Afturelding - 01.03.1938, Síða 4
AFTURELDING.
Hvar stendur þú?
Aðfaranótt hins 7. nóv. 1933 dxeymói mig- eft-
irfarandi draum: Eg- þóttisit vera staddur undir
háu fjalli, þar sem samankomið var rnargt af fólki,
er allt virtist vera að skemta sér á mjög- margvís-
legan hátt, eins og maður sér svo oft í daglega líf-
inu. Fannst mér, sem ég ekkert yndi geta fest við
neitt af því, sem þar bar fyrir augu. Dró ég mig
því út úr fjöldanum og leitaði upp eftir fjallshlíð-
inni. Fækkaði fólkinu stöðugt, eftir því sem ofar
dró. En yfir fjöldanum, sem niðri. á láglendinu var,
sá ég sem eina straumhringiðú. Loks var ekki nema
fámennur hópur umhverfis mig, og var ég þá kom-
inn hæst; upp í hlíðina og staddur hjá mjóum, dyr-
um, er litu út fyrir að liggja inn í. fjallið. Yildi ég
ganga inn u:m þessar dyr og halda áfram göng-
unni. Fór ég því að tala, um það við þá, sem næst-
ir mér voru, hvort þeir ekki vildu verða með. En
vill ekki sá, sem ég nú er! En ég vil reyna að snúa
við frá lastabrautinni! Guð gefi að það sé ekki of
seint! Á morgun gef ég mig fram við lögregluna og
játa þá þjófnaði, sem ég hefi framið, til þess að
líða svo réttláta hegningu. Eg læt nokkra, seðla í
skúffuna, þeir munu efalaust nægja fyrir húsa-
leigunni, notið svo afganginn fyrir eitthvað handa
yður sjálfri og börnunum. Pér getið með góðri sam-
vizku tekið á móti peningunum, ég hefi unnið fyrir
þem á heiðarlegan hátt. Minnist mín einhverntíma
og biðjið fyrir mér, að ég fái náð að byrja nýtt líf.
Ef til vill finnst náð hjá Guði fyrir slíkan vesaiing
sem mig. — Gestur«.
Hún opnaði kommóðuna. Henni til mikillar undr-
unar, fann hún þar tvo hundrað krónu seöla.
Gagntekin hneig hún niður fram á ásjónu sína
og sagði: »Ö, Guð, þakka þér, að þú hefir varðveitt
elsku börnin mín, vakað yfir húsi og heimili og
hjálpað mér á þennan undursamlega hátt! Allt gull
og silfur í heiminum er þitt, og þú útvelur hvern,
sem þú villt til að vera erindreka þinn, þegar þú
villt hjálpa þínum nauðstöddu börnum. Minnstu í
náð þinni þessa glataða sonar, og leið hann aftur í
föðurfaðminn! Fyrirgefðu mér vantrú mína, þeg-
ar ég á að líta á loforð þín, cg gef mér náð að taka
barnslega á móti hjálp frá þér hvern dag og' hvert
augnablik í senn!
Kristín J. Þ. þýddi úr »Barnens Hiirold«.
þeir virtust vera á báðu;m: áttum eða hálfhikandi.
Hrópa ég því út til hinna fáu, sem þarna voru. Við
förum í Jesú nafni! Lýk ég svo upp dyrunum cg
geng inn, en aðeins tveir menn koma með mér.
Komum við inn á. mjóan veg, er lá upp á við. Geng-
um við eftir honumi, þar til við komum að háum og
bröttum, stiga. Fórum við þá að klifra upp hinn
bratta stiga. Þegar við erumi komnir þó nokkuð upp
í hann, fórum við að heyra óm af söng. Loks ná-
um við síðustu tröppunni og komum við þá inn í
afar stóran sal, þar sem mikill fjöldi fólks sat og
söng Guði lof og dýrð. Gengum við inn eftir miðju
gólfi, þar til við fundum sæti, og settumst þar. Ekki
hætti fólkið að syngja, þó við kæmum, heldur hélt
það hinum yndisfagra söng áfram. Er við vorum
sestir niður, fórum við þegar í stað að syngja með.
Pað var unaðslegur söngur, sem miðaði eingöngu að
þvi að lofa og vegsama Guð og Einkason Hans,
Drottinn vorn og Frelsara Jesúrni Krist. Pannig
var haldið lengi áfram, síðan var staðið upp og
gengið út úr salnum. Kom, ég þá auga á mann í
hvítum- klæðum. Fannst mér þá í svefninum, setn
það myndi vera Drottinn Jesús sjálfur. Kom, hann
til okkar, sem fylgst höfðum að alla leið. Vísaði
liann okkur á þrjú herbergi með uppbúnum rúm-
um í, þar sem við skyldum hvílast, varð mér þá,
hugsað til ciroa Drottins. I húsi Föður míns eru
ntörg híbýli«.
Þannig endaði þessi draumur, því að í þessu
vaknaði ég. Þeirri sælu og ró, sem yfir mér var,
þegar ég vaknaði, fæ ég ekki með orðumi lýst. En
nokkurra atriða í sambandi. vil ég geta, því að þau
færðu mér þegar í stað mjög mikla blessun og hafa
ætíð síðan verið mér undursamleg. Þegar ég lít á
drauminn, þá er sem ég sjái heiminn og mannlífið,
eins og það kemur mér fyrir sjónir í dag. Fyrst sé
ég þann mikla f jölda, sem aðeins sækist eftir hinni
tælandi og hverfulu gleði, sem heimurinn veitir, en
leita þess eigi, sem er hið efra. Næst sé ég annan
hóp, sem er mörgum sinnum mdnni. Er sem ég sjái
þar þá, sem veitt hafa að einhverju leyti Guðs orði
viðtöku, og sem svo tregast á. göngunni. Og er veg-
urinn virkilega fer að verða örðugur og þröngur,
nema þeir staðar og halda ekk,i lengra, Þá sé ég í
priðja lagi þá, og þeir eru fæstir, sem láta ekkert
aftra sér en halda ótrauðir áfram görgunni í Jesú
nafni, þar til takmarkinu er náð — eilíföarbú-
staðnum heima hjá Guði og Frelsaranum. Minn
per,sónulegi vitnisburður er sá, að eitt sinn var ég'
í þeim hóp, sem ég fyrst hefi bent á. En er Jesús
16