Afturelding - 01.11.1939, Blaðsíða 13

Afturelding - 01.11.1939, Blaðsíða 13
A. F T U K E L D I N G Biblía hermannsins. Sjáið hér, hvílíkan, kraft Guðs, orð hefir! Hið erlénda Brezka Biblíufélag- gefur út blað, sem heitir »The Bible in the Worlcl«. Úr þessu blaði er eftirfarandi grein þýdd í norskt blað og snúið úr því blaði á íslenzku. Rússneskur hermaður kom með þýzka Biblíu heim í þorpið, þar sem hann átti heima. Hann kunni ekki þýzku or gat þar af léiðandi ekki lesið Biblíuna. Kona hans og móðir réðu honum til að brenna Biblíuna. en hann vildi ekki gera það. »Nei«, s.agði hann, »ég hefi séð því líka gleði Ijóma frá andlitum þeirra, sem lesa bók þessa, að mig langar ekki til annars meira, en vita, hvað etendur í henni, sem komið getur svona mikilli gleði til léiðar hjá þeim, sem lesa ha.na«. Hann gekk tii bæjarskrifstofunnar og baö einn og annan, sem þar voru, að lesa fyrir sig úr bók inni, en enginn fékkst til. þess. Loks greip hann til þess örþrifa ráðs, að hann féll á kné fyrir fram- an skrifborð fors.tjórans og bað: »ö, Guð, fólk seg- ir, að ég sé heimskingi, en ég þarfnast þess að fá að vita, hvað það er, sem stendur í bók þessari. Ég hrópa, til þín, að þú sendir mér einhvern, sem get- ur lesið fyrir mig í bókinni«. Eftir þetta gekk hann heim til fo’jn. Um miðja næstu nótt vaknaði hann, við þaö, að einhver draj) á svefnherbergisdyr hans. Hann rak heldur en ekki í furðu, þegar hann sá, að þar var kominn bæjarritari ráðgtjórnarinnar. »Ég heyrði bæn yð- ar í dag'«, sagði hann, »og hefi ekki getað sofn- að í nótt. Hingað er ég kominn, til! þess að lesa ’fyrir yöur í bókinni, sem þér voruð með«. Eins. og Nikódemus kom hann um nótt, vegna ótta við kunningja sína. Bókin var lesin kvöld eft- ir kvöld, ýmist á .heimili hermannsins eða hjá em- bættismanninujn. Pessu hélt áfram þangað til al- menningur komst að því, að bæjarritarinn væri farinn að lesa Biblíuna, Hann var þá óðara sett- ur frá stöðu sinni. »Nú«, s.agði hann, »get ég les- ið bókina bæði nótt og dag«. Fólk kom, að, til þess að heyra fagnaðarIjodskap bókarinnar, eitt kvöld- ið kom um 60 manns. Pegar verið var að lesa upp úr Biblíunni þetta kvöld, féll Guðs Andi allt í einu yfir fólkið, með þeirri rannsakandi alvöru, að allir, sem einn hófu bænaákall! til Guðs, játuðu syndir SÍnar og báðu um náð. Flestir öðluðust. frið og gleði fyrir trúna á Jesúm Krist, án ]>ess þó að nokkur legði Orðið út fyrir þá.- Vakningar-bylgja þessi breiddist meira og meira út. Eftir tvo mánuði var það 250 manns, sem viðurkenndi trú sína opinber- lega, fyrir einfaldan upplestur úr »Bibliu her- mannsins«. Ef við getum trúað því, að Guð láti allt verða okkur til blessunar, þá liggur heimurinn sigrað- ur> við fœtur okkar. Litla munaðarlausa stúlkan. En er hann gekk fram og til baka í garðinum, þá lá lítil stúlka í hvítum náttkjól á bæn við hlið fóstru sinnar og bað: »ö, kæri Guð, leiddu. Tómas aftur heim, lát hann ekki vera týnda soninn leng'- ur. Leiddu hann aftur mjög fljótt heim, og viltu ekki vera svo góður, að leiða, alla týnda syni, sem hafa farið fra þér, heim aftur, fyrir Jesú.nafns sakir. Amen!« Margar komu ti! lávarðsáns og buðu honum, að líta eftir Millí litlu, en hann neitaði öllum slíkum tilboðum. Hann sagði við þær, að stúlkan væri ánægð með fóstru, sína, og' hann vildi ekki, að hún væri með hinum og þessum börnum, og hún þurfi ekki að fara í skóla fyrr en eftir nokkur ár. Þannig var Millí látin vera ein, án annara barna. En marg- ir hristu höfuðið og sögðu: »Þetta er leiðinlegt fyr- ir barnið, en það er ekki von, að Edvarð geti lát- ið undan, hann, sem er svo einþykkur«. En barnið var ekki óhamingjusamt. Þegar dag- arnir fóru að styttast, svo hún gat ekki verið eins mikið úti, lá hún á tígrisdýrsfeldi við arininn t-ím- unum saman og lék sér við hundinn og talaði við hann um alla hluti. Stundum fann lávarðurinn hana uppi á glugga- brettinu í forsalnum með andlitið þrýst að glerinu. Eitt, kvöld í novembermánuði fann hann hana þar og sagði, að hún mætti ekki vera þarna, því það væri of kalt, hún ætti að vera í herberginu sínu. »Mér er ekki kalt«, svaraði hún. »Það er ekk- ert gaman að vera þar, því fóstra mín, kveikir á lampa og dregur g'luggatjöldin fyrir, og þá get, ég ekki séð annað en veggina, loftið og' mvndirnar, og það er ég búin að sjá á hverjum degi«. »En hvað sérð þú hér í myrkrinu?« »Jú, komdu hingað, þá skal ég sýna þér nokk- uð. Farðu frá, Fritz, svo frændi geti setið hér. Sjáðu, hve margt maður getur séð hér. Mér finnst gaman að horfa út í heiminn, — finnst. þér það ekki?« 73

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.