Afturelding - 01.11.1938, Síða 4

Afturelding - 01.11.1938, Síða 4
AFTURELDING, Fótatak Drottins Litla Elsa, María, lauk upp stóru auguuum sín- um og greip með báðum höndum, um rúmstokkinn á rúminu. Hvaða dagur var í dag? Ekki hátíóis- dagur, ekki afmælisdagurinn .hennar, en — jú, nú mundi hún þaö, — amma ætlaði að koma. Ekki til þess að vera einn dag eða tvo, nei, mamme, sagöi, að hún ætlaði að búa í húsinu hjá þeim, af því að afi væri dáinn. Hún haföi séð hann lagöan í djúpa gröf og mikið af yndislegum blómum með honum. En henni fannst þetta svo sorglegt, að hún grét, og íaldi andlitið í stóra, svarta pilsinu ömmu sinnar. En nú var hann uppi I himninum hjá. Jesú — þar var engin nótt, englarnir voru þar einnig, yndislega hvítir með stóra vængi og -----»Nei, Els,a María, ertu vöknuð?« Mamma hennar stóð við rumið í hvítum kirtli. Hún hafði verið að hjálpa pabba, hann var læknir, og hjálp- aði þeim, sem veikir voru, að þeir yrðu heilbrigðir. Stundum gat hann það ekki, og það þótti honum leitt, og þegar sjúklingarnir clóu, sagði amma, að það væri Guðs vilji, en það gat Eis'a María ekki skilið, en hún var nú aðeins fimm ára. Það var hávaði og umgangur í stigunum, ókunn- ugir menn báru inn stóra kassa og húsgögn frá bílnum', sem stóð úti. Elsu Maríu var harölega fyr- irboðið að vera úti á ganginum. Loksins kom amma og þjónustufólkið hennar. Þær áttu fyrst að borða miðdegisverð. Það fannst Elsu Maríu að taka alltof langan tíma, en þegar amma hennar þurfti svo að taka miðdegishvílrl á eftir, fannst henni nóg um„ því hún átti að fá að vera með, þegar amrna færi að setja allt á sinn stað í her- bergjunum. Þegar amma hafði lagað til í íbúðinni, gekk Elsa, María þar um eins og á sínu heimili. Allt var avo nýtt og svo skemmtilegt. Stólarnir voru hájr, 64 fóðraðir með mjúku flaueli, og hún þurfti að setj- ast á þá, einn efiir annan. Skemmtilegastur var ruggustóllinn og svo perlusaumaða sessan — hún kraup viö legubekkinn og dáðist að henni. Svo var það mynd af pabba, þegar hann var lítill dreng- ui með hrokkið hár, og þá mynclin af afa, henni fannst hann horfa á sig, hvar sem hún var í stof- unni. En hið yndislegasta var stór bók, skreytt með gulli, ,sem lá þar. Það var fjölskyldubiblían, oröið var svo langt, að hún átti erfitt með aö muna það. Pabbi átti margar stórar bækur, en énga líka þessari. Amrna ias fyrir hana og útskýrði myndirnar, og Elsa María hlustaði á meö eftir- tekt, svo bernskan og ellin mættu þar Frelsar- anum Jes't Kristi. Þetta var gáta fyrir barnið, en Guðs An ti hafði leyst hana fyrir gömlu konunni. Alclrei hafði Elsa María heyrt svo yndislegar sög- ur. J'abbi og mamma töluðu ekki um það, sent var í þessari bók. Amma kenndi henni einnig marga söngva um Jesúm og himininn. Borðbæn og kvölclbæn var hún vön að lesa, en þeg,ar hún sá ömmu sína þakka Guði fyrir matinn, varð hún undrancli; hún áleit, að aöeins börn gerðu það. IJugsun barnsins er næm. Hún veitti foreldrumi sínum eftirtekt viö máltíðirnar. »Lest þú ekki borðbæn, pabbi?« spurði hún og horfði á þau til skiptisu Hann svar- aði ekki. Mamma hagræddi pentudúknum og sagði: »Hann gerir það með sjálfum sér«. »Ég er svo glöö hvert jólakvöld« hljómaði söng- urinn. — Hamingjusöm yfir að geta sungió meö sat Elsa María við hlið ömrnu sinnar í kirkjunni jólakvöldið. Orgeihljómurinn, söngurinn og stóru jólatrén, allt þetta fyllti lruga hennar. Þannig hiaut það að vera í himninum hjá Jesú og afa hennar. Hún skildi ekki næsta mikið af því, sem prestur- inn sagði, því hún hafði komið auga á mynd, sem hékk bak við jólatréð, það var Jesús á krossinum. Undan kransinum á enni hans runnu stórir blóð- dropar. Hrædd þrýsti hún sér að ömmu sinni og lét aftur augun, hún gægðist eftir myndinni á ný, en grúfði sig svo niður. Svo kom svefninn, og þegar hún vaknaði aftur, var henni orðið kalt. Jóladaginn varð Elsa, María að liggja í rúminu. Henni var illt í höfðinu, og hitagljái var í augum hennar. Stundum fékk hún köldu, svo hún skalí. Næstu daga versnaði henni. Gamlárskvöld var á,- standið alvarlegt. Annar læknir var sóttur, en hann hristi aðeins höfuðið. — Móöirin sat við rúm- ið, föl eftir næturvökurnar. Elsa María lá með

x

Afturelding

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.