Afturelding - 01.01.1938, Blaðsíða 9

Afturelding - 01.01.1938, Blaðsíða 9
.AFTURELDING Seinna hefir hún oft og mörgum. sinnum sat> t: »ílg fékk ást á honum viö fyrsta aug'natillit«. Við hugsuðum um máliö og báðum til þess aö vita vilja Drottins. Þegar við komumi til tJrvira réöu trúboðarnir þar okkur frá að taka drenginn. Þrátt fyrir það gat kona mín ekki fengið hann úr huga sér. Það var stöðug rödd í hjarta hennar, sem eins og sagði: »Taktu hann, taktu hann«. Á leiðinni heim hittum við aftur föður Immanúels, og komum okkur saman um, að hann skyldi senda hann til trúboðsstöðvar okka,r. Svo skyldum við sjá til, hvernig gengi. Margir mánuðir liðu, án þess að drengurinn kæmi, og við voii-um farin að ssetta ckkur við, að föðurnum hefði snúist hugur. Mikil var því undrun okkar, er við dag nokk- lun sjáum feðgana komna inn. á trúboðsstöðina. Viö höfðum einmitt þá mjög annríkt. »Ja, nú kem ég með Immanúek, sagði faðirinn. Allir heimamenn icomu nú til þess að skoða »undrið«. Faðirinn .hafði meðferðis ofurlitla tösku með fötum drengsins. Hann vildi undirskrifa samning þess efnis, að við mættum eiga Immanúel. En það sinn fannst okk- ur ábyrgðin of stór til þess, að við gætum tekið tjlboði hans. Daginn eftir fór hann aftur áleiðis til Luvungi. Nú spyr ef til vill einhver sem svo: »En hvaða ástæðu hafði þessi maður til að gefa ykkur dreng- inn?« Jú, hann langaði svo til, að drengurinn sinn eignaðist gott heimili. Hann vildi líka varðveita hann frá áhrifum Arabaur.a í Luvungi. Þar að auki vissi hann, að við mundum veita honum kristi- legt uppeldi. »Þið megið gera úr honum kristni- boða, ef þið viljið«, sagði hann, »en látiö hann íyrir alla muni ekki komast í hendur hinna kaþólsku, þvi þá mundi ég he.dur taka hann aitur«. Rétt áður en þetta gerðist heyrði Immanúel greinilega, er hann var einn á gangi úti, rödd, sem endurtók hvað eftir annað orðið »Jesús«. Hann var ennþá í Luvungi. Hefir hann seinna sagt okk- ur frá því. Hann hafði aldrei á æfi sinni heyrt þetta nafn, og hann skildi það ekki. »Nú þar á móti«, segir Immanúel, »skil ég allt saman«, og þá brosir hann yfir allt andlitið. Þegar faðir Immanúels kvaddi okkur fór dreng- urinn að hágráta, og þegar ég fylgidi föðurnum á leið frá trúboðsstöðinni, grét einnig hann svo sárt, að það var átakanlegt að sjá hann. »Þér skuluð fara til baka«, sagði hann, »ég- vál helst vera ein- samall«. Svo fór hann. Ég horfði á eftir honum, bar til hann hvarf og byrjaði að ganga upp bratt- an fjallsveginn. Það voru sjálfsagt þung spor — ef til vill einhver þvngstu sporin í öllu lífi hans. Eftir marga klukkutíma hætti Immanúel loks að gráta. Auðvitað var hann ókunnugur okkur. og við honum. Nokkra daga fór hann einföium hryggui- í bragðL Stundum saman stóð hann einn úti í horni, það leit. út. f.vrir, að ha,n,n ta>ri í þung- urn þönkunum. ■> Frh. Hann vann 24 stundir Dag nokkurn heimsótti ég ungan verzlunarstjóra á skrifstofu hans. Eins og vanalega hafði hann mikið að gera. »Gerið svo vel að sitja eitt augna- blik, þá skal ég afgreiða yður«, sagði hann. »Þér vinnið mikið«, sagði ég. »Hve margar stundir vinn- ið þér á da,g?« »24«, svaraði hann brosandi. Hann sá, að ég varð undrandi, og bætir við: »Hér vinn ég 10—12 tíma. Hinn hluta sólarhringsins vinn ég meðal andfætinga? minna«. »Þet,ta skil ég ekki«. »Þá skal ég útskýra þetta betur«, sagöi han.n alúö- lega. »Þegar ég var unglingur, var ég gripinn af miklum, ábuga, fyrir triiboðsstarfinu. Ég ákvað að fara til Kína og starfa þar ao útbreiðslu náðarboð- skapa'rinsi, þegar ég hefói aldur til. En faðir minn do, áður en þessi ósk mín uppfylltist og verzlun hans var í þvi ástandi, að aðeins sá, sem hafði per- sónulegan áhuga, gat reist hana við. Lífsskilyrói méður minnar og yngri systkina voru hád viðhaldi verzlunarinnar, s.vo ég var neyddur til að vera ’neima. En þótt ég ekki gæti farið sjálfur, ákvað ég að hafa þá staðgöngumann á trúboðsakrinum. Ég kosta því innfæddan starfsmann í Kína«. Síö- an tók hann niður slitið landakort af suöurhluta Kína, benti á ákveðinn stað og sagði: »Hér starfar fnlltrúi minn og hefir myndað söfnuö og byggt skóla. Hann vinnui' meðan ég sef. Á þann hátt vinn ég 24 stundir fyrir Drottinn minn og Frelsara«. Notar þú í þjónustu Drottins það, sem þú hefir milli handa? FÍLÁDELFÍUSÖFNUÐURINN Hverfisg. 44 Rvík. hefir samkomur á þessum tímum: Á sunnudögum kl. 31/* e. m. Sunnudagaskóli, kl. 5 og 81/,, opinberar samkomur. Á þriðjudögum kl. 872 Biblíulestur. Á fimmtudögum kl. 872 opinber samkoma. 9

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.