Afturelding - 01.03.1936, Síða 12
AFXURELDING
Frá víngardi Drottins.
Við höfum nú þá ánægju, að kynna lesendum
Aftureldingar þau Martin og Alfhild Mathisen,
Martin Mathisen.
Alfhild Mathisen.
sem komu hingað til landsins í vetur, til þess að
starfa í víngarði Drottins. Þau hafa þegar orðið
til mikillar blessunar hér í Eyjum, en hér hafa
þau verið um tíma. Guð blessi þau ríkulega.
Ásmundur Eiríksson og frú hafa starfað á
Sauðárkróki eitthvað í vetur. Ásmundur skrifar,
að þau hafi fengið að biðja fyrir fáeinum sálum.
Þau hjónin eru nú á Siglufirði og boða Guðs orð.
Milda Spángberg er á Norðfirði, og heldur þar
uppi hinum blóði stökta fána krossins. Og þó að
erfiðleikar mæti, þá er Drottinn með í starfinu
jog hjálpar í gegn um allt.
Jónas Jakobsson og frú eru á Blönduósi og
,boða fagnaðarerindið um Jesúm Krist og hann
krossfestan. Einnig þar hafa nokkrar sálir snúið
' sér til Drottins.
Sæmundur Sigfússon farandbóksali hefir verið
í Reykjavík og nágrenni í vetur, en fer nú eitt-
hvað út um land með blöð og bækur. Vonandi að
margir vilji greiða för hans, þegar hann kemur.
Margir geta þá fengið tækifæri til að kaupa
Biblíur, Sálmabækur, Passíusálma og ýmsar aðr-
ar kristilegar bækur, og blaðið Afturelding.
k
Sigmundur Jakobsen heldur uppi starfinu á
kureyri. Vinirnir þar hafa leigt hús fyrir sam-
AFTURELDIWG
kemur út annan hvern mánuð og verður 70—80
siður á ári. — Árgangurinn kostar 1,25 og greiöist
fyrirfram. Borga má með ónotuðum isl. frímerkjum.
Verð i Vesturheinii 50 cents og á Norðurlöndum 1,50
— í lausasölu kostar blaðið 25 aura hvert eintak.
Ritstjóri og útgefandi:
Eric Ericson, Box 85, Vestmannaeyjum.
komur, er það til eins árs. Guðs verk gengur fram,
þrátt fyrir alla mótstöðu mannanna.
Guðs verk heldur áfram að útbreiðast meir og
meir, þrátt fyrir það, að nokkrir hafa tekið sér
fyrir hendur að ráðast á starf okkar í ýmsum
blaðagreinum. En þar sem við vitum, að fólki
leiðast þessar ádeilugreinar í blöðunum, viljum
við ekki eyða rúmi þessa blaðs til þess að svara
þeim. Þegar Orðið fær ekki að ráða, þá verða
menn að tína saman allskonar rangindi og óhrein-
leika og sverta sönn Guðs börn, sem eru alger-
lega saklaus. Og þó að við getum hreinsað okkur
af þessum aðfinslum og útúrsnúningum, þá vilj-
um við heldur fela Drottni málefni okkar og biðja
Guð að opna augu þeirra, sem hugsa með óvildar-
hug um starf okkar. Sannleikurinn mun sigra að
lokum. Þeir, sem vilja kynnast skoðun okkar um
skírn Andans, ættu að lesa ritið „Fyrirheit Föð-
ursins“, (er fæst á afgr. blaðsins), ásamt öðrum
ritum og sálmabókum okkar. Þessar ádeilugrein-
ar gefa til kynna, að þeir, sem mæla á móti, hafi
ekki kynst Hvítasunnuhreyfingunni, eins og hún
er, og þekkja ekki hin blessunarríku áhrif hennar
á hjörtu þeirra manna, sem Drottinn hefir bless-
að fyrir tilstilli hennar.
Leiðrétting.
1 fyrra blaði hefir slæðst inn lítil prentvilla í
greininni „Rómaríkið og Reiðitíminn". Þó að það
sé aðeins eitt -i-, þá breytir það meiningunni og
gefur villandi hugsun. Þar stendur: „Því síðasta
vika, hin 70. vikan, sem um er talað í Dan. 9, 27
er að líða á sjónarsviði núlifanandi manna,“ en
á að vera: „ . . . er að líða á sjónarsvið núlif-
andi manna.“ -i-ið hverfur. Þetta er leiðrétt í
nokkrum hlutu upplagsins, en menn eru beðnir
að athuga þetta.
24
Steindórsprent h.f.