Afturelding - 01.01.1938, Blaðsíða 11

Afturelding - 01.01.1938, Blaðsíða 11
.AFTURELDING Einnift’ þar var ciefið tækifæri til þess að tala um ísland. Pað voru mörs; þúsund manna, sem hlust- uðu á með mikilli eftirtekt, og- vildu fræðast um land os>' þjóð. 1 þessum söfnuði er stöðug vakning, og margir, sem leita Drottins á hverri samkomu, enda fjölgar tala safnaðarmeðlima um mörg hundr- uð á hverju ári. Þessi söfnuður st.yrkir um 35 trú- b< 'da í ýmsum löndum^ og hefir starfið á þeim stöð- um tekið miklum framförum. Sumstaöai-, t. d. í Suður-Ameríku eru margir söfnuðir, sem hafa mörg þúsund meólimi. Söfnuðurinn hefir líka mikið líkn ar,starf með höndum, svosem barnaheimili oggam- almennaheimili i Stokkhólmi. Hann veitir 57 at- vinnulausum mönnum' næturgistingu ókeypis á hverri nóttu yfir vetrartímann og mörgum hundr- uðum manna miödegismaf á hverjum degi. Það var inndælt, að vera í þessum söfnuði cg sjá allt, sem gerist. Einnig er þar undursamlegt starf með- al barnanna, seim koma saman í sunnudagaskóla kl. 9 á hverjum sunnudagsmorgná, og þar að auki eitt kvöld í viku. Enda endurfæðast mörg börn á hverju ári og ganga inn í sofnuðinn. 1 Stokkhólmi var hver einasti dagur eins og hug- ljúfur hátíðadagur, því að ýmifet vorum við á sam- komum eða hjá vinum okkar eða, skoöuóum hina fögru borg. 1 Stokkhólmi hittum við einn daginn Carl And- er&son, sem fyrár nokkrum árum síðan kom til ls- lands. Við ákváðum þá a,ð verða samíerða til »Skansen«. Það er gríðarstór skemmtigarður, þar sem allskonar gamlir munir eru sýndir, og svo er einnig stór dýragarður. Ef þið, kæru börn, ,sem sjá- ið blaðið, viljið fylgjast með mér, þá ætla ég að láta ykkur í huganum koana með mér, því ég býst ekki við, að svo mörg ykkar fái tækifæri til aó heimsækja slíka staði. Jæja, ef þið eruð tilbúin, leggjum við af stað til Dýragarðsins í Stokkliólmi. En ég skal segja ykkur, að það var heitt, þegar við vorum í Stokkhólmi. Hér um bil 35 stig í skugg- anum. Við stígum þá fynst inn í strætisvagninn og ökum þangað. því það er of langt aó ganga. Carl Andersson mætir okkur við hliðið, og þar sem hann er mikill barnavinur, borgar hann fyr- ir okkur, því. hann borgaði fyrir okkur hjónin og Inger dóttur okkar, þriggja ára, enda var það mest hennar vegna, sem við fórum þangað. Hún skemmti sér líka hið bezta. Fyrst er há brekka upp að ganga. Þegar upp er kornið, förum við að skoða marga, merkilega hluti frá fornum tímum. En Inger litla hefi.r ekkert gaman af því, og ég býst. við, aó þ:ð séuð eins. Þvi skulum við heldur fara að sKoóa dýrin. Viö förum þangað sem Lapparnir búa í .sínum koiúm, og þar rét,t hjá eru hreindýrin inni í uárðirgu. Þau hafa gríðarstór horn, þótt lítil séu þau sjálf. Þau stökkva til og frá, upp á kletta.na og niður á grasið. En við förum dálítið lengra og komum þangað sem bjarndýrin eru. Það er gaman að sjá þessi dýr. Sum eru stór og sum lítil og jafnvel húnar eru þar. Það er gert ráð fyrir að taka myndir af þeim. Þess vegna er ost,i og hveitibrauði kastað inn til þeirria, til þess aó fá þau til a,ð standa á aftur- löppunum. Eg tók fáeinar myndir af þeim: fáið þio nú að sjá eina þeirra hér. Þau eru þarna i stóru búri, sem er úthöggvið í bjargilnu. Hringinn í. kring eru skurðir, til þess að enginn geti komið of ná- lægt þeim, af því aó það er hættulegt. Þau klifra stundum upp í trén eða synda í vatninu eða ganga um og vonast eftir að fá eitthvað hjá fólkinu, sem keinur til aö skoða þau. Stundum öskra þau og láta ilia þegar edtthvað er þeim ekki aö skapi. Þar rétt hjá eru líka hvítabitnir í samskonar búri niðri í berginu. Þeir synda, þarna í kring í skurðinum eða skríða upp á klettana eða inn í hellina. Ég vor- kenndi þeim að vera svo langt í burtu fr]á Norður íshafinu, sem er þeii'ra, uppx unalega heimkynni, og konmir í þenna rnikla hita. Til að svala þeim eitt- hvað, bar ég þeim kveðju frá köldu jöklunum á íslandi, sem ég hafði séð hverfa í fjarska fáein- um vikum áður. En nú erum við búin að ganga um í meira en 2 klukkustundir, svo við erum bæði þyrst og svöng; við skulum þá fara og fá okkur gcsdrykki og vín- arbrauð. Svo þurfið þið að hvíla, ykkur dálítið áð- ur en við höldum áfram að s'koða meira. En mjög er þetta fallegur staður, þar sem við sitjum og horf- um í kringum okkur á blómin, og allt saman. Þarna ganga stúlkur um beina, sem eru klæddar alls konar þjóðbúningum. Hvert héraó hefir sem sé sim eigin þjóðbúning. En nú förum við af stað til að skoða elgsdýrin. Þau eru stærri en íslenskur hestur. Það er næst- um sorglegt að sjá þessi stóru dýr, sem eru vön frjálsræðinu í hinum miklu skógum í Svíþjóð, innilukt þarna á litlu svæði. Eg hefi sfundum séð þessi dýr í skógunum heima. Einu sinni, er ég var á veiðiför á stöðuvatni einu, kom elgskýr meó tveimur kálfum út að ströndinni rétt hjá mér, Ég sat í bát á bak við smáey nokkra, svo að þau sáu 11

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.