Afturelding - 01.03.1938, Qupperneq 8

Afturelding - 01.03.1938, Qupperneq 8
AFTURELDING, Honum: Heill vertu, Gyðingakonungurinn! Og þeir slógu Hann í höfuðið með reyrstaf og hraktu á Hann, og féllu á kné og veittu Honum lotning. Og er þeir höfðu spottað Hann, færðu þeir Hann úr purpuraskikkjunni og færðu Hann í. Hans eigin klæði. Og þeir fóru út með Hann, til þess að kross- festa Hann«. Margir segja, ef til vill: »Ekki mundi ég hafa gert þetta. Það getur, ef til vill, verið satt. Marg- ir hafa ekki djörfung til þess og eru ekki svo haro- ir, að þeir geta farið og þrýst þyrnikórónunni á liöfuð hans, eða rekið naglana í gegnum hendur og fætur Frelsarans. En í staðinn gera þeir annað, sem ég nú vil benda á. Hvernig er það, þegar þér heyrið um Jesúm Krist: Að Hann hafi liðið kro,ss- ins kvalir vor vegna, að Hann hafi borið syndir vorar, að Hann hafi dáið fyrir oss — trúið þér þá því og gangið fram í hjartans einlægni til að votta Honum þakklæti? Farið þér þá til Hans í trú og játið syndirnar fyrir Honum og takið á móti hreins- un í blóði Hans? Eða hneykslist þér af þessari frá- sögu? Postulinn talar um þá, sem á ný krossfesta Guðs Son. Ekki svo að skilja, að þeir leggi hann á krossinn og reki naglana í. gegnum hendur Hans og fætur. En hvað gera þeir þá? Þeir eru í sama hóp og spottararnir við kross Krists. Þeir hæða og spotta og fótum troða blóð Hans, sem óhreint væri, og gera verk Krists einskisverð fyrir þá sjálfa. Athugaðu vinur, hvar þú stendur, og hvað þú. gerir, og gerðu það á þessum föstutíma, á þessum Páskum. Veldu hið rétta, veldu Jesúm, því Hann gefur þér eilíft líf. Einhver vill, ef til vill, segja: þá verð ég líka, hæddur og smánaður. Já, það getur verið. En er það ekki betra að ganga með Jesú út fyrir herbúðirnar og bera vanvirðu Hans, þegar Iiann vildi bera synd og vanvirðu vora. Og það verður aðeins um stuttan tíma, sem vér þurfum að bera þessa vanvirðu. Og er það nokkur van- virða. að vera með Jesú. Alls ekki. Það er hinn mesti heiður. Og það þarf kraft; og djörfung til þess. En kraftinn gefur Drottinn. Ef vér höfum öðiast lífið í Guði, þá er það dýrmætt að fá að fylgja Jesú, hvert sem Hann vill leiða oss. Og þeg- ar IJann opinberast í dýrð, þá munum vér líka opinberast með honum í dýrð. En ef vér blygðumst vor fyrir Krist hér, þá mun Hann blygðast sín fyrir oss hjá Föður sínum. Hyað ætlar þú að vel,ia? Viltu ekki velja Jesúm Krist? Hann er ekki ao- eins Konungur Gyðinga, heldur Konungur alls heimsins og Konungur vor persónulega. Og allir verða eitt sinn að koma fram fyrir hástól Hans. Hvoru megin verður þú þá? Þegar Kristur dó, þá opnaðist vegurinn alla leið inn í himininn, og vegurinn er opinn í dag. Þao er fyrir Jesúm Krist, sem vér getum komist heim til Guðs. Hundraðshöfðinginn skildi, að Hann, sem dó á krossinum, var Sonur Guðs. Hann viðurkenndi það lika. Þú skilur þetta og trúir því líka. En samt hefir þú, ef til vill, ekki öðlast fullvissu um frelsi þitt. Hvað er orsökin? Skyldi það vera, að þú hefir ekki viðurkent trú þína á Krist — að þú trúir, að Hann sé Frelsarinn þinn, sem hefir dáið fyrir þig? Lestu söguna í guðspjöllunum, og taktu eftár, ‘nvernig allb þetta fór fram, og segðu við sjálfan ]jig: »Hann gerði það allt fyrir mig«. Ef þú gerir þao í hjartans einlægni, þá er ég viss um, að þú get- ur ekki annað en elskað Jesúm, sem elskaði þig að fyrra bragði. E. E. Leiðréttíng: I greininni um svertingjadrenginn í fyrra blaðinu stendur, að Immanuel hafi, fæðst árið 1935, en á auðvitað að vera 1925. Allir hafa sennilega skilið það af innihaldi greinarinnar og af myndinni. Athuíraseind: 1 síðasta tölublaði Aftureldingar í grein- inni »Aðeins eitt blað«, er minnst á að Sven Lidmann hafi skrifað bók, »Huset med de gamla fröknarna«. 1 þessari bók er hann að lýsa aðallega djúpu og- heilögu trúar- hfi annarsvegar, en nafnkristni hinsvegar. En nokkru sið- ar ritaði hann aðra bók, »Sásom gennom eld«. Pað er í lienni, sem hann lýsir hinu innilega trúar- og bænarlífi hinna trúuðu og starfi Heilags Anda, og segir meðal ann- ars, að á meðal þeirra hafi komið fyrir tunguta.l og út- legging tungna. Við viljum hérmeð gefa nánari skýringu á þessu. FILADELFÍUSÖFNUÐURINN Hverfisg. 44 Rvík. hefir samkomur á þessum tímum: A sunnudögum kl. 3Y2 e. m. Sunnudagaskóli, kl. 5 e. m. opinber sainkoma. Á þriðjudögum kl. 872 Bililíulestur. Á fimmtudögum kl. 872 opinber samkoma. Dr. Parker hitti eitt sinn mann, ,sem sag'ði við hann: »Ég skil ekki, hvers vegna Kristur valdi Júdas meðal lærisveina sinna?« Parker svaraði: »1 útvalningu hans, er annað, sem ég skil ekki«. »Hvað er það?« spurði maðurinn. »Að hann valdi mig:«, svaraði Parker rólega. 20

x

Afturelding

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.