Afturelding - 01.03.1936, Qupperneq 8
AFTURELDING
aðalskilyrði fyrir því, að syndarar geti komist í
Guðsríki, að þeir endurfæðist.
Það er enginn vegur til hjálpræðis að kenna
það, að barnaskírn frelsi frá dauðanum og djöfl-
inum, og gefi eilífa sáluhjálp, öllum, sem því trúa,
eins og það er orðað í fræðum Lúthers.
Mætti Heilagur Andi opna hjörtu mannanna
fyrir Guðs heilaga orði, eins og það stendur í
Biblíunni, og leiða sálirnar til Krists, þá mundi
sjást meiri ávöxtur trúarinnar, en nú sést svo
víða. Þá mundi guðsafneitun, efnishyggjan, anda-
trú og allskonar villur, sem nú vaða uppi hér á
landi, ekki vera settar í staðinn fyrir Guðs heil-
aga orð, sem er lifandi og kröftugt og beittara
hverju tvíeggjuðu sverði, og smýgur inn í insta
fylgsni sálar og anda, liðamóta og mergjar, og
er vel fallið til að dæma hugsanir og hugrenn-
ingar hjartans. (Hebr. 4, 12).
Jesús sagði: ,,Ef maðurinn fæðist ekki af vatni
og anda, getur hann ekki komist inn í Guðsrík-
ið.“ (Jóh. 3, 5). Þetta ber ekki að skilja þannig,
að börnin geti ekki orðið Guðs náðar aðnjótandi,
þótt þau deyi áður en þau eru skírð; því Jesús
sagði um óskírðu börnin, sem voru borin til hans,
að þeim heyrði Guðsríki til. Og þó lét Jesús ekki
skíra þau. — Jesús kom í heiminn til að friðþægja
fyrir syndir mannanna, með pinu sinni og dauða,
og kaupa oss Guði til handa með blóði sínu.“ Svo
Guðs náð stendur öllum til boða, sem ekki hafna
henni vísvitandi. En börnin geta ekki staðið á
móti náðinni, á meðan sál þeirra er saklaus og
hrein. Af því geta þau orðið hennar aðnjótandi.
„Ótti Drottins er upphaf viskunnar og þekking
hins heilaga sönn hyggindi.“ ,,Sá, sem óttast Guð,
öðlast viturt hjarta.“ „Varðveit hjarta þitt fram-
ar öllu öðru, því þar eru uppsprettur lífsins,"
segir Salómon. Og þetta er það, sem þarf að kom-
ast inn í hjörtu barnanna, áður en syndin nær
tökum á þeim. Börnin þurfa fyrst og fremst að
þekkja hinn sanna Guð, trúa á Hann, elska og
tilbiðja Hann af öllu hjarta. Það þarf fyrst og
fremst, að predika Guðs orð yfir þeim, því að
trúin kemur fyrir prédikun Orðsins. Og þá er um
að gera, að Orðið sé prédikað rétt, því að trúin
fer eftir því, hvernig Orðið er prédikað. Og það
er engu síður nauðsynlegt, að framfylgja kenn-
ingunni í verkunum, en að kenningin sé rétt fram
. borin. Af því Orðið missir bæði líf og kraft við
það, ef ekki er breytt eftir því. Það verður þá
aðeins dauður bókstafur. Þá sannast það, sem
Jesús sagði í endir fjallræðunnar, að, ef einhver
heyrði orð hans og breytti ekki eftir þeim, þá
væri hann líkur heimskum manni, sem byggði
hús sitt á sandi. Og postulinn segir, að trúin sé
dauð, án verkanna.
Jesús sagði við samversku konuna, sem hann
hitti við brunninn: „Sá, sem drekkur af þessu
vatni, hann mun þyrsta aftur; en, ef einhver
drekkur af því vatni, sem ég mun gefa, þann
mun aldrei að eilífu þyrsta, heldur mun það vatn,
sem ég mun gefa, verða í honum að lind, er sprett-
ur upp til eilífs lífs.“Hér á Jesús við lífsins vatn,
sem hver maður þarf að drekka, til þess að öðl-
ast eilíft líf. Það eru þau dýrmætu náðarorð, sem
fram gengu af munni Jesú, sem hann hefir til
vor talað, til þess að gefa heiminum líf. Orð, sem
hann hefir einnig geymt handa oss, sem nú lif-
um, og sem hann mun geyma handa komandi
kynslóðum, alt til daganna enda
Sá, sem drekkur þessi dýrmætu náðarorð, eins
og þyrstur maður drekkur sætan svaladrykk,
hann mun fyrir þau eignast eilíft líf. Jesús sagði:
„Sælir eru þeir, sem heyra Guðs orð og varðveita
það.“ (Lúk. 11, 28). Og ekkert annað nafn er
oss gefið, sem oss er ætlað fyrir hólpnum að verða.
„Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf Son
sinn eingetinn til þess að hver, sem trúir á hann,
glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.“ (Jóh. 3, 16).
Þar eð Guð hefir elskað oss svo heitt, að hann
gaf sinn elskulega Son í dauðann fyrir oss, þá
ætti það að vera oss ljóst, hversu góður Guð er,
og hve ástríkan Föður við eigum á himnum. En
þá ætti oss jafnframt að vera ljúft að elska hann
sem ástrík börn hans, og vera honum af hjarta
þakklát fyrir allar þær gjafir, sem vér verðum
aðnjótandi, og þakka honum sérstaklega fyrir, að
hann hefir gefið oss sinn elskulega Son, Frelsara
vorn Jesúm Krist. Því hann hefir gefið oss alla
hluti í honum. En ef vér elskum Guð og frelsara
vorn, þá elskum vér hans orð. Guðs orð er þá
orðið oss sem sætur svaladrykkur, og vér höf-
um yndi af að heyra það og festa oss í minni.
Jesús sagði: „Sá, sem elskar mig, mun varð-
veita mín orð og Faðir minn mun elska hann og
við munum koma til hans og taka okkar bústað
hjá honum.“ (Jóh. 14, 23). En ef kærleiki Krists
á að geta búið í hjörtum vorum, þá verðum vér
að vera greftraðir með Honum. Vér verðum að
20