum. Hann veifaði hattinum með slíkum ósköpum, sem væri hann þegar genginn af vitinu. Á svipstundu greip ég til neyðarhömlunnar og lestin stöðvaðist fljótlega. Ég spurði manninn hvort nokkuð væri að. „Brotinn teinn rétt fyrir framan lestina,“ hrópaði hann. Ég hljóp út úr lestinni og sá að teinninn var brotinn á hárri bakkabrún, rétt fyr- 18

x

Afturelding

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.