Afturelding - 01.11.1938, Síða 3
iAFTURELDIN G
Fordæmi Jóels
I Suður-Amenku, þar sem Hjálpræðisherinn
starfaði, kom unujingapiltur dag nokkurn inn á
sjómannaheimilið. Piltinn getum við nefnt Jóel.
Hann óskaði eftir því, að mega vera á sjómanna-
heimilinu einhvern tíma, á þann hátt, að hann
mætti vinna á heimilinu fyrir mat sínum, því
hann var alveg atvinnulaus og févana. — Hann
fékk' að vera á heimilinu.
I frístundum sínum gekk hann út um bæinn,
til þess að skyggnast eftir atvinnu. Eitt sinn, þeg-
ar hann kom heim, gat hann þess, að hann hefði
von um að geta fengið einhverja þóknun fyrir þaö,
að safna auglýsingum í blað. Hann fór strax að
stunda þetta af næsta kappi, en kaupið var ,sára
lítið.
»Ég varð ekki lítið undrandi«, segir yfirmaður
sjómannaheimilisins, »þegar hann fyrsta kveldið,
sem hann hafði fengið ofurlitla greiðslm, fyrir erf-
iði sitt, drap á herbergisdyr mínar, og óskaði aé
mega láta nokkra aura til trúboðsins, það var tí-
undi hlutinn af xaupi hans«. »Nei, Jóel«, sagði ég.
»Þér hvorki getið né megið gefa neitt af þessum
fáu aurum, er þér hafið unnið yður inn«. Og þeg-
ar ég hafði virt fyrir mér bættu og snjáðu fötin
hans, og ga.tslitnu skóna, er hann hafði á fótun-
um, bætti ég við: »Sparið heldúr þetta litla, þangað
til þér hafið safnað einhverju saman handa yður
í föt eða skó, því að þess þarfnist þér vissulegac.
Hvorki svari hans né áhrifunum, sem fylgdu orð-
unum, get ég nokkurntíma gleymt. Með ástúðlegu
brosi og andlitið Ijómandi af friði, sagði hann:
»Eg hefi gefið Guði það loforð, að gefa honum tí-
unda hlutann af öllu því, sem ég vinn mér inn«.
Svo rétti hann mér fáeina aura, og ég fann um
leið í hjarta mínu, að í augum Guðs voru þeir
miklu meira virði en margar krónur, undir venju-
legum kringumstæðum, því að þeir voru gefnir með
réttu hugarfari og af hreinu hjarta.
Hætti þessum hélt Jóel áfram, allt til þess að
hann fór af sjómannaheimilinu, til næstliggjandi
borgar til þess að leita sér atvinnu þar.
Mörg ár liðu, og við heyrðum aldrei neitt frá
honum. Svo var það dag einn, að ég var kvaddur
til dyra, að velklæddur maður stóð úti fyrir. Hann
heilsaði kunnuglega, og brosti um leið. En þegar
hann sá það, að ég kannaðist ekkert við hann, og
heldur ekki konan mín, sem bar að í þessu, sagði
hann: »Hafið þið virkilega gleymt mér?« Við urðum
að viðurkenna það bæði, að við þekktumi manninn
ekki. Þá kynnti hann sig og minnti okkur á tímann,
er hann hafði verið á sjómanna heimilinu. Jóel var
þá kominn þarna, en svona umbreyttur, að okkur
var ómögulegt að þekkja hann. Sagði hann okkur
nú í fáum orðum, hvað á daga hans hafði drifið, og
hversu Guð hafði verið honum undursamlega góður.
Þegar hann kom til borgarinnar, fékk hann um leið
atvinnu. Störf sin rækti hann af mestu samvizku-
semi, og dag einn kom forstjórinn til hansi og spurði
hann eftir því, hvort hann vildi verða sölumað-
ur félagsins, er hann hafði, unnið hjá, í landsþorp-
unum:. Þetta tók hann að sér, og það heppnaðist
svo vel, að það fór langt fram úr vonum félagsins.
Nú hafði hann fasta stöðu með háum launum, svo
ytri kringumstæður hans voru ekki orðnar þekkj-
anlegar við þao, sem áður var. Allur persónuleiki
hans vitnaði ótvíræðast um það.
Með yfirvegandi augum horfði ég á liann um leið
og ég spurði: »Seg mér, Jóel, gefið þér áframhald-
andi tíund til Guðs ríkis?«
»Já, auðvitað, eða hversvegna ekki það? Munur-
inn er aðeins sá, að nú gef ég ekki örfáa aura á
viku hverri, heldui margar krónur. Ég er búinn
að greiða allar gamlar skuldir mínar«. Þegar ég
hafði heyrt. þetta og virt hann fyrir mér, var eins
og ég heyrði orð Drottins hljóma í hjarta mínu:
»Færið alla tíundina í forðabúrið .. og reynið mig
.. segir Drottinn hersveitanna, hvort ég lýk ekki
upp fyrir yður flóðgáttum himinins og úthelli yfir
yður yfirgnæfanlegri blessun«. (Mal. 3, 10).
Ég sannfærðist um það, að þetta fyrirheiti hafði
bóksitaflega uppfylist á Jóel. Allir, sem hafa próf-
að það, að fylgja boði Drottins með tíundina, hafa
fengið að reyna alveg óvæntan ávinning af því,
en auk þess, og það sem mest er um vert, ómet-
anlega andlega blessun. — »Og reynið mig .. á
þennan hátt, segir Drottinn hersveitanna«.
Á. E.
Ó, G-uð leysir ótal fanga,
úttekur sér frjálsa þjóð,
frelídsverlcið fram skal ganga
fyrír heilagt Jesú blóð.
0. E.
63