Afturelding - 01.11.1938, Síða 9

Afturelding - 01.11.1938, Síða 9
.AFTURELDIN G í einu kominn út úr skrúðhúsinu og gekk frarn með grátunum. Þar stcð hann með samanlagðar hendur og hlustaði. Það var hinn dýrðlegi fagn- aðarsöngur Rutströms, sem Báckström hafði valið. Já, Rutström, hinn gamli reyndi þjónn og spá- maður, gat samið söngva, sem. voru meira en rím- ið tómt. Það var létt að prédika eftir að Báckström, karl- inn var búinn að syngja burt kuldann og sljóleik- ann úr hugum álieyrendanna. Og presturinn pré- dikaði. Hann hélt áfram í eina klukkustund, já, og aðra til. En enda þótt, þá fannst enginn í kirkj- unni, sem hafði löngun til að ganga út. Allir hlust- uðu steinhljóðir. Hér og þar heyrðist hljóðlátur ekki, en augu hinna trúuðu ljómuðu af gleði. Að guðsþjónustunni lokinni gekk bóndinn inn í skrúðhúsið til kirkjuvarðanna, til þess að borga sektina. Með dcggslegin augu, sagði hann: »Ég borga hér með fimrn ríkisdali. það er skyldu- greiðslu fyrir sönginn«. Þá gekk einn kirkjuvarð- anna frarn og sagði: »Láttu peningana( þína niður!« Ef það er einhver, sem á að borga þessa sekt, þá er ég maðurinn, sem stendur það næst«. Það leið ekki langur tímii eftir þetta, þar til kirkjuráðið í Bergkulla leysti þetta bann upp, því meiri hluta kirkjuráðsins var farið að langa ti: að syngja með í kirkjunni, þó messan væri ekki byrjuð. Á. E. ENkið hvern annan, berjist ekki Oft hafa menn spurt mig: »Hver er afstaða þín til stríðsins?« Aftur og aftur hefir þetta komið upp í huga minn. Hvað eigum við að gera, ef stríð kæmi? Stríðsandinn hvílir á þeim grundvelli, að vilja hafa meira, að taka frá öðrum, að verða mátt- ugir á kostnað annara. Ef það er þetta, sem knýr menn út í stríð, þá getum viö sagt, án þess að rangsnúa orði Guðs, ,að andi og orsök stríðsins sé beint á móti því orði og þeim Anda, sem við finn- um hjá Kristi. Orð Hans, hljóðar þannig: »Elskið mótstöðumenn yðar«. Kristur meinti það, sem hann sagði. Á þeim tíma, sem kristindómurinn var lifandi veruleiki, og mennirnir fylgdu kenningu biblíunn- ar og Heilagur Andi hafði valdið, neituöu menn því að bera vopn móti öðrum og drepa hver ann- an. Fyrir því er trúarjátning þeirra orðin heims- fræg. Hún hljóðar þannig: »Vegna þess að ég er orðinn kristinn maður, get ég ekki farið í stríð móti bræðrum mínum«. Á öllum öldum hafa veriö uppi menn, er staðið hafa trúir þessari frumreglu. Kirkjufaðirinn Tertullian sagði: »Fagnaðarer- indi okkar kennir okkur, að það sé betra aö vera drepinn, en að drepa aðra«. Kvekararnir neituðu algerlega að bera vopn móti öðrum mönnum. Forstöðumaður þeirra, G. Fox, sagði: »Ég get ekki farið í stríð, vegna þess að kærleikur Guch? hefir eytt stríðsandanum úr hjarta mínu«. 1 kirkjusögu Eusebiusar er talað um hermann, sem var í her Rómverja og leið píslarvættisdauða í Sesareu. Marinus, svo var þessi hermaður nefndur, hafði hlotið sigurlaun, en vegna vitnisburðar síns, um Krist, var hann hálshöggvinn. Þegar Marinus, sem var kærður fyrir trú sína, stóð frammi fyrir dóm- aranum, spurði hann, hvaða skoöun hann hefði í trúmálumi. Það var dómaranum ljóst, að Marinus væri kristinn maður og gaf honum þriggjai tíma frest, til þess aö hann gæti skoðað huga sinn um það, hvort, hann ætti að halda fcrúnni eða hverfa frá henni og halda áfram að bera vopn. Þegar hann kom út úr dómarasalnum, tók þá- verandi biskup, Teoteknus, Marinus að sér og tal- aði við hann, tók í hönd hans og leiddi hann inn í kirkjuna. Frammi fyrir hinu heilaga borði og orði Guðs bað biskupinn Marinus að kjósa sverðið eða trúna. Án þess að hika,, tók Marinus, við heilagri ritningu og biskup Teoteknus sagði: »Haltu fast, haltu fast við Guð, og þú skalt vinna það, semi þú ert búinn að kjósa«. Hann var kallaður aftur til dómsals- ins, dæmdur til clauða og hálshöggvinn. Drottinn hjálpi, okkur að feta í fótspor Krists, eins og hinir kristnu forðum, kjósa orð Krists í staðinn fyrir sveröið, kærleikann í staðinn fyrir hatrið, og lifa, líða og deyja fyrir trú okkar á Jesúm Krist. H. L. FILADELFÍUSÖFNUÐURINN Hverfisg. 44 Rvík liefir samkomur á þessum tímum: Á sunnudögum kl. 272 e. m. Sunnudagaskóli, kl. 4'/2 m. opinber samkoma. Á þriðjudögum kl. 872 Biblíulestur. Á fimmtudögum kl. 872 opinber samkoma. 69

x

Afturelding

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.