Afturelding - 01.03.1938, Blaðsíða 9

Afturelding - 01.03.1938, Blaðsíða 9
iAFTURELDING Blóðsporin í hjarninu. Efiir Ásmund Eiríksson. Maðar nokk.ur, og- tveir synir hans, tóJf og- tíu ára gamlir, voru að kindaleituim í brattri fjallshlíð um hávetur í miklu hörsli. Að skammri stun.du, eftir að faðirinn hafði sent þá eitthvað frá sér, heyrði hann skerandi hljóð frá þeim. Þegar hann kom á vettvang, sá hann sér til mikillar skelfingar, að þeir höfðu farið út á hjarnbreiðu eina inikla, og hrapað lengi, unz þeir á næsitum óskiljanlegan hátt böfðu stöðvast á lítilli nibbu, er sitóð upp úr hjarn- breiðunni. Neðan við þá hélt svellhörð fönnir. á- fram fram af háum gínandi hömrum. Þegar faðir- inn kom í betra kallfæri við þá, kölluðu þeir til hans, að hvert, augnablik væri þeirra síðasta, því þeir væru orðnir svo þreyttir í höndunum að halda sér. »Hvert augnablik!« Það var næg frýjun föð- urhjartanu. Hann slær hæl sínum með alefii í hjarnið, svo markaði undan. Hann reiðir fót sinn á. ný — og ,ái ný. Hjarnið var ógurlega hart, en hann tók ekki svo mikið eftir því. »Hvert augnablik!« Þetta var hugsunin, ,sem yfirstté allan líkamlegan sársauka. Skórinn. var þegar trosnaður á hælnum — sokkarnir einnig. Hvað var þetta? Blóð í hæl- farinu? Nei, hann sá ekkert nema syni sína, heyrði ekkert nema þetta eina: »Hvert augnablik«. Hann sló hjarnið fyrirstöðulítið sundur með hinu, lifandi — blóðuga íshöggi. Hana, þar þreif hann í þá báða með heljarafli. »Stígið nú nákvæmlega í sporin mín til baka, því ég skal marka þau næg'ilega djúp fyr- ir ykkur«. Iiann gerði það líka — að marka spor- in nægilega djúp, og blóðið rann út í snjóinn og litaði hann rauðan. Sveinarnir stigu í hin logblóð- ugu spor föðursins og sáu skinn og holdtætlur verða eftir í hælfarinu — hér og þar. En nú kom það, sem ekki skyldi. Þegar Iaeir nálguðust uroina annars vegar, fannst öðrum sveinanna, hann ekki þurfa lengur á blóðsporum! föður síns að halda. Hann hleypur upp úr sporunum og ætlar sér að hlaupa í urðina, en missir fótanna og fellur á brjóstið í, urðina, með örkumla afleiðingum fyrir alla æfina. Hinn sveinninn aftur á móti fylgdi sporum föður síns, unz blóðið í því síðasta rann út. í, rauða fjallshlíðina. Frásaga þessi hefir mörgum sinnum komið í huga minn, semi glöggt dæmi upp á andlegan sann- leika. Við mennirnir vorumi sem sveinarnir staddir á heljarþremi glötunarinnar. En á réttu augnabliki kom HANN, sem markaði okkur blðsporin í hjarn- ið. — og hann gerði það einmitt með hæl sínum. »... það skal merja höfuð þitt, og þú skalt, merja hæl þess«. Af nokkuð á, þriðja hundrað beinum, semi finnast í mannslíkamanum, er hælbeinið talið sterkasta beinið. En jafnvel það marðist — klofn- aöi undan nagla krossins — þegar Jesús hjó okk- ur frelsissporin í hjarn útskúfunarinnar., »Stígið nákvæmlega í sporin mín«, sagði faðir- inn við sveinana. »Eylg þú mér!« segir Jesús. Hvernig hefir þú gert það? — Nákvæmlega? Sérðu ekki Guðs börn skipa, sér í tvær allsherjar sveitir, er hvor um sig fyllir út í framkomu svein- anna? Sveinarnir tóku í. fyrstu sömu sporin báðir. Það hið sama gera öll Guðs börn líka. Við viljum öll frelsast frá glötunarhömrunum, þegar Guðs Andi hefir sýnt, okkur hvílíkt hálmstrá það er, sem við höldum í. Það er ekki spurt um annað en blóðspor Krists í endurlausn lians. Taktu svo eftir hugsanagangi sveinanna! Strax og anna,r þeirra er sloppinn úr mestu hættunni, fer hann að horfa í kringuim: sig. »Þarna er auð fjallshlíðin. Ég þarf sjálfsagt, ekki að fylgja blóðsporunum! lengur. Nú get ég vel hlaupiö upp á mínar eigin spýtur«, hugs- ar hann með sér. Og hann hleypur, en hrasar með æfilöngum afleiðingum. — Fyllir þú út, í þessa fyrirmynd? — Hinn sveinninn aftur á móti horfir á. blóðsporin. Hjarta hans fyllist hluttekningu með þeim siársauka, sem hvert nýtt spor eykur föður hans. Hann sér blóðið renna, snjórinn litast. Þetta tek.ur hann slíkum áhrifum,, að ekkert annað kemst að í hjarta hans. Hvert nýtt spor undan blóðugum hæli föður hans verður honurn ný áminning til hans! »Ha,nn gerði það allt fyrir mig«. Þess vegna vansæmir hann ekkert sporanna, — hann helgar þau öll og vígir með hollustubundinni hlýðni. — Fyllir þú út í þes'sa fyrirmynd? — I alvöru spurt: Hvorn sveinanna átt þú að fyrir- mynd, — þú, sem ert Guðs barn og lest þessar linur? Profaðu þig sjálfan. Prófaðu þig samkvæmt Guðs orði. Þar eru blóðsporin mörkuð í hjarnið af Frelsara þínum. Rek þa,u frá byrjun. Sjá, hann dó fyrir þig, — svo ber þér að deyj.a heiminum. — Hefir þú gert, það? — Hann skírðist í Jórdan, — svot ber þér og að skírast niðurdýfingarskírn. — Hefir þú gert það? — Hann skírðist Heilögum Anda, — svo ber þér að skírast Andanum. (Matt. 3, 16. Post. 2, 1—4). — Hefir þú fengið hann? — Ilann elskaði söfnuðinn og lagði sjálfan sig í söl- 21

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.