Afturelding - 01.11.1939, Blaðsíða 4
A F !' U J{ E J, JJ I N G
Elisabet litla.
Barnasaga.
Elízabet litla va;' ekki fædd á Islandi, heldur í
fjarlægu landi, því er Svíþjóð heitir. Þið atóru börn
hafið víst iesið um það land í landafræðinni, og' þið
hin haíið víst heyrt talað um það, hugsa ég. Foreldr-
ar hennar voru fátæk, og þegar hún og' iitli bróðir
hennar fæddust bæði í senn, þá hafði íaðir þeirra
ekki efni á að taka sér vinnukonu. Það var margt
að gjöra. á heimilinu, svo að erfitt var yfir að kom-
ast, þegar þessir litlu. hljóðabelgir bættust við, sem
þurftu stöðugt eftirlit.
Þegar tvíburar þessir voru þrigg'ja missira göm-
ul, þá kom föðurmóðir þeirra að heimsækja fjöl-
skylduna; sá hún, hve móðir barnanna var þreytt;
ásetti hún sér þá, að taka annan tvíburann af þeim
hjónum, og þar sem stúlkubarn va.r fyrir á heim-
ilinu, þá tók hún Elizabetu litlu. Amma var góð
kona, svo Elízabet hlaut hið bezta heimili lijá henni.
En hve hún unni þeim báðum, afa sinum og
ömmu. Um sumarið fylgdi hún afa, sínum hvert
sem hann fór út um akra og engi til að hjálpa
honum; hún vissi ekkert. annað inndælla. Já, víst
var sumarið inndælt uppi í sveitinni. Og þegar
veturinn kom og fyrsti snjórinn, þá va.rð Elízabet
hrifnari en frá megi segja. Henni þótti heldur en
ekki gaman að horfa á, er hvítu, stóru snjóflug-
urnar féllu á jörðina og lögðust á hana, eins og
mjúk og hlý ábreiða væri. Þegar snjófiugurnar
komu svífandi niður, þá hugsaði Elízabet með ,sér,
að þær kæmu áreiðanlega beint, frá Guði, svona
hvítar og hreinar sem þær væru. Stundum var eins
og þær væru að keppast á um að komast sem
allra fyrsit niður. Og til hvers? Það var víst. til
þess að prýða jörðina fyrir mennina, og prúðbúin
varð hún. Allur skógurinn var eftir á eins og æv-
intýrahöll yfir að sjá.
Skemmtilegast. af öllu fannst henni þó, ef jólin
yrðu hvít.
Þegar Elízabet var orðin svo stálpuð, að hún
gat setið í kirkju, þá var hún látin fara með hinu
fólkinu til kirkjunnar á jóLadagsmorguninn. Þá
reið nú á að va.kna snemma, því að morgunmess-
an átti að byrja kl. 5. Fólkið varð þá a.ð fara á
fætur í svarta myrkri til að búa aig og leggja af
stað kl. 4. Afi beitti hestunum fyrir fallegasta,
sLeðann; lagði á hann loðfeldi og flóka til þess að
þei-m yrði hl.ýtt. á fótunum á leiðinni. Og þið hefð-
uð átt að sjá-hestinn í sínum hátíöarbúningi. Hann
var svo vel burstaður, að það gljáði á han.n allan,
öll voru aktýgin fægð og um hálsinn bar hann
sveig af gljáfægðum bjöllum. Við hvert spor, sem
hann steig, heyrðist: pingl, pingl, pingl! En hve
hann hringaði makkann og' frýsaði, alveg eins og
hann vildi segja: »Heyrið þið ekki, hve bjöllurn-
ar óma fallega?« Nú kom hver sleðinn af öðrum
eftir veginum, og þeir, sem ekki fengu að aka,
komu fótgangandi, því að enginn. vildi sitja heima,
nema hann væri alveg neyddur til þess. Allir glugg-
ar voru uppljómaðir.
I3að voru jól.
Fólkið streymdi inn í kirkjuna. og' fullorðna fólk-
ið söng:
»Sjá morgun,stjarnan blikar blíð«.
Elízabet l.itla horfði hugfangin og hlustaði. En
sá fjöldi af ljósunum! Og í kórnum stóðu tvö stærð-
ar jólatré! Og kirkjan var troðfull a.í fólki. En
Live það var alt prúðbúið!
Elízabet mundi næstum ekkert af því, sem prest-
urinn sagði, því að hann talaði lengi og hún varð
þreytt. 'Það var líka heitt í kirkjunni af öllum
þessum fjölda kertaljósa.
64