Afturelding - 01.03.1936, Blaðsíða 11
AFTUREL,DI,NG
var og er enn í dag, heilagur staður meðal sam-
verja. Jakob gróf brunninn og hann er 35 metra
djúpur. Grikkir hafa byggt kirkju yfir brunninn,
en vegna stríðsins var aldrei byggt á hana þak.
Nokkrir múnkar sjá um að alt sé í röð og reglu
við brunninn og verkfærið, sem er til að ná upp
vatninu. Lát það aðeins falla niður. Drag það svo
upp og það er fult af tæru vatni, sem er ljómandi
gott og svalandi fyrir hinn þyrsta. Hugsa sér að
þetta verk Jakobs, að byggja brunninn, skyldi
verða til blessunar fyrir okkur líka. Jesú orð um
vatnið eru einnig fyrirnútímann: „Hver, semdrekk-
ur af þessu vatni, hann mun þyrsta, en hver, sem
drekkur af því vatni, sem ég mun gefa honum,
hann mun aldrei að eilífu þyrsta, heldur mun vatn-
ið, sem ég mun gefa honum, verða í honum að
lind, er sprettur upp til eilífs lífs.“ (Jóh. 4,13—14.).
Hellelúja! Við förum nú frá þessum stað til þess
að athuga umhverfið. Ein af elstu borgum Pale-
stínu er frammi fyrir okkur. Hún hefir nú 24,000
íbúa. Hér bygði Abraham altari og ákallaði nafn
Drottins (Mós. 12,6—7.). Og Jakob sló tjöldum
hér eftir að hann kom frá Mesópótamíu, keypti
land og byggði altari (Mós. 33, 18—20.). Á þessum
stöðvum var Jósef seldur af bræðrum sínum. Borg-
in var griðastaður fyrir hina blóðseku, sem flýðu
undan hefnd (Jes. 20,1—9.). Við höfum nú dýrð-
legan griðastað. Lesið Róm. 8,1. Nú koma bílarnir,
og þegar allir hafa tekið sæti, er lagt af stað til
Jerúsalem.
Umhverfið er eyðilegt og mjög óslétt. Sólin er
að síga og varpar gullnum geislum á veg okkar,
sem liggur í mörgum bugðum yfir fjalllendi Júða.
Það er falleg mynd, að sjá bifreiðarnar með tendr-
uðum ljósum, þjóta fram á mismunandi hæðum
en þó á hinum sama vegi. Eftir margra klukku-
tíma ferð sjáum við ótal ljós fram undan okkur,
og bráðum er kallað frá fyrsta bílnum til þess
næsta: Jerúsalem! Jerúsalem! Það voru einkenni-
legar tilfinningar í brjósti mér, þegar ég hugsaði
um, að brátt væri ég í hinni heilögu borg. En það
er raunverulegra að hugsa um hina himnesku
Jerúsamlem, þar sem engin nótt mun vera.
Hallelúja!
Bílar okkar keyra upp til Dalanýlendunnar, sem
liggur spölkorn fyrir utan norðurmúr Jerúsalems.
Sumir ferðafélaganna áttu að dvelja þar, en ég og
fleiri héldum áfram til Jaffahliðsins. Þar stigum
við úr bílunum. Þar hittum við svertingja frá
St. Jóhans hótelinu, sem var sendur til að sækja
ferðatöskur okkar. Við látum hann taka alt, sem
þyngir okkur, og göngum svo lausir við byrðarn-
ar í gegnum hliðið inn í borgina.
Reynsla sú, sem Davíð hafði forðum, rætist nú
á okkur: „Fætur vorir standa í hliðum þínum,
Jerúsalem. Jerúsalem, þú hin endurreista, borgin
þar sem öll þjóðin safnast saman.“ Sáím. 122,
2—3.
Nokkur gÖtuljós varpa daufri birtu yfir veginn
þar sem við göngum. Hér og þar sáum við menn
liggja sofandi, sveipaða möttlum sínum. Við kom-
um svo til hótelsins, og það var indælt að fá að
þvo sér, eftir þessa 22 mílna ferð, í ryki og brenn-
andi hita, og fá síðan að borða. Þjónninn er dug-
legur og maturinn góður, svo enginn kvartar. All-
ir eru glaðir og ánægðir og vegsama Guð fyrir
hina dásamlegu hjálp hans þann daginn. Ég og
bróðir Pétursson gistum í herbergi nr. 24. Sálma-
skáldið Davíð talar í 24. sálminum um skilyrðin
til þess að fá að stíga upp á fjall Drottins og
dveljast á hans helga stað. Þetta varð nú svo dýr-
mætt fyrir okkur, að við vegsömuðum Guð mikil-
lega fyrir hið dýrðlega frelsi Guðs. Þar á eftir
var það ljúft, að fá að ganga til hvíldar, þessa
fyrstu nótt í höfuðborg hins heilaga lands. Við
vöknuðum um 5 leytið næsta morgun við nokkur
einkennileg köll, sem gerðu okkur undrandi yfir,
hvað nú væri að gerast, svona snemma, áður en
fólk er útsofið. Ég fór á fætur og dró upp glugga-
tjöldin til þess að sjá, hvað um væri að vera, og
sá mann upp í turni skamt frá; hann var að hrópa
út bænastundina fyrir alla rétttrúaða Móhameðs-
menn. Guðs börn fá að blygðast sín fyrir þá, þeg-
ar um er að ræða að byrja daginn snemma með
bæn, og halda því áfram, því þeir hafa fleiri á-
kveðnar bænastundir, og krjúpa hvar sem þeir
eru og hrópa til Allah.
Þrátt fyrir það, að kallarinn hélt þessu áfram í
hálfan tíma, fórum við ekki á fætur fyr en kl. 6.
Við lágum og lofuðum Guð, sem hafði frelsað okk-
ur frá öfgakenningum Móhameðsmanna, sem ekk-
ert sameiginlegt hefir með Jesú og verki hans á
Golgata.
Hugsið ykkur hvað það er fyrir okkur, að
vakna nú með endurnýjuðum kröftum og fá að
byrja nýjan dag, sem færir okkur nýja undur-
samlega reynslu og andlega blessun.
Frh.
23