Afturelding - 01.11.1939, Page 5
A F T U Ií E L I> I N O
En eitt var það. sem ELízabet skildi af þessu
öllu saman, og það var, að nú væri haldin Sitórhá-
tíð af þv', að Jesús hefði fæðst á þessari nóttu. En
hve Jegús hlaut að vera góður!
Fegin hefði Elízabet viljað spyrja ömmu sína
meira um Jesúm. þegar þær liomu heim; en hún
áræddi það ekki. Það var ekki síður, að menn töl-
uðu um Jesúm hversdagsJega. Að sönnu las afi
hennar í bænabókunum sínum kvölds og morgna,
og í prédika.nabókinni sinni á sunnudögunum. Og
amma lét Elízabet lesa »faðirvorið«, og kvöldversið:
»Guð sem, blessar börnin. smá!«
Meira fékk hún ekki að heyra.
En þar sem Elízabet hafði nú setið grafkyrr í
kirkjunni á jóladagsmorgun'inn, þá fékk hún líka
að fara með fólkinu í kirkjuna á þrettándanum.
Þá talaði presturinn um vitringana frá Austur-
löndum. Það, sem Elízabet. mundi þá, voru sér-
staklega þessi orð; »Þá félLu þeir fram og veittu
barninu lotn.ingu«. Sælir voru vitringarnir, hugs-
aði litla stúlkan með sér, þeir fengu að hylla Jes-
úm. 0, ef ég hefði þá verið á lífi!
Árin liðu og Elízabet fór að ganga í sltóla. En
hve hún hafði þá mikið gaman af biblíusögunum.
Nú fékk hún að vita margt um Jesúm. Nú lærði
hún söguna um fæðingu hans, um h'f hans hér á
jörðu, um dauða hans, upprisu og himnaför; en
ekkert vissi liún enn um það, hvernig liún ætti
að fara að hylla hann.
Og enn komu jól.
Al.lt var fínt og prýtt á heimili hennar. Það var
kveikt á jólatrénu. En í hjarta litlu stúlkunnar bjó
hin sárasta, þrá, og sú þrá hafði búið þar lengi.
Hvernig átti hún að fara að því að fullnægja henni.
Ekki gat hún minnst á þetta við nokkurn mann;
hún va.r hrædd um að fullorðna fólkið rnundi ekki
skilja sig. Það, sem henni hafði svo lengi legið á
hjarta, var þetta: hvernig hún gæti hylt Jesúm eða
veitt honum lotningu sína. Hann var uppi í himn-
inum og hún var niðri á jörðu. Hún, var ein síns
liðs í svipinn og da,t,t henni allt í einu í hug bréf-
spjald, sem einhver hafði gefið henni fyrir löngu,
og hún hafði geymt svo vel. Það var svo undur
fallegt myndaspjald. A spjaldinu mátti sjá tendr-
að jólatré og snjóhvítan engil. Engillinn beygði kné
með spentum greipum og með lulítum augum lyfti
hann ásjónu sinni til himins.
Elízabet virti þessa mynd nákvæmlega fyrir fiér.
Þá brá þeirri hugsun eins og leiftvi niður í sál henn-
ar: »Þetta hlýtur að vera að hylla JesúmY Hví ætti
ég þá ekki að gjöra það á sama hátt? Þarna stóð
jólatréð; sjálf gat hún verið í stað engilsins. Og
þetta varð að ráði hjá henni. Hún kraup hljótt
niður á gólfið lijá trénu, spenti greipar og lyfti
andliti sánu til himins. Ekkert- orð fór fram a.f
vörum hennar, en undursamlegur friður fyllti sam-
stundis litla hjartað hennar. Nú fann hún svo veli,
að Jesús skildi hana!
Mörg, mörg ár eru liðin síða.n, en aldrei gieymdi
Elízabet þessum samfundi fiínum við Jesú á þessu
eftirminnilega, kvöldi. En ekki var hún alltaf
svona góð og nálæg honum, því að þegar hún óx
upp, gleymdi hún Jesú. En Jesús gleymdi henni
ekki. Sama sára þráin vaknaði aftur, því að alltaf
fannst henni svo tómlegt úti í heiminum.
Um þær mundir gafst henni tækifæri á að sækja
kristilega samkomu. Og þar var vitnað og sungiá
um það, að Jesús elskaði þá, sem hefðu vilst frá
honum, og biði eftir því, að þeir kæmu aftur til
hans. Þetta greip hana svo, að henni var ómögu-
legt annað en að líoma.
Og svo kom hún aftur til Jesú. Þetta var skömmu'
eftir jólin lðl7.
Elízabet heyrir Jesú til enn og mun aldrei fram-
ar fara burt frá honum.
S. E. E.
Mátiur liius litla.
1 kennsludeild einni í háskólanum í Edinborg,
tóku stúdentarnír eftir því, þegar þeir komu í deild-
ina, að morgni til, að prófessorinn hafði hengt
járn-bjálka einn mikinn upp í loftið. Þarna hékk
þessi mikli bjálki hreyfingarlaus. Nú tók prófess-
orinn litla pappírskúlu og kastaði henni upp í
bjálkann. en hann hrærðist ekki liið allra minnsta.
En aftur og aftur ltastaði hann líúlunni á s^ama
stað í járnið, þar til það fór að hreyfast, í fyrstu
örlítið, en að endingu var þessi mikli járnbjálki
farinn að svífa fram og til baka í loftinu. l’annig
hafa smá atvik áhrif á líf oltkar. Þessvegna er
nauðsynlegt; að við gætum okkar fyrir »smá synd-
um«, en. séum kostgæf á smá tækifæri til þess að
gera það sem gott er.
Ef mwrmimim er það sömi gæfa að elska G-uð,
þá 'verður það honum sönn óhomingja að eteha
sjálfan sig. (Augustin).
65