Afturelding - 01.11.1938, Qupperneq 10

Afturelding - 01.11.1938, Qupperneq 10
AFTURELDÍNG, Asaka ekki Gnð »Allt, sem Faðirinn gefur mér, mun koma til mín, og þann, sem til mín kemur, mun ég alls ekki burt reka. — Jóh. 6: 37. — »Allt, sem Faðirinn gefur mér, mun koma til mín«, segir Jesús. »Þeir voru þínir, og þú gafst mér þá«» segir hann einnig við Föðurinn í sinni fögru bæn. Það voru læri- sveinarnir, sem Guð Faðirinn hafði gefið Synin- um. Jesús gerði ekkert af sjálfum sér, en það var Faðirinn, sem gerði verk sín. Jesús kom í heim- inn að vilja, Föðurins og til að gera vilja hans. Hann hafði þá ekki útvalið lærisveinana eftir sín- um geðþótta, heidur samkvæmt vilja Föðurins. Hann hafði útvalið þá af heiminum. Það er að segja: Þeir voru Guðs, og Guð gaf honum þá. Hann útvaldi það, sem Guðs var. Hann bað fyrir þeim, fyrir heiminum bað hann ekki. ,1 á, hann baö fyrir öllum þeim, sem myndu tnáa á nafn hans fyrir orð þeirra. En hinir urðu að eiga sigf því fyrir heiminum bað hann ekki, en þeir skyldu þó fá að he.vra orð hans'. Það er því ekki komiö undir þeim, sem vill, eöa þeim, sem hleypur, heldur Quöi, sem miskunnar. Þú munt þá vilja segj,a: »Hvað er hann þá að ásaka framar, því hver getur staö- ið gegn vilja hans?« Kæri vinur, hefir þú aldrei athugað, hverjum Guð miskunnar eða hverjir frelsast? »Sá, sem heyrir Föðurinn og lærir, sá kemur til mín«, segir Jesús. Er það s,vo Guði að kenna, þótt þú glatizt? Eða varst það þú, sem daufheyrðist, þegar hann kallaði? Heyrðir þú ekki Föðurinn og lærðir því ekki? Guð hefir sagt: »Sá, sem trúir á Soninn hefir lífið, en sá, sem óhlýðr,- azt Syninum, hefir ekki lífið, heldur varir reiði Guðs yfir honum. Það, sem Guð vill, er, að við trúum á Soninn, Jesúm Krist, og lifum fyrir hann, því Guð vill ekkj að nokkur syndari glatizt, held- ur að hann snúi sér og lifi. Kjarni fagnaöarerindisins er, að Guð hefir geí- ið Soninn, til þess að hver, sem trúir á IiANN glatizt ekki, heldur hafi eilíft líf. En svo margir vilja ekki heyra um Soninn, heldur hneykslast á boðskapnum um hann. Þeir heyra ekki Föðurinn og læra því ekki. SHkir menn komast aldrei til þekkingar á sann- leikanum, því þeir vilja ekki heyra; um Soninn, þó er þ:ið boðskapur Guðs. »Sá, sem heyrir Föðurinn og lærir, sá kemur til mín«, segir Jesús. Ásaka því ekki Guð, heldur athuga, þú, hvernig þú heyrir. J. S. J. Sven Karlsen: Voru hinir fyrstu menn gáfaðir? Þeir, sem trúa framþróunarkenningunni segja nei. En biblían segir hið gagnstæða. Að sönnu vertí- ur maður að viðurkenna, að margir nútimamenn hafa aflað sér mikillar þekkingar og auðgað gáí- ur sínar. En sú þekking er að mestu leyti ávöxtur af gáfum annara manna. Eins og hlekkir í langri órofakeðju hafa þeir stöðugt, byggt ofan á reynslu þeirra, sem á undan voru gengnir. En þannig var ekki með Adam og hina fyrstu menn. Meðal annars sýnir það, að Adam var eng- inn heimskingi, að Guð fól honum að gefa dýrun- um nöfn. Og Guð vildi sjá, hvað hann nefndi þau, og hvert það heiti, sem maðurinn gæfi hinum lif- andi skepnum, skyldi vera, nafn þeirra,«. (I. Mós. 2, 19.—20.). Eftir engan mann stendur eins mikiö óbreytt og Adam. Það er bersýnilegt, að Adam var undramaður að gáfum. Ilann var fullkominn, sem maður getur verið, og gaf íullkomin nöfn. Fallið var hræðilegt, en enginn getur talið það heimskulegt að gera sér skýlur af fíkjuviðarblöðum. Aparnir, sem eru hið stöðuga umtalsefni framþróunarkenningarinnar, eru enn ekki komnir það langt eftir 6000 ár. Þeir ferðast enn í dag meöal trjánna, án þess að gera sér flíkur af fíkjuviðarblöðum, eöa nokkru öðru efni. Guð hafði ekkert út á hugmynd Adams aö setja, en aðeins endurbætti hana, með því að gera þeim skinnkirtla (I. Mós. 3, 31.). Því næst gerð- ist Adam jarðyrkjumaður, og án efa hefir honurn farist það vel, því bæði Kain og Abel, synir hans, fetuðu í fótspor föðursins. Seinna byggir Kain borg. Hefir þeirri hugmynd verið hafnað? Nei, en verkið aðeins endurbætt, hugmyndin er frá Kain. Tónskáld og hljóðfærasmiðir eru einnig nefndir í I. Mós. 4, 21. 1 22. versi sama kap. mætum við Tubalkain, sem smíðaði úr kopar og járni alls- konar áhöld. I 6. kapítula 14. versi lesum við, að Guð skipar fyrir um smíði á örk. »Gjör þú þér örk af Goferviði, smáhýsi skalt þú gera í örkinni og bræða hana biki utan og innan«. 1 11. kap. finnum við Babelsturn, sem, var mik- ilfengleg bygging. Ef við setjumi okkur Job fyrir sjónir, þá verðskuldar hann svo margar nafnbæt- ur, að við, hinir hversdagslegu menn, verðum að leita fyrir okkur í alfræðibókum, til þess að skiljf. 70

x

Afturelding

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.