Afturelding - 01.03.1938, Qupperneq 10
AFTURELDING.
urnar fyrir hann. »En Drottinn bætti daglega við
í hópinn« — þ. e. söfnuðinn — t»þeim, ei' írelsast
létu« (Efes. 5, 25. Post. 2, 47.), — svo ber þér aö
ganga í biblíulegan söfnuð. — Hefir þú gert. það?
— Hann gerðist yðar vegna fátækur, til þess að
þér auðguðust af fátækt hans — svo ber þér aö
lieiðra Guð með eigurn þínum. (II. Kor. 8, 9. Lúk.
16, 9). — Hefir þú gert það? — Af því þekkjum
við kærleikann að hann lét lífið fyrir oss, svo eig-
urn vér að láta lífið fyrir bræðurna (I. Jóh. 3, 16.).
Ert. þú reiðubúinn að gera það?
Petta eru nokkur greinilegustu blóðsporin í
hjarninu. Hversu langt hefir þú fylg't þeim? Ég
segi aftur: Prófaðu sjálfan þig, samkvæmt Guðs
orði. Ef til vill hefir þér farið eins og sveininum,
er fór að horfa í kringum sig. Var það svo með
þig? Fórstu að hlusta eftir hliðarröddunum mörgu?
Hættu slíku! Gerðu sem hinn bróðirinn. Virtu fyr-
ir þér hvað það hefir kostað Frelsara þinn aö
höggva þér sporin upp frá glötuninni og til eilífa
lífsins. Ef þú setur þér í raun og veru fyrir sjón-
ir, hvað Kristur varð að líða fyrir þig, þá gilepur
þig varla degi lengur holdsvilja urðin, sem þúsundir
Guðs barna hafa hlaupið út í og beðið tján á sálu
sinni fyrir, — ef ekki í endanlagu frelsi, þá í end-
anlegum launum.
»Því að höfuð mitt er alvott af dögg, hárlokkar
mínir af dropum. næturinnar«. (Ljóð. 5, 2.). Þessi
orð urðu til þess að vekja brúðina í Ljóöaljóöurn
af andvaraleysi hennar og kæruleys:, i því aö
fylgja brúðguma sínum. Ef til vill er þetta hin
fegursta skammstafa lýsiug af þjáningum Kristg
f'yrir mennina. »Því. að höfuð mitt er alvott aí
dögg, hárlokkar mínir af dropum næturinnar«. I
sambandi við myrkraverk Júdasar getur að lesa:
»Þegar hann nú hafði tekið við bitanum, gekk
hann þegar út. En þá var nótt«. Heyr hinn dimrna
og örlagaþunga nið í orðunum: »En þá var nótt«.
Andi Guðs, sem andað hefir undramerkingum í
Ljóðaljóðin, leit fram til þeirrar skelfilegu nætur,
er skall yfir Krist, þegar honum var útskúfað af
Guði, vegna. mín og þín. Þá döggvuðust hans heii-
Ögu hárlokkar af gremiþrungnum. örlagatárum alls
inannkynsins. — I gegnum þessa fáorðu lýsingu
sá, brúðirin í Ljóð. allan blóðferil brúðguma síns
fyrir sér. Hún sá blóðdropana undan þyrnikrans-
inum pressast út í hár hans. Hún sá þyrnana
stinga, fleiri og fleiri, — fleiri blóðdropa væta hár-
lokka hans, unz höfuð hans var orðið alvott af
dögg næturinnar — dögg hinnar skelfilegustu og
kvalamestu nætur, er nokkru sinni hefir kramið
mannlegt hjarta. — Þetta sá brúðirin og hún
þurfti ekki að sjá meira. Hún stóð upp af andvara-
leysinu til þess að verða eitt með brúðguma, sínum,
— og rekja blóðför hans í hjarninu. — Þarft þú
virkilega meira en þetta, t.il að sjá, hvað Kristur
hefir liðið fyrir þig, til þess að einnig þú rísir upp
t.il þess að fylgja blóðsporunum meira en nokkurn
spöl, heldui alla leið? — Vertu trúr eins og Daníel.
Gakk fram til endalokanna og þá muntu taka hlut-
skifti þitt þar án blygðunar, ásamt cllum þeim, er
trúir hafa reynst.
Besta bókin.
»Pitt orð er lampi fóta ininnu og LJÓS á vegi niínuni«.
Sálm. 119:105.
öllum kristnum mönnum, sem trúa því, að Bibl-
ían sé Guðs orð og þekkja þau áhrif, sem hún hef-
ir á hjörtu þeirra, sem heyra Guðs orð og varðveita
það, ber saman um, að Biblían sé besta bók heims-
ins. Og ekki aðeins besta, bókin, heldur iíka eina
bókin, sem gefur o,ss fullkomna þekkingu á sönn-
um og lifandi Guði, vilja hans og fyrirætlunum meo
oss mennina, sem viljum vera hlýðin börn hans,
Allt Guðs o>rð vitnar um kærleika Guðs til vor.
Jesús sagði við lærisveina sína: »Hver sem elskar
mig, mun varðveita mín orð, og Faðir minn mun
elska nann og til hans munum við koma. og gjöra
okkur bústað hjá honum. Sá sem ekki elskar mig,
hann varðveitir ekki mín orð, og' það orð sem þér
neyrið, er ekki mitt, heldur Föðurins, sem sendi
mig«. Jóh. 14, 23.'—24.
En hvaða sannanir hefir þú fyrir því, að Biblí-
an sé Guðs orð? seg'ja sumir. Biblían er skrifuð
22