Afturelding - 01.11.1938, Page 11

Afturelding - 01.11.1938, Page 11
.AFTURELDING þýð ngu þeirra. Hann var vel að sér í dýrafræði, stjörnufræði, guðfræði og grasafræöi, ásamt öðru fleira. Málafærslumaður var hann ágætur. Hann gerði þrjá vitra menn orðlausa. Þeir, sem kunna að dæma um .skáldskap, álíta að höfundur Jobsbókar eigi skilið að fá stórkost- lega bókmenntaviðurkenningu. Lesum við um listaverkin í musterinu, af .silfri, gulli, kopar og akasíutrjámi, engla úr skíru gulli með útbreiddum vængjum o, s. frv., skilst okkur að einnig þátíðarkonurnar fæddu gáfuð börn. L. B. Bænarljóð Haltu mér sí öðugt á lielgunarvegi, að hjartað sanrdeikans fjársjóðinn eigi, og breytni mín stöðugt beri þess vottinn. Blessa mig þar til, rninn Frelsari, Drottinn. Andinn Jyinn Heilagi ailt veit oq sér. E'lskaði Guðs Sonur hjálpadu mér, að bænin mín þrengi sér betur til þín. Blessaða þrenning, líttu til mín. ö, heilaga þrenning himmmum frá, hjálpaðu mönnunwm- jöröunni á, að koma í barnsanda bljúgum til Jnn, þvi blessuð náðin ei þverrar né dvín. Við alla, sem koma í andanmn þeim, elílcuði Jesús Jni segir: »Kom heim. Ég Jceypti, þig sjálfur með lcrossdauða hér og kœrleiki mmrt einnig hjálp veitir þér«. Heilaga þrenning, ó hjálpa Jni mér, að hljóti ég r/teiri vtsdóm frá þér, og geti rétt stmgið um g j öf ina þ á , sem gagntekur börnin þin jörðunni á. Ö. E. IMMANUEL HIKOS Meðan við vorum í Svíþjóð, hafði Guð gjört okk- ur það ljóst, að nú ættum við næst að fara til Ameríku. 1 fyrstu vorum, við í cvissu um, hvort við ættum að taka Immanúel með ekkur, en svo opnaði Guð möguleika fyrir því á dásamlegan hátt. Þetta var fyrsta íerð okkar til Banda,ríkjanna. Við lögðum, af stað með »Stavangerfjord« í ljóm- andi fögru veðri í septembermánuði 1933, og var tekið á móti okkur með mestu virktum í New York. Þar var pastor Árni Dahl til taks að bjóða okk- ur velkomin, og störfuðum við um hríð í söfnuði hans, sem. heitir »Salem«. Hið mikla blað »Nordisk Tidende«, sem kemur út á norsku í Brooklyn, birt- ir skemmtilega grein um Immanúel um þettai leyti undir fyrirsögninni: »Hinn 7 ára gamli svertingja- drengur, sem, talar norsku eins vel og Afríkumálkk. »Moya — ibidi — tatn — inetann — ,sita — safa — munanetissa — kumi — kumi, ne moya«. Hvað er nú þetta? Jú, það er svertinginn. 7 ára, sem er að telja skúffurnar í prentsmiðju blaðsins, en bíddu við »einn — tveir — þrír — fjórir«. Svo sannarlega, — Fer hann ekki að telja á norsku líka! Þetta er Immanúel litli Minos, fæddur í Lu- vungi og nýlega kominn til Brooklyn frá Noregi, og hann telur skúfíur og talar um, veðriö og landa- fræði ýmist á norsku eða Kongómálinu sínu. Samt óskar hann helzt, að talað væri, aðeins eitt mál í heiminum — enska — og að allir menn væru hvítir. Farþegarnir um borð í »Stavangerfjord« voru ekki lítið undrandi yfir að kynnast litlum svert- ingjadreng, sem gat talað norsku óaðfinnanlega, Þegar Immanúel var spurður um, hvernig honum litist á þessa borg, svaraði hann. blátt áfrarn: »Eg veit ekki?« »En hvernig líkar þér Noregur?« »Hann er betri«. »Finnst þér Noregur fallegri en New York?« »Já, því Noregur er landið mitt«, svarai- drengurinn hróðugur. Herra Tollefsen segir, að Immanúel dafni vel í hinu norðlæga loftslagi, hann hafi aldrei veikst alvarlega,, aðeins einu sinni kvef- ast, en þá var lika kuldinn 22 stig á Cel.sius«. Hvað andlega starfið snerti, var tíminn, sem við dvöldum í Brcoklyn, mjög blessunarrílcur. Margir Norðmenn sóttu samkomur okkar. Eitt sinn, er ég var að tala við norskan rnann eftir samkomuna, kom Immanúel til min og sagði: »Lofaðu mér að tala við hann«. líg sneri mér þá að cðrum, en heyrði um leið, að drengurinn föxi' að biðja þennan ókunna mann ákait og innilega um að snúa sér til Krists og taka ákvörðun um að lifa fyrir Guð. Maðurinn svaraði engu orði, hann horfði aðeins niður á Immanúel litla, gekk síðan út í bifreið sína og ók á burt. Á næstu samkomu, sem við héld- um, kom maöurinn aftur og sagði þá frá því, sem gerst haföi. Eftir að hann skildi við Imnranúel. Meðan hann var á leið heim til sín, gat hann ekki um annað hugsað en litla Afríkudrenginn, sem hafði verið að ta!a við hann um Guð. Hann ákvað 71

x

Afturelding

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.