Afturelding - 01.11.1939, Blaðsíða 10
AFTU K ii L I>-I X í
IIi<1 hollcnzka Bibiíufélag
sendi í fyrra út 180.000 Bibliur. Af |>ví fóru 93.000 til
hollenzku nýlendnanna. Tvær nýjar þýðingar komu líka út.
Ildrg þúsmid jajtan.skir hernicuii í Kína
hoía fcngið guðspjöll á sinu eigin móðurmáli. Peir hafa
tekið á móti þessu með gleði. Aðei.ns fáeinir hafa neitað
að taka á móti þeim.
Ilið heiðna félag, scin Ludendoi'ff. stofnaði,
álitnr, að Biblian, tóbakið og vínið sé eitur, sem Pjóó-
verjar eiga að forðast. Biblían er talin með eitri.
Kiiirie.ðislierranii og Estcr.
í fregn frá Lundúnaborg er sagt, að fræðslumálaráð-
herra Þýzklands hafi gefið út þá skipun, að bannað væii
að lesa Esterar-hók Biblíunnar f kirkjum landsins. Bókin
inniheldur margf, sem ljóslega bendir á Gyðingaofsókn-
irnar.
Afríkubréf.
Elskuöu vinir!
Já, nú bíðiö þið víst eftir að heyra eitthvað frá
mér aftur. Ég er hrædd um, að þið haíið þurft
að kaupa. bréfið út, er ég sendi í flugpósti. Póst-
afgreiðslumaðurinn sagði nokkrum dögum seinna,
að gjaldið fyrir flugpóst, hefði hækkað um 30 aura
á hvert bréf vegna stríðsins. Pað er líka allt aö
hækka í verði hér. Suður-Afríka sagði Pýzkalandi
stríð á hendur 6. sept., svo við lifum, á órólegum
tímum. En við vitum, að við höfum Jesú, sem er
öryggi í lífi og dauða, Ilallelúja!
Eg fékk peningana, að upphæð 25 dollara, síð-
asta föstudag, mér fannst, ég ekki geta skrifað
undir eins. Pað gagntók mig svo mikil alvörutil-
finning i sambandi við þessa peninga, að ég varo
að biðja lengi yfir þeim, áður en ég gat notað þá.
Já, ég bið æíinlega yfir þeim peningum, sem ég
fæ, því þá blessar Guð þá á sérstakan hátt, svo aö
hið litla verður nóg handa mörgum. Það var al-
vöruþrungið, að þessir peningar voru komnir inn
af þeirri ástæðu, að okkar kæra, látna systir vildi
ekki hafa blóm á líkbörunum. Mætti hún fá dýrð-
legan, ófölnandi blómsveig í staðinn. Mér varð það
ljóst, að þessir peningar ættu að ganga til barna-
staríseminnar. Mörg börn á barnaheimiiinu eru
að verða dugleg að lesa, og ég hefi beðið Guð um
peninga fyrir Nýja Testamentinu handa þeim. Við
vitum, að Guðs orð mun aldrei undir lok líða. Það
mun bera ávöxt í hjörtum þeirra. Ég vona einnig,
að geta íengið efni í kjóla handa öllum litlu stúlk-
unum á trúboðsstööinni, fyrir þes&a peninga. Börn-
in, hér eru fátæk og hafa ekkert að kaupa fyrir.
Ég fékk líka aukapeninga í fyrra, sem ég keypti
Testamenti fyrir, handa þeim, sem þá höfðu lærL
að lesa. Svo mun eilífðarmorguninn birta. árang-
urinn.
Drottinn blessi ykkur og launi margfaldlega fyr-
ir fórn og bæn. Ég hefi það mjög gott. Ég er ný-
komin heim úr ferðalagi til ýmsra þorpa, þar sem
við höfum haft góðar samkomur. Ein stúlka gaf
sig Guði. E'ftir nokkra daga ætla ég að fara á trú-
boðsmót. Pað er fyrsta sinni, sem ég fæ tækifæri
til þess að verða með og gleðst, því óumræðilega
mikið. Pað verður blessað að hitta starfssystkin-
in, bæði innlend og erlend. Við vonumst eftir bless-
unarríkum; dögum. Hinn 15. okt. ætlum við að
hafa samkomuhúsvígslu í Hlatikulu. Dýrð sé Guði!
Það er mikið bænasvar, að við höfum aftur fengið
að byggja samkomuhús hér í hinni dimmu Afríku.
Síðasta sunnudaginn í okt,. munum við halda skírn-
arathöfn. þar sem margir verða skírðir í vatni.
Gunda Sólheim fyrir utan lcofa svertingjanna.
Hinir svörtu vinir mínir senda kveðju til Islands.
»En Guðs styrki grundvöllur stendur, hafandi þetta
innsigli: »Drottinn þekkir sína«. 2. Tím. 2, 19. »Ég
hefi skipað varðmenn yfir múra þína, Jerúsalem,
þeir skulu aldrei þegja, hvorki daga né nætur. Þér,
sem minnið Drottin á, unnið engrar hvíldar!« Jes.
62. 6.
Kær kveðja til trúboðanna og vinanna.
Ykkar einlæg systir í Drottni.
Gunda Sólheim.
Innkomið 1 minningaisjóð Filadelfiusafnaðarins, eftir að
síðasta blað kom út: G. B. 5 kr.; A. K. 3 kr., sem hér
með kvittast fyrir með jiakklæti. Við erum búin að prenta
minningarspjöld, sem fást á Hverfisgötu 44, Reykjavík, hjá
Sigmundi Jakobsen, Þingvaliastræti 4, Akureyri, og í Betel
í Vestmannaeyjum, og geta menn snúið sér þangað með
gjafir sinar tit minningarsjóðsins, er þeir minnast látinná
vina á þennan hátt.
70