Afturelding - 01.03.1938, Síða 5

Afturelding - 01.03.1938, Síða 5
AFTURELDING frelsaði mig', gekk ég yfir í hinn annan hóp. En trátt rak ég mig á þann þröskula, ,sem heitir »skírn hinna trúuðu« samkvæmt Guðs orði og úthelling Heilags Anda. Fór ég því að biðja Guð um að hjálpa mér yfir, svo að ganga mín með honum mætti halda áfram en ekki standa í stað. Og Guöi se lof og dýrð. Hann gaf mér tækifæri til að ganga niður í skírnarlaugina með Jesú eftir að hafa játað trú mína á Jesúm Krist, eins og gert var á hinum fyrstu tímum kristninnar. Þá veitti hann rnér einnig hina dýrmætu gjöf Andans. Hallelúja! Svo ótrauður vil ég nú halda áfram með þeimi, sem byggja allt á. fyrirheitum Drottins og öruggir bíða eftir að kallið frá himninum hljómi, og þeir verði fluttir inn í hina himnesku dýrð- Bibííulegskírn: - ■>. Jesús slcírist af Jcliannesi, í Jórdan. »En Jó- hannes skírði líka í Ainon náiægt við Salem, því að þar var mikið vatn«. Jóh. 3: 23. »En er Jesíis var skírður sté Hann jafnskjótt upp úr vatninu; og sjá, himnamir opnuðust fyrir IJonum, og Hann sá Guðs Anda stíga ofan eins og díifu og koma yfir Hann«. Matt. 3: 16. »Gjörið iðnm og sérhver yðar láti skírast í nafni Jesú Krísts til fyrírgefningar synda yðar, og þér mwiuð öðlast gjóf Heilags Anda«. Post. 2: 38. 1 hvaða hóp ert þú? Ert þú með þeim, sem byggja allt á fyrirheitum Drottins og eru reiðu- búnir að mæta Kristi, hvenær sem er? eða ertu annarsstaöar? ö, ger þú þig þá reiðubúinn að mæta Guði. Kom til Jesú, eins og þú ert, og hann mun i’relsa þig. S. B. V. if ríMómi (lýrðar Drottins. Eftir Jósef Hultén. Hátt, stefnir Páll hugsunum sínum og óskum, sér og trúarsystkinum sínum til handa. Hann læt- ur sér ekki nægja mola, sem falla frá borði hins ríka, og álítur ekki heldur, að aðrir trúaðir þurfi að gera það. En þótt hann sé sendiboði í böndum, án ytri heiðursviðurkenningar, er hann sér þess meðvitandi — með fullri djörfung — að hann er málsvari Drottins. Bundinn á líkamanum, en. frjáls í andanum beygði hinn aldraði postuli kné fyrir sínum himneska Föður, og biður að fullkomnun kraftar og náðir gefist Efesussöfnuðinunu Með hví- likri fullvissu og djörfung framkvæmir hann ekki bænastarf sitt. Fangelsisveggir og bönd gátu ekki skilið hann frá þeim fjölda af Guðsbörnum, sem hann bað fyrir. Iiann vissi, að bréf hans ættu að fullkomna mikilvægt starf, en fram yfir allt varo- veitti hann bænina, og notaði hana þess vegna með svo mikilli kostgæfni. Til síns himneska Föður beinir postulinn bæn sinni. Hann lítur yfir hina takmarkuðu möguleika Guðs barna og lyítir augum sínuni. og hjarta til hæða. Þar mætir hann í augum Föðurins kærleika hans og þrá eftir að gefa. Hvílíka gjöf gaf Jesús okkur, þegar hann kenndi okkur að segja FAÐiít. Og hve fljótt eftirfylgjendur hans lærðu að nota þetta orð, sjáum við af bæn Páls. Orð han,s hafa hlotið að láta ókunnuglega í eyrum heiðingjanna,. Þeir voru ekki vanir að umgangast, sína guði svo einlæglega. En Páll kenndi þeim og vill einnig kenna okkur, að festa augu okkar í barnslegri ein- lægni á Drottinn. Gefur það okkur ekki dýrðlega fullvissu um bænheyrslu, að Guð vill vera okkar Faðir. Jarðneskur faðir gefur börnum sínum oft meira en þau biðja um. Hve miklu fremur gefur ekki hinn himneski Faðir börnum sínum. Barna- hópur hans er stór, en Hann er Faðir fremur öll- um öðrum á himni og jörðu, og okkur er skylt að minnast þess, þegar við biðjum. Páll biður líka um ósegjanlega mikið, að Guð skuli gefa þessum söfn- uði af ríkdómi dýrðar sinnar. Sá Guð, sem Páll til- bað, hafði ótakmarkað vald og ómetanlegan rík- dóm. Kristur var milligöngumaðurinn í öllum á- formum Guðs. Þess vegna bjó öll fylling guðdóms- ins í honum. Allt of oft er reynsla og bænheyrsla annara mælikvarða fyrir þeim blessunum, sem við 17

x

Afturelding

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.