Afturelding - 01.03.1936, Page 7

Afturelding - 01.03.1936, Page 7
AKTURELDING ir framan okkur. ,,Ég þakka Guði, því hann hefir heyrt bænir okkar,“ sagði ég. Svo sneri ég mér að manninum og spurði hann: „Hvernig stóð á því, að þér genguð út að járnbrautarteinunum um þetta leyti sólarhringsins?“ Hann svaraði: „Ég og kon- an mín vöknuðum mikið fyrr í morgun, en vana- lega, og meðan við sátum að morgunverði var eins og einhver segði við mig: Farðu til járnbrautarinn- ar, farðu til járnbrautarinnar. Og aftur heyrði ég þetta: Farðu til járnbrautarinnar. Ég stóð í flýti upp frá borðinu og þaut af stað. Konan mín spurði hvert ég ætlaði. „Ég ætla að fara til járn- brautarinnar,“ sagði ég.“ „Hvers vegna?“ spurði hún. „Ég veit ekki,“ sagði ég. „Væri ekki betra að ljúka morgunverð- inum áður en þú ferð?“ spurði hún. En ég lét ekk- ert hindra mig. Niður yfir akurinn og girðingarnar, hljóp ég, til járnbrautarinnar. Ég fylgdi brautinni með aug- unum, og takið eftir: Upiú á 20 feta háum bakka, sá ég brotinn tein. Ég stóð við um stund og hugsaði, hvað á ég að gera? Frá hvaða átt mun fyrsta lestin koma? Ég hafði ekki langan umhugsunartíma, því á sama augnabliki heyrði ég skrölt í lest, sem kom frá Seymour. Ég gat ekkert gert nema veifa hatt- inum og kallað.“ „Eruð þér trúaður?“ spurði hann. Ég játaði. Og á næsta augnabliki beygðum við, í sameiningu, hné okkar og þökkuðum Guði fyrir björgunina. Meðan við báðum, kom lestarstjórinn til okkar og spurði: „Hvað er að?“ „Líttu á,“ sagði ég, og benti um leið á hinn brotna tein. „Við vorum núna að þakka Guði fyrir dýrðlega varðveislu hans á lífi okkar og allra farþeganna í þessari lest'“ Við sögðum honum síðan alla sög- una. Og enda þótt hann væri ekki trúaður, þá varð hann að viðurkenna, að þetta væri undur- samleg hjálp, og sagði blíðlega: „Guði sé lof fyrir þenna mann, sem hann sendi okkur til hjálpar. Því næst gerðum við að hinum brotna teini, svo hægt væri að halda áfrarn með hægri ferð, og báðum síðan brautarvörðinn að stöðva næstu lest, sem væri á leiðinni hingað, til þess að vara hana við hættunni. Því næst kvöddum við hinn aldraða bónda, og óskuðum honum Guðs friðar. Þegar við vorum komin alla leið til Cincinnatti, hallaði ég mér upp að veggnum í lestinni og virti Greftraðir með Kristi. Lærisveinar Jesú voru undrandi yfir því, að Jesús sagði, að auðveldara væri fyrir úlfalda að ganga í gegnum nálarauga, en fyrir ríkan mann að komast inn í Guðsríkið. „Hver getur þá orðið hólpinn?" spurðu þeir. Jesús svaraði: „Fyrir mönnunum er það ómögulegt, en Guði er ekkert ómáttugt.“ Og á öðrum stað segir Jesús: „Ég er dyrnar, sá sem gengur inn um mig, hann mun hólpinn verða. Og hann mun ganga inn og ganga út og fá fóður.“ (Jóh. 10, 9). Af því að Jesús -er dyrnar, þá verður hver sá, sem gengur inn um hann, að skilja allar eigur sínar eftir fyrir utan, þegar hann gengur inn í Guðs ríki. Og Jesús segir hjá Lúk. 14, 33: „Þannig getur enginn af yður, er eigi sleppir öllu, sem hann á, verið læri- sveinn minn.“ Og við Nikodomeus sagði Jesús: „Undrast þú ekki, þó ég segi þér: Yður ber að endurfæðast.“ (Jóh. 3, 7). Þó Nikódemus væri lærimeistari í Israel, þá vissi hann það ekki, að þeir þyrftu að endurfæðast, eða hvernig það gæti átt sér stað, fyr en Jesús útskírði það fyrir hon- um. Én skyldi ekki vera líkt ástatt með suma læri- feður á íslandi nú á tímum. Það er víst ekki neitt aðalatriði, að nemendur eða kennarar þurfi að vera endurfætt fólk. Og þó gerir Jesús það að fólkið fyrir mér, sem hafði verið samferða. Sumir létu gleði sína í ljós, yfir því, að vera komnir á réttum tíma á stöðina. Aðrir gengu hnakkakertir fram hjá mér. Þeim var það auðsjáanlega ekki ljóst, hversu nálægt þeir höfðu verið hliðum dauð- ans, á þessum sama morgni. Nei, þeir vissu ekki um bænirnar, sem höfðu stigið í himininn, fyrir lestinni, og fengið bænheyrslu á hagkvæmri tíð. Tveimur dögum síðar heyrði ég, að lestin, nr. 55. sem fór vestur yfir, hefði brotið teininn, þegar hún keyrði yfir hann. Brautarvörðurinn hafði verið beðinn að vara við teininum, rétt austan við Storm Creek brúna. En af einhverri orsök, náðu ekki boð- in lestinni, áður en hún fór af stað. — Við Jim vorum ekki í vafa um hver bjargaði okkur. Það var Hann, sem sagt hefir: „Hrópið til mín á degi neyðarinnar og ég mun bjarga yður.“ (Þýtt úr „Den store Glede“). P. E. 19

x

Afturelding

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.